Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 15
veldur meiriháttar vefjarskemmd. Hægt er að finna
verulegt magn af endotoxínum í blóðrásinni 2
klukkustundum eftir áverka. Endotoxínin eru einn
sterkasti vaki kerfasvörunar eftir áverka.
Efnafræðileg gerð þeirra er liposaccaríð sem
inniheldur eggjahvítuefni sem er í frumuhýði gram
neikvæðra sýkla. I sameindinni er lipid A þáttur sem
veldur eiturverkun sameindarinnar.
Uppruni endotoxínanna getur verið sýking
vegna yfirborðsskemmdar, vegna sýkingar frá
lungum, en einnig kemur það til að við meiriháttar
áverka bilar innyflavörn líkamans og endotoxín úr
meltingarveginum síast inn í blóðrásina.Við þessa
sögu koma einnig ýmis boðefni og hvatar svo sem
prostaglandin, sérlega prostaglandin Ey lymphokín
og monokín, en af þeim hefur interleukin-1 verið
rannsakað einna mest, cachectin eða æxlisdreps
þáttur (TNF) ereinnig inni íþessari mynd og fleiri efni
hafa verið nefnd til sögunnar. Þessi efni eru ýmist
hvetjandi eða letjandi fyrir ónæmiskerfið, en nái hinir
letjandi þættir yfirhöndinni verður afleiðingin
fjöllíffærabilun (mynd 10).
Markmið nútíma brunameðferðareru þegar um
er að ræða minniháttar brunasár að koma í veg fyrir
sýki ngu og græða djúp sár eins fljótt og kostur er á. Við
meiriháttar brunasár er fyrsta markmið að koma í veg
fyrir lost, siðan að fyrirbyggja fjöllíffærabilun með
aðstoð við ónæmiskerfi Iíkamans, en sú aðstoð er
fólgin í því að hreinsa burt dauðan vef eins fljótt og
hægt er, halda sýkingu í skefjum og stuðla að því með
öllum tiltækum ráðum, að viðhalda eðlilegu
vökvajafnvægi og orkubúskap.
Síðari hluti greinarinnar birtist í næsta tölublaði og
verður þá fjallað um meðferð brunasára.
Háaleitis Apotek
Háaleitisbraut 68, Austurveri
Símar: 82100 Receptur
82101 Afgreiðsla
LYF
H JÚKRUNARVÖRUR
SNYRTIVÖRUR
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
13