Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 46
novo er fyrsta efnið sem sértækt er fyrir þessa
framleiðslu efnið mevalonic sýra, sem mynduð
er frá acetati, þ.e. acetyl CoA. Síðasta skref í
myndun mevalonic sýru er þegar 3-hydroxý-3-
metýlglútarýl CoA (HMG CoA) er breytt með
aldol þéttingu í fyrrnefnda mevalonic sýru:
—SCoA
I
CH,
HO—C—CH3
COOH
HMG CoA
CHjOH
CHj
I
2NADPH + 2H*----► HO—C—CH3 + CoASH + 2NADP*
I
CHj
I
COOH
Mevalonic acid
Mynd 3. Síðasta skref í myndun mevalonic sýru.
Upphaf þessa ferðalags má rekja til eftirfarandi
atburðarásar:
I lifrinni eru tengd saman þríglýseríð,
kólesteryl estrar ásamt próteinhlutanum
apolípópróteini B, og þannig myndast VLDL. Síðan
er VLDL seytt út í blóðið. í háræðum losar ensímið
lípóprótein lípasi fríar fitusýrur frá tríglýseríðunum í
þessum komplex. Þannig myndast svokallað IDL (e.
intermediate density lipoprotein). IDL er síðan
umbreytt í LDL, en LDL er það form sent líkaminn
tekur upp. Það gerist á þann hátt að LDL binst
sérstökum LDL viðtökum, sem eru til staðar á nær
öllum frumum líkamans. Þessirviðtakareru íhæstum
styrk á steramyndandi vefjum, en flestireru þeir í lifur.
Eftir bindingu LDL á viðtakana verður svo
endocytosis á þeim komplex inn í frumuna, og
flutningur á honum inn í lýsósóm. Þar verður
hýdrólýsa: Við þetta er apolipoprotein B brotið niður
og kólesteryl estrum LDL breytt í frítt kólesteról.
Þetta fría form nýta frumurnar eins og áður var sagt í:
Þetta hvarf er hvatað af ensíminu HMG CoA
afoxara (e. reductase).
Eins og síðar segir í þessum pistli, hefur þetta
skref öðlast geysilegt mikilvægi með tilkomu nýrrar
lyfjameðferðar við hyperkólesterólemiu. Nánar
verður ekki farið út í de novo smfð kólesteróls, en
áhugasömum er bent á lífefnafræðibókmenntir.
Nú já, einmitt. Ein er þá ekki bara tóm
vitleysa að vera að burðast með þetta kólesteról
yfirleitt ?
Alls ekki ! Hlulverk kólesteróls í efnabúskap
lfkamans er þríþætt:
I fyrsta lagi sem byggingarhluti í
innanfrumuhimnum, og frumuhimnunni sjálfri.
í öðru lagi sem forstig gallsýra. Raunar skilst
kólesteról út í formi gallsýra og þá um mjógirni, en
gallsýrumar eru svo endursogaðar aftur í
enterohepatísku hringrásina.
I þriðja lagi er kólesteról nýtt sem forstig ýmissa
sterahormóna (kynhormónar, barksterar, aldósterón).
Lifrin gegnir lykilhlutverki í efnaskiptum
kólesteróls. Eins og áður er sagt ferðast kólesteról um
í plasma bundið í lípópróteinunum VLDL og LDL.
1. Himnur
2. Gallsýrur
3. Sterahormón
Magn þessa fría kólesteróls stýrir því hversu
mikið kólesteról líkaminn myndar de novo, ásamt því
að stýra magni LDL viðtakanna á yfirborði fruma.
Þetta þýðir að þegar nægilegt magn af fríu kólesteróli
hefur safnast fyrir í frumunum, fækkar LDL
viðtökunum á frumuyfirborðinu. Þetta fyrirbæri er á
enskri tungu nefnt “down regulation”, og hefur
augljóslega mikla þýðingu þegar einstakl ingar hafa að
staðaldri of há blóðgildi kólesteróls.
Ein gerð lípópróteina er enn ónefnd en það er
HI)L (e. high density hpoproteins). HDL hefur það
hlutverk að bera kólesteról frá vefjum til lifrar. HDL
hefurstundum veriðnefnt“góðakólesterólið”þarsem
hagstætt virðist að hafa há gildi þess, en því er öfugt
farið með LDL. Af hverju þetta stafar hefur enn ekki
verið svarað til fullnustu.
En hvernig er það eiginlega, fær niaður ekki
hjartakveisu al öllu þessu kólesteróli ?
Það er nú það. Svo mikið er víst að of hátt
kólesteról erekki beinlínis hollt, og er talið hafamikil
44
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.