Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 56
Svar við sjúkratilfelli á bls.33
Umræða.
Allt virðist benda til að einkenni sjdkiings megi
rekja til sjúkdóms í lifur.
Venjulegt lifrarskann sýnir eyðu í upptöku
lifrarinnar iateralt á hægri lifrarlappa.
Tölvusneiðmynd staðfesti að um holrúm er að ræða.
Þegar hér var komið sögu voru í meginatriðum
4 möguleikar í sjónmáli. í fyrsta lagi gat verið um að
ræða sýkingu í lifur eða lifrarabscess. Annar
möguleiki var æxli í lifur með drepi eða necrosis í
miðjunni. Aðrir möguleikar eru annað hvort
æðaflækja eða góðkynja vökvablaðra í lifur og orsök
hitans væri að leita annars staðar. Til að greina þar á
milli var gert hvítfrumuskann. Þessi rannsókn felst í
þvíað tekiðerblóðsýni frásjúklingnum. hvítfrumurúr
sýninu einangraðar og þær merktar með geislavirku
technetium áður en þeim er sprautað aftur í æð.
Venjulega hafa granulocytar skamma viðdvöl í
blóðrás (um 1/2 sólarhring) áðuren þeireyðast í milti,
lifur og merg. En þegar einhvers staðar er á kreiki
graftrarsýking safnast granulocytar þangað (vegna
chemotaxis) og sýkingarsvæðið lýsist upp á
gammageislamynd. Isótópaskönnin af þessum
sjúklingi sýna að framantil og neðantil í hægri
lifrarlappa er svæði sem ekki inniheldur eðlilegan
lifrarvef (eyða á ifirarskanni) og að granulocytar
safnast í þetta svæði. Tölvusneiðmynd sýnir aftur að
þarna er um að ræða holrúm. Hér er því um að ræða
holrúm með greftri eða abscess.
Niðurstaðan er því sú að sjúklingurinn hafi haft
lifrarígerð. Bakterían sem ræktaðist úr blóðinu,
Streptococcus milleri er einmitt vel þekkt af því að
valda ígerðum, ekki síst í kviðarholi.
Orsök lifrarabscessa má flokka á eftirfarandi
hátt:
1. Gallvegauppruni.
Þrengsli, steinar eða æxli í gallvegum, leiðir til
gallvegasýkingar.
2. Portal uppruni.
Sýking berst með portal bláæð. Þá er oftast
staðbundin sýking annars staðar í kviðarholi, t.d.
botnlangabólga eða diverticulitis.
3. Bein útbreiðsla, t.d. frá gallblöðrubólgu.
4. Via arteria hepatica frá fjarlægri sýkingu.
5. Bein implantation við lifraráverka.
6. Oviss uppruni (cryptogen).
Um fjórðungur lifrarígerða fellur í þennan flokk.
Okkar sjúklingur tilheyrir síðasta flokknum.
Afdrif.
Þegar greiningin þótti endanlega staðfest, var
ákveðið að hefja aftur ampicillin meðferð og fékk
hann alls 4 vikna meðferð. Varð fljótlega hitalaus og
lifrarpróf fóru batnandi. Endurtekin tölvusneiðmynd
8 vikum síðar sýndi að abscessinn hafði að mestu
horfið.
Diagnosis.
Abscessus hepatica cryptogenica (Str. milleri).
54
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.