Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 26
Mynd 1. a) Segulsvið umhverfis segul. b) Hlaðin ögn sem snýst, eins og t.d. róteind, myndar sams konar segulsvið og
segulstál ef undan er skilið stærðarmunur, hleðsla pólanna og styrkur segulsviðanna.
kjarnann, sjá mynd 1. Frumefni með þessa eiginlcika
eru m.a. samsætur af vetni ('H), fosfór (3IP), flúor
(l9F) og kolefni (l3C). Vetni hefur sterkast segulsvið
afþessum frumefnum.
a) Segulmögnun líkamans
Líkaminn er nær þrírfjórðu hlutar vatn. Vatn er
samsett úr frumefnunum vetni og súrefni og kemur
vetni einnig fyrir í mörgum lífrænum efna-
samböndum. Vetni er því algengt frumefni í
líkamanum og jafnframt með sterkast segulsvið af
áðurnefndum frumefnum, þess vegna er vetni notað til
að fá fram segulómunar myndir. Vetnisfrumeind
hefur eina róteind í kjarna, enga nifteind og eina
rafeind umhverfis. Vetniskjarni semeraðeinsróteind,
er því eins og lítill segull með segulsvið umhverfis,
nteð norður- og suðurpól.
Við eðlilegar aðstæður þá vísa segulstefnur
vetniskjarnanna í mismunandi áttir og upphefja
þannig seguláhrif hvers annars. Þegar vetniskjarnar
segulmagnast í segulómtæki þá vísar segulstefna
þeirra í sömu eða gagnstæða stefnu og segulsvið
tækisins, sjá mynd2. Þeirkjarnarsemhafasegulsvið
ísömu stefnu eru heldur fleiri en hinir og myndar
segulsvið þeirra segulmögnun líkamans. Þessi
segulmögnun (Mn) hefur því sömu stefnu og
segulsvið tækisins, en er mun minni að styrk.
b) Mæling á segulmagni
Segulómun gengur út á það að mæla þessa
segulmögnun. Það er hægt ef segulmögnunin er
hornrétt á segulsvið tækisins. Þeirri stöðuerhægtað
ná með þvf að senda rafsegulbylgjur inn í líkamann.
Ef rafsegulbylgjan er af ákveðinni tíðni, sem er
Mynd 2. Við eðlilegar aðstæður vísa segulstefnur vetniskjarnanna í mismunandi áttir og upphefja þannig seguláhrif hvers
annars. Þegar vetniskjarnarnir segulmagnast í segulómtæki þá vísar segulstefna þeirra í sömu eða gagnstæða stefnu og
segulsvið tækisins.
24
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.