Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 62
svölunum þar sem við höfðum horft á amerísk tónlistarmyndbönd í ísraelska sjónvarpinu og við lögðumst til svefns gjörsamlega úrvinda eftir erfiðan dag. Við settumst að á Hótel Palace (!) með loftkælingu, sturtu og spegli í mittishæð - enda eru epyptar minni. Þegar hér var komið við sögu vorum við hættir að búast við nokkru af skiptinemasamtökum egypsku - “money problem”. Við skoðuðum því næst spítalann -Ismailia General Hospital- og urðum auðvitað fyrir töluverðu áfalli. Hreinlæti varekkert. Matarleifar unt allaganga og sigarettuóþrif. Öll herbergi voru full af fólki, sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Verst var ástandið á barnadeildinni - kettir sáust á kreiki inná deildunum þar (betra en rottugangur var okkur bent á!) og saurlykt hér og þar. Er á leið skoðuðina fundum við lil meiri velgju sem náði þó hámarki þegar við gengum framhjá eldhúsinu! Næstu vikuna fórum við á lyflæknisdeild, fæðingadeild og slysavarðstofuna. A lyflæknisdeild skoðuðum við m.a. sjúkling með bilharsiasis (schistosomiasis) sem orsakað er af snfkjudýri og er landlægt þar syðra. A fæðingadeildinni sáum við nokkra keisaraskurði. Ekki var hreinlætinu fyrir að fara. Við t'engum grisju fyrir vitin og stígvél sem voru einu sinni hvít. Fólk var á förum út og inn af stofunni. ein skurðhjúkkan var með tyggjó, önnur drakk te yfir sjúklingnum og bauð skurðlækninum sopa (sá afþakkaði!). Já - þeir eru minni en ónæmiskerfi eru stærri. Þegar líða tók á aðgerðina þurftum við að yfirgefa stofuna til að fá blóð í tærnar því egyptar eru minni (eins og áður segir). Við vorum sendir inn aftur á eigin Nike-hlaupurum - beint af götunni í Ismó (við tímdum ekki að eyðileggja fína Birkenstock vinnuskóna okkar í drullunni inni á spítalanum!). Einnig sáum við nokkrar fæðingar og ekki veit ég hvort nákvæmar lýsingar á þeim eins og þær komu okkur fyrir sjónir séu prenthæfar! Allir læknarnir á spítalanum voru eingöngu í hvunndagsfötum sínum og var fæðingardeildin engin undantekning. Og þarna stóðum við eins og geimverur í hvíta spítalaklæðnaðinum sem við tókum með okkur að heiman. I fæðingarstofunni stóð bekkur með stoðum og virtist ekki hafa verið þrifinn síðan spítalinn var byggður. Á gólfinu fyrir neðan stóð ruslafata með samansöfnuðum fylgjum og naflastrengjum dagsins. Ekki var aðstaða þar inni til handþvottar og hanskar ekki notaðir frekar en önnur “munaðarvara” á spítalanum. Þarna sáum við gerða episiotomíu alveg ósterílt og bætti súperkandídatinn betur um þegar hún eitt sinn þurfti að ná í einhverjar fylgjuleifar, rak hendina inn og slóust þá gullarmböndin á handleggnum á henni í skurðsárið á konunni. Eins og má ímynda sér af þessum lýsingum var hreinlæti töluvert ábótavant. Annað atriði sem stakk okkur þarna var hve konurnar sem þarna voru að eiga börn, og sumar í fyrsta sinn, voru lágt skrifaðar hjá læknunum. Á stundum var eins og þeint kæmi þetta ekkert við og væru þarna í óþökk annarra. Þó að við skildum ekki arabísku mátti skilja það á látbragði læknanna að þegar þær konunrnar æptu hvað mest, áttu þær að gjöra svo vel og þegja. Það væri fólk að vinna þarna! Eftir að fæðingin hafði átt sér stað sá maður nokkur um að flytja konurnar aftur inn í sitt rúm. Minntu aðfarir hans töluvert á flutninga nteð lík sem við höfðum séð heima. Var konunum kippt yfir á ambulans sem var málmplata, með öruggu og snöggu handtaki. Það öruggu og snöggu að höfuðið skall í ambulansinn svo það söng í. I einum “grand tour” um spítalann var okkur sýnd gjörgæsludeildin. Inni á henni voru mjög fullkomin tæki og nýtískuleg en engir sjúklingar. Bjarni í geimbúningnum fyrir utan spítalann. Takið eftir strigaskónum! 60 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.