Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 20
Ósjálfrátt atferli kemur aðeins fyrir hjá litlum hluta drómasjúklinga. Dæmigert er að aka heim frá vinnu og að vakna upp á röngum stað í allt öðrum bæjarhluta eða að menn hafa lagt bílnum í bílastæði nágranna síns. Dæmi eru um að manneskja hafi sett óhreina diska í tauþurrkarann og vaknað upp við brothljóðin í diskunum. Sumir skrifa merkingarlausar setningar í glósubókina sína inn á milli þess sem þeir glósa upp eftir fyrirlesara og enn aðrir skjóta inn í samtal setningum sem eru ekki í tengslum við það sem talað er um. Ósjálfrátt athæfi er stundum framkvæmt á það eðlilegan hátt að þeir sem í kring eru taka ekki eftir neinu óeðlilegu. Maður sem fær slíkt kast þegar hann er að borða getur haldið áfram að borða á venjulegan hátt án þess að nokkur taki eftir neinu óeðlilegu. Hinn ósjálfráði þáttur kemur hins vegarfram þegareitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef hnífurinn snýr öfugt þegar lagt er á borð, getur manneskjan tekið upp hnífinn og reynt að borða nteð því að halda um blaðið og skera með handfanginu. Framvinda Algengast er að einkenni dróntasýki komi fram um tvítugsaldur en að meðaltali líða 7 ár frá því að einstaklingur fer að finna fyrir einkennum þar til læknir greinir sjúkdóminn. Þá er sjúklingurinn búinn að leita til 4-5 lækna að meðaltali vegna þessarra einkenna. Ofsyfjan er mjög oft ranglega greind sem streita, taugaveiklun eða þunglyndi sérstaklega ef skyndilömun er ekki til staðar og ef svefn að nóttu er verulega truflaður. Aldur við byrjun sjúkdóins Algengast er að einkenni drómasýki komi fyrst fram á unglingsárum milli 10 og 20 ára. Aðeins 5% af tilfellum koma fram fyrir 10 ára aldur, 18% tilfella koma fram eftir þrítugt og mjög óalgengt er að sjúkdómurinn komi fram eftir fertugsaldur. Hérerátt við fyrstu einkenni, en eins og fyrr segir líða oft ntörg ár frá fyrstu einkennum þar til sjúkdómurinn er endanlega greindur. Venjulega eru dagsyfja og svefnköst fyrstu einkennin og þeirn fylgja síðan nokkrum árum síðar fyrstu einkenni um skyndilömun. Þessu er þó stundum alveg öfugt farið. Þróun einkenna Eftir að einhver hefur fengið einkenni drómasýki má búast við að hann hafi þau ævilangt. Gangur sjúkdómsins er venjulega hægur og breytingar gerast hægt. Oft er þó reynslan að einkenni verði ntildari um miðjan aldur og eftir því sem fólk eldist, en þó kann að vera að þetta stafi að einhverju leyti af því að fólk lærir að hafa stjórn á tilfinningum sínum og lifa með sjúkdóminn, fremuren að einkenni breytist í eðli sínu. Einusinni vartaliðaðdrómasýki hefði sálrænan orsakaþátt, en miklar rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki og nú er talið að sjúkdómurinn sé í eðli sínu taugasjúkdómur, þar sem um er að ræða skerta starfsemi á stjórnun svefn- og vökustillingar. Ennþá hefur ekki verið hægt að sýna fram á ákveðnar skemmdir í heila fólks sem haldið er þessum sjúkdómi. Félagslegar afleiðingar Menntun og félagslíf fólks með drómasýki truflast oft verulega af sjúkdómnum. Þetta fólk á i' verulegum erfiðleikum með að lesa og læra. Foreldrar, kennarar, læknar og makar sjúklinganna, átta sig oft ekki á aðstæðum og kenna viljaskorti um syfju og getuleysi. Til dæmis getur eiginmaðurinn kvartað undan því að eiginkonan sofni hvenær sem hann reyni að ræða við hana eða nálgast hana tilfinningalega og álítur ranglega að syfjan sé merki um óvild og afneitun. 18 LÆKNANEMJNN I 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.