Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 22
Onnur mikilvæg rannsókn er vefjaflokkun, þar sem nokkum veginn er hægt að útiloka drómasýki ef sjúklingurinn tilheyrir ekki vefjaflokki HLA-DR2. Meðferð Meðferð byggist á einkennum og sögu sjúklingsins. Sumir sjúklingar eru með svefnlömun, aðrir syfjuköst og meðferð er mismunandi eftir þessu. Mikilvægast er að meðferð sé sniðin að þörfum hvers einstaklings. Stundum nægja almennar ráðleggingar svo sem að legeja sig á daginn á ákveðnum tímum. Meðferð á dagsyfju Sé nauðsyn á Iyfjameðferð hef ég venjulega byrjað með Koffein-Efedrín hylki, en oft eru örvandi lyf (analeptica) nauðsynleg. Amfetamín hefur verið notað í þessu skyni en hefur marga ókosti, bæði vegna ávanahættu og vegna þess h ve hætt er við að lyfið hætti smám saman að verka. Þetta lyf hefur margar aukaverkanir, m.a. hættu á geðrænum einkennum. Fólk hcfurtilhneigingu til að verðapirraðogspenntog stundum kemur fram þunglyndi seinni hluta dags þegar áhrif lyfsins hafa minnkað. Önnur einkenni eru munnþurrkur, höfuðverkur og einkenni frá hjarta. Methýlfenídat (Ritalin) er það lyf sem mest er notað hérlendis. Það hefur nokkurn veginn sömu aukaverkanir og önnur örvandi lyf, en þó hefur verið talið að aukaverkanir séu minni af methýlfenídati. Þar að auki má nota methýlfenídat með öðrum lyfjum gegn skyndilömun, en ekki má nota amfetamín með slíkum lyfjum. Meðferð á skyndilömun Imípramín-samböndin ímípramín (Tofranil), desímípramín og klómípramín (Anafranil) eru mjög virk gegn skyndilömun. Hins vegarerminna vitað um hættuna af því að taka slík lyf ævilangt en þekkt er með amfetamín. Tvær slæmar aukaverkanir af þessum lyfjum eru syfja og minnkuð kyngeta. Klómípramín (Anafranil) er nú talið vera virkast af þessum lyfjum. Veruleg reynsla er komin á að nota methýlfenídat og ímípramín saman og virðist það ekki koma að sök. Annar flokkur lyfja sem töluvert er notaður gegn drómasýki eru gömlu MAO-hemjandi lyfin einkum ísókarboxazíð (Marplan). Þolmyndun Stundum er nauðsynlegt að gera hlé á lyfjameðferð vegna þolmyndunar og venjulega er mælt með að fólk taki ekki lyf mjög lengi án hléa, þannig að oft er hægt að komast af með að taka lyf eingöngu á virkum dögum en taka engin lyf um helgar. Það getur þó verið mjög erfitt að hætta við analeptísk lyf og lyf eins og ímípramín. Snögg minnkun á lyfjanotkun getur valdið mikilli sytju og stundum hættulegu þunglyndi. Þegar snögglega er hætt við ímípramínlyf sem hafa verið notuð við skyndilömun aukast oft skyndilömunarköst mjög dramatískt, gjarnan með afleiðingum sem valda sjúklingi mikilli hræðslu. VES, SIR, I UNPERSTANP... VOU'RE S0IN6 TO TE5T ME FOn NARCOLEPSV BECAUSE I FALL ASLEEP IN 5CHÖCL ALL THE TIME 20 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.