Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 63

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 63
Skýringin var sú að þann tíma sem við vorum þarna var skurðdeildin lokuð og einnig var okkur tjáð það að hátt daggjald væri á gjörgæslunni sem fólkið hefði ekki efni á að borga. Má vera að skurðdeildin hafi verið lokuð en á veru okkar á bráðamóttökunni sáum við marga deyjandi sjúklinga sem áttu frekar heima á gjörgæslu en deild sem hafði engu hjúkrunarfólki til að dreifa nema fjölskyldu sjúklingsins. Það var sannarlega reynsla fyrir verndaða Islendinga að sjá þessa fátækt. Læknarnir voru að því er virtist vel menntiren þeim var búin vonlaus aðstaða. Hreinlæti er áður lýst og lyf voru af mjög skornum skammti. Ekki notuð deyfilyf til að sauma sár á slysó og brunasjúklingar með meira en 60% brunasár án verkjalyfja en fengu róandi í staðinn. Ekki er laust við að við lítum nú okkar aðstöðu öðrum augum og þakklátari. Eftir 10 daga á spítalanum töldum við okkur hafa fengið nóg og létum okkur hverfa. Frá Ismailia fórum við til Cairo og þaðan með lest suður til Luxor. Dvöldum við þar í nokkra daga í afslöppun og skoðunarferðunt. Skoðuðum við m.a. konungagrafirnar í u.þ.b. 43 gráðu hita. Það var heitt. Þaðan fórum við til Aswan þar sem stíflan mikla sem kennd er við Aswan er staðsett. Hún var stór. Við flugum frá Aswan til Abu Simbel sem er ekki fjarri landamærum Súdan og Egyptalands. Þar eru staðsett tvö hof sem Ramses nokkur II lét byggja fyrir sig og spúsu sína. Að vísu standa þau ekki á sínum upprunalega stað en voru flutt af samtímamönnum okkar þegar Aswan stíflan varbyggð því annars hefðu þau farið undir vatn. Hofin eru grafin inn í fjall og óskiljanlegt hvernig hægt var að flytja þau úr stað. Var það gert á þann hátt að fjallið var sagað í mörg hundruð litla teninga og raðað síðan aftur santan á þeim stað sem við heimsóttum. Vitandi þetta reyndum við að finna minnstu missmíð á hofunum jafnt utan sem innan en þrátt fyrir okkar röntgensjón leit fjallið út eins og náttúran skapaði það. Talið er að tæplega 100 slík hof hafi farið undir vatn þegar stíflan var byggð og skortir fjármagn til að bjarga þeim. Eftir að hafa fyrir misskilning flogið til Abu Simbel á fyrsta farrrými (hinir 150 farþegarnir, forríkir Japanar og Bandaríkjamenn létu sér nægja annað farrými á hinni 20 mínútna löngu ferð) tókum við áætlunarbíl til Hurgada sem er bær við strendur Rauða hafsins. Það gerurn við aldrei aftur. í þá sex tíma sem við sátum þar voru sýndar indverskar ofbeldismyndir með arabísku tali og ekki nokkur leið að festa svefn eða gera nokkuð annað en að horfa vegna þess hve hátt hljóðið var stillt og hátalarar beint yfir hverri sætaröð. Þegar við komum aftur út í sólina vissum við ekki hvor okkar var Bjarni og hvor Steinar. Aldrei aftur egypskir áætlunarbílar. I Hurgada lágum við í sólinni, könnuðum undirdjúpin með aðstoð súrefniskúta og létum okkur líða vel. Reyndarímiðri vellíðaninni veiktist Bjarni af mikilli iðrakveisu og lá með hita og óráði uppá hótelherbergi í tvo daga. Röklum við veikindi hans til rjómatertusneiðar er hann át klukkan þrjú að nóttu, sem líklega hafði staðið á skenknum frá því morgunmatur varfrantborinn daginn áður. Vorum við þrátt fyrir það að koma af skemmtistað á fínasta hóteli bæjarins þegar toxíntertan varetin. Meðan Bjarni láá sjúkrabeði sínum leigði ég mér hjól og vildi kanna aðra hluta þessa aldingarðs mitt íeyðimörkinni. Hjóla ég í gegnum lítið þorp og kem þar frarn á mikinn mannfjölda samankominn. Sé ég þá hvar lítil stelpa LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.