Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 37
Handhverf lyf
ný vandamál, nýir möguleikar
Magnús Jóhannsson, Rannsóknastofu í lyfjafræði
Handhverf lyf, hvað er það ?
Handhverfur er þýðing á erlenda orðinu kíral
eða chiral, en það orð þekkjum við líklega best úr
samsetningunni kírúrg eða handlæknir. Tvær
sameindir eru handhverfur þegar skyldleiki þeirra er
sá sami og vinstri og hægri handar, eða m.ö.o. þegar
þær eru spegilmyndir hvor af annarri. Slfk efni eru
einnig kölluð stereóísómerar eða rúmísómerar.
Þesskonar skyldleiki og eiginleikar sameinda eins og
sykrunga og amínósýrna hafa verið þekktir í meira en
100 ár, en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að
farið er að sinna þessum málum varðandi lyf. Astæður
þess eru margar en þar vegur þungt að ekki hafa fyrr
en nýlega verið þróaðar aðferðir til að mæla þéttni
hvorrar handhverfu fyrir sig.
Handhverf efni geta komið fyrir í náttúrunni sem
hrein handhverfa (hreinn ísómeri) eða sem blanda
tveggja handhverfa, oftast í hlutföllunum 1:1, og er
slík blanda kölluð rasemisk blanda. Þau efni sem
myndast í lifandi verunt eru nær alltaf hreinar
handhverfur, en með tímanum breytast slík efni í
rasemiska blöndu sem er eina stöðuga formið. Efni
rasemiserast þó mjög mismunandi hratt og í
náttúrunni getur slík breyting tekið frá nokkrum
mínútum og upp í þúsundir ára.
Aðferðir við að tákna handhverfurnar
Það sem oftast gerir lyf, eða önnur
efnasambönd, handhverf er að þau hafa handhverfa
miðju, flöt, öxul, vafning eða annað þess háttar.
Handhverf miðja er oftast kolefnisatóm sem hefur
fjóra mismunandi hópa tengda við sig, sbr. mynd 1; en
einnig getur verið um að ræða önnur atóm eins og P,
S eða N. Ekki verður hér farið út í smáatriði varðandi
þessa hluti en tekið skal fram að þessir eiginleikar
liggja ekki alltaf í augum uppi þegar
sameindabygging er skoðuð og þarf oft kunnáttu til að
koma auga á þá. Sameind getur hæglega haft fleiri en
einn handhverfan eiginleika, oftast handhverfar
miðjur, og þá gildir að fjöldi hinna mismunandi
handhverfa (rúmísómera) er 2", þar sem n táknar
fjölda handhverfra miðja. Algengast er að um eina
handhverfa miðju sé að ræða og er þá fjöldi
handhverfanna 2 (21 = 2); einnig eru fáein dæmi um að
handhverfar miðjur séu 2 og er þá fjöldi
handhverfanna 4 (22 = 4).
Aðferðir til að tákna hinar mismunandi
handhverfur eða blöndur þeirra eru mjög á reiki en
byggjast þó allar á forskeytum sem sett eru framan við
nafn viðkomandi efnis. Ymsar tillögur um
samræmingu hafa komið fram en engin þeirra hefur
verið tekin upp almennt og búum við því við það að
ýmismismunandi kerfi eru ínotkun. Héráeftir verður
stuttlega gerð grein fyrir þeim helsu aðferðum sem
notaðar eru.
H H
Mynd 1. Myndin sýnirbyggingu íbúprófens sem hefureina
dæmigerða handhverfa miðju. Þessi miðja er kolefnisatóm,
merkt með *, sem hefur 4 mismunandi hópa tengda við sig.
Þetta gerir það að verkum að íbúprófen getur komið fyrir
sem tvær handhverfur eða ísómerar.
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
35