Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 43
1. Inspection 7. Bankeymsli 2. Auscultation Riíjasvæði 3. Eymsl við hósta Arcus costovertabralis 4. Percussion 8. Sérstök “sign” 5. Vöðvavörn 9. External herniur og kynfæri 6. Palpation 10. Rectal- og gynskoðun Tafla 1. Skref í skoðun kviðarhols við bráða kviðverki. Eftir almenna skoðun beinist athyglin að kviðarholi. Oft eru sjúklingar mikið veikir og læknirinn undir talsverðu álagi og hefur þá reynst vel að hafa einhverja fasta reglu eða kerfi til að framkvæma kviðarholsskoðun. Eitt slíkt kerfi er hér tekið upp úr “Current Surgical Diagnosis & Treatment” (Lange 1985) og sést á töflu I. 1. Aður en byrjað er að snerta kviðinn er góð regla að virða hann fyrir sér þ.e. framkvæma “inspection” sem læknar hafa gert í árþúsundir. Er kviðurinn þaninn eða samfallinn, eru ör til staðar? Sé lítil fita til staðar má jafnvel sjá peristalsis eða æxli. 2. Hlustun eða auscultaion er næst á dagskrá og fyrsta spurningin er hvort garnahljóð eru tii staðareða ekki. Aður en fullyrt er hvort kviður sé þögull þarf að hlusta í minnst 5 mínútur. Mikið hefur verið rætt og ritað um garnahljóð og þýðingu þeirra við greiningu, en sannleikurinn er sá, aðein og séreru þau harla lítils virði. 3. Eftir að kviður hefur verið hlustaður er ágætt að Iáta sjúklinginn hósta og benda á hvar hann finnur til, þ.e. hvarerting er á lífhimnunni. Einnig er vert að hafa í huga að kviðverkir af völdum nýrna- eða gallsteina versna ekki við hósta eða hreyfingu. 4. Of lítil áhersla er oft lögð á bank eða “percussion” en það er tækni sem er góð ekki einungis til aðbankaút lifurheldurekki síðurtil að metaertingu á lífhimnu og kemur þannig í staðinn fyrir hin klassisku sleppieymsli. Það erafar leiðinlegt að horfa upp á sjúklinga með ertingu á lífhimnu engjast sundur og saman í hvert sinn sem leitað er “sleppieymsla” sérstaklega ef slíkt er framkvæmt af hverjum lækninum á fætur öðrum. Bank eða “percussion” er einnig mjög gott til að meta svokallað “frítt” loft þ.e. loft í kviðarholi utan þarma eins og gerist við göt á maga eða ristli. Venjulega leitar loftið upp á við og lifrardeyfan hverfur ef um eitthvert magn er að ræða (loss of liver dullness). 5. Vöðvavörn eða “guarding” er mikilvægt að meta og greina á milli meðvitaðrar og ómeðvitaðrar vöðvavarnar. Þetta er best framkvæmt með því að leggja báðar hendur á kvið sjúklings og þrýsta mjúklega. Ef vöðvavörn er til staðar þ.e.a.s. kviðvöðvar spenntir, biður maður sjúklinginn að anda djúpt og hreyfist vöðvarnir með öndun er vörnin meðvituð en ef ekki þá er til staðar það sem kalla má “brettharður kviður” eins og finnst í sprungnum maga eða ristli. 6. Síðan byrjar maður að þreifa eða “palpera” og byrjar á þeim stað sem fjærst er verkjastaðnum, fyrst grunnt en síðan dýpra og fylgist vel með svipbrigum sjúklings. Eru eymsli til staðar, staðbundin eða dreifð? Finnst fyrir æxlum? Gott og algengt er að skipta kviðnum í fjórðunga og staðsetja eymsli eftir því. Leit að “sleppieymslum” er óþarft að gera (vide supra). 7. Bankeymsli yfir rifjum aða nýrum geta verið hjálpleg, en mikill munur er oft á banki frá fílelfdum lækni sem æfire.t.v. lyftingarog nettum kvenlækni og því erfitt að leggja mat á bankeymsli. 8. Sérstök “sign” eins og þau sem kennd eru við Murphy, Rovsing, iliopsoas, obturator geta verið hjálpleg en algengt er því miður að þau eru ekki fengin fram á réttan hátt og þvíbetra að lýsa hvað maðurgerir og hvernig sjúklingurinn bregst við. 9. Leita skal að kviðsliti t' nárum og kringum nafla og skoða ytri kynfæri. 10. Síðasti liður skoðunar er jafnframt sá sem oftast er sleppt þ.e. þreifing í endaþarm og innri þreifing og skoðun kvenna. Margar afsakanir heyrast þegar þessum hluta skoðunar er sleppt en enga er hægt að taka gilda nema ef vera skyldi neitun sjúklings og LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.