Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 67
Vísindaferð til Húsavíkur Siggi, Tommi og Steinar Eftir því sem árin líða og lengra líður frá því við hófum nám í læknadeild sjáum við betur og betur hve mikilvægt er að hafa sem víðastan sjóndeildarhring í því starfi sem bíður handan við hæðina. Með þetta að leiðarljósi var á sjötta áratugnum fundið upp á því að fara í ferðir um landsbyggðina til efla samhug nemenda og auðvelda þeim að sjá nám sitt og sjálfa sig í víðara heildrænu samhengi. I upphafi fannst mörgum sem þessi markmið ferðanna væru hálfhjákátleg og full hátíðleg og höfðu gárungarnir því á orði að þetta væru sannkallaðar vísindaferðir. Hefur sú nafngift loðað við ferðirnar æ síðan. En að öllu gamni slepptu verður að segjast að “vísindaferðirnar” svokölluðu hafi skilað ríkulegri uppskeru í gegnum árin sem aftur hefur komið fram í bættu sambandi læknis og sjúklings í hvívetna. Með tímanum hefur myndast fast fyrirkomulag á skipulag ferðanna sem miðast að því að gera ferðina þægilegri og ánægjulegri fyrir hina verðandi lækna (sjá mynd I). Innan vébanda Félags læknanema starfar hópur læknanema að því að skipuleggja hinar ýmsar uppákomur innan læknadeildar. í þessum hópi eru fulltrúar allra áranna sex sem valdir eru á Aðalfundi Félags læknanema haust hvert. Vegna þess hve vel þetta fyrirkomulag endurspeglar þrá hins almenna læknanema eftir lýðræðislegu þjóðskipulagi úti um heimsbyggðina alla þar sem hver einstaklingur, sama hversu smár hann er, hefur tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri, hefur þessi hópur verið nefndur Fulltrúaráð. A aðalfundinum eru einnig valdir fulltrúar í önnur ráð og nefndir en það er önnur saga. Undir starfsvið Fulltrúaráðs fellur einnig skipulagning vfsindaferðanna okkar. Bak við skipulagningu vísindaferða liggur, eins og gefur að skilja, gífurlega mikil vinna sem hinir þrautseigu fulltrúar í fulltrúaráði hafa skilað með mikilli prýði á undanfömum árum sem og áratugum. Til að gefa hinum almenna læknanema hugmynd um það sem gerist bak tjöldin hjá þessu góða fólki birtum við eftirfarandi skipurit sem unnið er af nokkrum áhugasömum háskólanemum á þriðja ári í félagsfræði. Einnig má hugsa sér framkvæmd skipulagningar og stefnumörkunar með öðrum hætti. Sérstaklega mætti ígrunda deiliskipulag fyrr og þá með víðara og öðru sjónarhorni. Síðastliðið haust var fariö til Húsavíkur í ferð vísinda. Fjölmenntum við allir og var það fín ferð. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.