Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 57
Mannlegi þátturinn Nýjar áherslur í kennslu læknanema. / Jóhann Agúst Sigurðsson prófessor Gömul lunima Oft hefur verið talað um að samfara hraðri tækniþróun og aukinni sérhæfingu síðustu ára hafi læknar fjarlægst sjúklinga sína. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að hugsa eingöngu um “sjúkdóma” og “tilfelli”, en gleyma einstaklingnum sjálfum. Hann hefur reyndar oftar meiri áhyggjur af því að vera veikur, en sjúkdómnum sjálfum. A síðustu árum hefur einnig vaxið áhugi meðal almennings á að leita sér hjálpar og “lækninga” hjá ýmsum aðilum sem stunda hjálækningar þ.e. kvakl, kukl eða skottulækningar. Spurt hefur verið hvort þessi þróun endurspegli viðbrögð almennings við tæknivæddri og ómannlegri læknisfræði. Umræða af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Fyrir 25 árum höfðu Bandaríkjamenn áhyggjur af ópersónulegri heilbrigðisþjónustu. I skýrslu stjórnskipaðrarnefndar, sem birtistárið 1966 og nefnd var “Mills report”, var lögð rík áhersla á það að læknaskólar í Bandaríkjunum kenndu heildræna yfirsýn og mannúðlega læknisfræði. Þar segir meðal annars: “Nauðsynlegt er, að læknaskólar og kennslu- sjúkrahús afli almennrar þekkingar varðandi stöðu mannsins í samfélaginu. Þessar upplýsingar verða að byggja á lífsreynslu og lærdómi. Líta verður á manneskjuna í því flókna félagslega mynstri, sem hún lifir í. Grundvöllur allrar þekkingar um manneskjuna verður því að vera allt í senn, líffræðilegur, félagsfræðilegur, siðfræðilegur og mannlegur” (2). “Humanioran” Þegar ný kennsluáætlun var tekin upp í læknadeild árið 1971, var ákveðið að efla kennslu í heilbrigðisfræðum, félagslækningum og heimilislækningum. Svo virðist sent Mills skýrslan hafi þá verið höfð í huga með það fyrir augum að líta á manneskjuna í eðlilegu umhverfi sínu, en ekki sem “líffæri” eða “sjúkdóm”. Þetta er þó ekki einkenni neinnar sérstakrar sérgreinar. Flestir kennarar í læknadeild hafa gert sér Ijóst að nauðsynlegt er að leggja áherslu á mannlega þætti samhliða líffræðilegum atriðum í kennslu læknanema. Um árangur síðustu ára má hins vega deila og hluti af kennsluáætluninni frá 1971 komst aldrei til framkvæmda. Undanfarin ár hefur farið fram gagnger endurskoðun á náminu í læknadeild og haustið 1988 var síðan tekin upp ný námsskrá í deildinni (3,4). Þá var reynt að blása lífi í þær hugmyndir, sem reifaðar hafa verið hér að ofan. Þetta námsefni hefur nú verið nefnt “humanoria” í daglegu slangri, en heitir á íslensku atferlis- og samskiptafræði lækna. Námsefni þetta fellur vel að öðrum megin markmiðum nýrrar kennsluáætlunar (3), svo sem að - auka samhæfingu kennslunnar, - stuðla að sjálfstæðri hugsun og sjálfsnámi, - athuga áhrif unhverfisþátta á þróun sjúkdóma, - auka áhuga og ánægju læknanema og kennara af starfi í deildinni. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.