Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 9
Bandaríkjamanninn Vilroi Blair. Breski læknirinn
Humby endurbætti þann hníf, með því að setja á hann
ás sem hægt var að stilla með þykktina á
græðlingnum. Flóknari tæki til að kljúfa húð nefnast
almennt húðskurðarhnífar, og eru til af þeim ýmsar
gerðir, en sá þekktasti er kenndur við bandaríska
lækninn Barrett Brown. Þessi tæki eru auðveldari í
notkun og gefa jafnari og betri græðlinga en hnífarnir,
sérlega í höndum þeirra sem ekki hafa mikla þjálfun.
Staðarmeðferð brunasára hefur tekið miklum
breytingum gegnurn tíðina. Minnst hefur verið á
kælingu sem fyrstu meðferð, og einnig á meðferð með
smyrslum. Brennsla sára með heitri olíu hefur jafnvel
verið notuð, en sagan segir að Ambrosé Paré, c.a.
1582, hafi notað þessa aðferð til að græða sár, en hætt
því þegar hann uppgötvaði, að sárin gréru betur eftir
að hann varð uppiskroppa með olíu. Lengstaf hafa
menn notað umbúðir á brunasár, en um og uppúr
síðustu aldamótum var farið að meðhöndla brunasár
opin. Þessiaðferð.varðþóekki verulcga vinsæl, vegna
sýkingarhættu fyrr en hún var endurvakin af skoska
skurðlækninum, A.B. Wallace, uppúr 1947. Aður
hafði Wallace notað sútunarsýru (tannic acid), til að
þurrka brunasárin og mynda skorpu, en E.C.
Davidson, hafði byrjað á því að úða brunasár með
sútunarsýru, um 1925, en þegar í ljós kom, að
sútunarsýra var lifrareitur, var þessari meðferð hætt.
Opin brunatneðferð er nú víðast viðhöfð, að
breytandabreyttu,þ.e.a.s.,þar semhúnþykirgefabetri
árangur en meðferð með umbúðum, sérlega á
brunadeildum, en við meðferð utan sjúkrahúsa, eru
umbúðir oftast notaðar.
Með tilkomu sýklalylja, uppúr miðjum fimmta
áratugnum, bötnuðu möguleikar til að halda sýkingu
í skefjum, en hún hefur verið, og er enn,
aðaldánarorsök við bruna. Staðarmeðferð með
sýklahemjandi Iyfjum, svo sem silfur nítrati (Moyer),
sulfamyelon (Moncrief), og silfur-sulfadíazíni (Fox),
kom fram um miðjan sjötta áratuginn, og er mikið
notuð. Slík meðferð heldur sýkingu í skefjum, bæði
frá gram jákvæðum og gram neikvæðum sýklum en
bægir henni ekki frá.
Nú eru flestir sammála um, að það sem skipti
mestu máli fyrir lífslíkur sjúklinga, með meiriháttar
bruna, er að fjarlægja dauðan vef og loka sárunum,
eins fljótt og kosturerá. Til að þetta sé hægt, þarf
stundum að nota ósamgena græðlinga, og hafa
Kínverjar verið brautryðjendur íað nota líkhúð en hún
er nú notuð, með góðum árangri, bæði vestan hafs og
austan og þó reynt hafi verið að framleiða ýmis konar
gervihúð hefur ekki náðst sami árangur.
Hið síðasta, sem komið hefur fram, og gefur
miklar vonir er ræktun húðar, hún hefur verið þróuð
af bandarískum læknum og byggist á því, að rækta
þekjufrumur á sérstöku æti, og auka þannig magn
þeirrar húðar,sem er fyrir hendi. Sú húð, sem þannig
fæst, er að vísu enn ekki jafn góð og venjulegur
húðgræðlingur en gerir sitt gagn þegar ekki er annara
kosta völ.
Þó brunameðferð hafi batnað mjög mikið,
sérstaklega á síðustu þremur áratugum, eru sjúklingar
með meiriháttar bruna ennþá með erfiðustu verk-
efnum læknisfræðinnar, og dánartíðni við bruna, sem
ná yfir meira en helming af yfirborði líkamans, er
ennþá ntikil (mynd 1).
Sennilega munu framfarir í meðferð byggjast á
vaxandi þekkingu í ónæmisfræði og því að koma í veg
fyrir þær bilanir einstakra líffæra sem endanlega leiða
af sér fjöllíffærabilun og dauða.
Faraldsfræði og forvarnir.
Ekki er vitað um heildartfðni brunaslysa hér á
landi, annarra en þeirra, sem koma til meðferðar á
lýtalækningadeild og barnadeild Landspítalans, en
Landspítalinn er, svo sem kunnugt er miðstöð
brunameðferðar á íslandi. Að jafnaði eru lagðir inn á
Landspítalann um 30 sjúklingarárlegameð brunasár.
Flestir brunasjúklingarnir eru börn, og brunasárin
stafa oftast af heitum vökvum, þó eru einstaka
eldsbrunar, sem oftast verða þannig, að eldur kviknar
í fötum.
Vatnsbrunarnir eru velflestir grunnir, en
eldsbrunar oftar djúpir einkum ef fötin eru úr
gerviefnum, sem þrátt fyrir þessa hættu, eru enn á
markaði. Brunaslys á börnum af völdum
rafmagnstækja,voru um tíma voru all algeng, en hafa
nú horfið alveg. Þegar fengist er við brunasár á
börnum, ber að hafa misþyrmingar í huga.
Bæði hér og annars staðar, hefur fjölgað
brunaslysum, sem rekja má til neyslu áfengis og
annarra fíkniefna, og eru þá reykingar nær alltaf með
í spilinu. Þessi slys eru, oftar en ekki alvarleg, vegna
dýptar brunasáranna, reykeitrunar og vegna þess, að
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
7