Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 42
Bráðir kviðverkir Tómas Jónsson læknir “It doesn't matter that everything has already heen said. No one was listening.” André Gide Eitt af algengari vandamálum, sem læknar fá til úrlausnar eru bráðir kviðverkir eða “akút abdomen”. En hvað er “akút abdomen”? Einfaldasta skilgreiningin ersjúkdómur íkviðarholi, sem þarfnast getur bráðrar skurðaðgerðar. Af því leiðir að skurðlæknar eru best í stakk búnir til að meta og meðhöndla sjúklinga með bráða kviðverki. Kviðverkir eru hins vegar mjög algengir og í næstum öllum tilfellum er fyrsti læknirinn, sem sjúklingur sér ekki skurðlæknir og ekki hægt að vísa öllum slíkum sjúklingum til skurðlæknis eða leggja inn á sjúkrahús. Hvaða sjúklingum á þá að vísa til skurðlæknis eða leggja inn á sjúkrahús? Ekkert algilt svar er til við þessari spurningu, en góð regla er sú, að ef sjúklingur við góða heilsu, fær kviðverki sem standa lengur en 6 klst eru yfirgnæfandi líkur á að skurðaðgerðar sé þörf og slíkaætti að leggja strax inn á sjúkrahús eða vísa til skurðlæknis. Óþarfi ætti að vera að taka fram að sjúklinga með kviðverki á að leggja á handlæknisdeildir, en ekki lyfjadeildir eins og gerist alltof oft með ófyirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjúklinginn. Uti á landi getur gegnt öðru máli. Þar hefur hins vegar sjúkraflugið gjörbreytt ástandi mála og liðin er sú tíð að nýútskrifaðir læknar eða jafnvel stúdentar sviptu hurð af hjörum á afdalabæ eftir 10 tíma ferð í stórhríð og fjarlægðu botnlanga eða gerðu við kviðslit með drepi. Einnig er sjálfsagt að minna á símann og ráðfærslu við skurðlækni. En nú er sjúklingurinn kominn á sjúkrahús, vonandi á handlæknisdeild, og hvernig er þá best að bera sig að? Saga, skoðun og rannsóknir og oft er naumur tírni til stefnu og allt verður að eiga sér stað samhliða. Sjúkrasaga. Lítum fyrst á sjúkrasöguna. Skiptum henni í 2 hluta, kviðverkinn sjálfan og önnureinkenni. Hvenær verkurinn byrjar og hvar staðsettur er mikilvægast og ætti að leiöa hugann strax að hugsanlegri orsök. Minnast í því sambandi þess að algengir hlutir koma oft fyrir en sjaldgjæfir hlutir sjaldan! Er verkurinn stöðugureða kemur hann og fer? Leiðir verkinn aftur í bak? Og svo framvegis. Önnur einkenni svo sem uppköst, lystarleysi, hægðatregða eða niðurgangur eru oft til staðar en hafa miklu minni þýðingu til að greina undirliggjandi sjúkdóm heldur en kviðverkurinn. Tíðasaga hjá konum getur skipt höfuðmáli í aðgreina utanlegsfóstur, Mittelscmerzog endometriosis. Látum þá útrætt um söguna og vísast að öðru leyti í textabækur. Skoðun. Oft er tilhneigingin sú að skoða kviðinn fyrst en slíktætti að varast. Framkvæma skal almennaskoðun fyrst og enda á kviðarholi. Almenn skoðun gefur oft mikilvægar upplýsingar á hve alvarlegu stigi sjúkdómur er. Kaldur fölur sjúklingur sem andar ótt og títt, er með hraðan púls og lágan blóðþrýsting ætti strax að leiða hugann að meiri háttar blæðingu eins og t.d. sprungnu abdominal aneurysma eða utanlegsfóstri. Sjúkdóma eins og lungnabólgu sem valda einkennum frá kviðarholi ætti almenn skoðun einnig að leiða í Ijós. Hækkaður hiti fylgir sjaldan bráðum kviðverkjum fyrr en sjúkdómur er langt genginn og ætti hækkaður hiti að leiða hugann að lungna- eða þvagfærasýkingu. Síðast en ekki síst gefur almenn skoðun vísbendingu um hversu mikið liggur á að komast að niðurstöðu og oft þarf að taka ákvörðun um meðferð þ.e.a.s. aðgerð án frekari rannsókna en sögu og skoðunar og er sprungið abdominal aneurysma sígilt dæmi um slíkt og eina rannsóknin sem gera á í slíkum sjúklingum er laparotomia. 40 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.