Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 49
Þeir gallar eru á notkun probucols að það virðist
ekki aðeins lækka LDLgildi heldureinnig HDLgildi,
og einnig margir sem þessi meðferð er reynd á svara
henni ekki.
HMG CoA afoxara hindrarar eru hins vegar
lyf sem gerbylt hafa meðferð við hyperkólesteról-
emiu. Þetta eru lyf sem hindra áðurnefnt skref í de
novo framleiðslu kólesteróls þegar HMG CoA er
breytt í mevalonic sýru fyrir tilstilli ensímsins HMG
CoA afoxara. Hindrun kólesterólmyndunarinnar fer
fram í lifrinni og við það innleiðist fjölgun LDL-
viðtaka á lifrarfrumum og LDL-kólesteról er tekið úr
almennu blóðrásinni. Lovastatin, það lyf sem fyrst
kom á markað í þessum flokki, lækkar LDL um 35-
45%, einnig í þeim er hafa hyperkólesterólemiu vegna
ættgengrar kólesterólhækkunar. Að auki lækka
þríglýseríðar um 15-20% og H DL virðist aukast um 5-
10%. Það sem mest er um vert er að nær allir svara
meðferð með lovastatin, þótt stundum þurfi að gefa
önnur lyf til viðbótar. Þetta lyf eroft notað með öðrum
kólesteróllækkandi lyfjum. T.d. er algengt að nota
lovastatin ásamt gallsýrubindandi lyfi, og er árangur
slíkrar lyfjagjafar nijög góður.
Aukaverkanir eru vægar við mikla hækkun á
kólesteróli. Hækkun á transamínösum lifrar hefur
sést. Sjaldgæf aukaverkun er vöðvaþroti (myositis),
sem getur birst seni dreifðir eða staðbundnir
vöðvaverkir ásamt hækkun á kreatín kínasa. Sést
hefur alvarlegur vöðvaþroti með rákvöðvasundrun
(rhabdomyolysis) og jafnvel nýrnabilun hjá
sjúklingum sem taka lovastatin með nikótín sýru eða
gemfibrozil. Þetta fyrirbrigði er sjaldgæft og öll
tilfelli þessa sem tilkynnt hafa verið hafa gengið
tilbaka þegar lovastatin gjöf hefur verið hætt.
Pravastatin er ann að lyf í þesum flokki sem sett
var á sérlyfjaskrá í ár og er frábrugðið lovastatini að
því leyti að það er vatnssæknara og sértækara í verkun
sinni á lifrarfrumur. Slfkt er æskilegt því hömlun á
kólesterólmyndun íöðrum innkirtlumerekki æskileg.
Vegna vatnssækinna eiginleika kemst pravastatin
ekki yfir heila-blóð-þröskuld gagnstætt lovastatini
sem lýst er að hafi valdið styttingu svefns. Ahrif
pravastatins til lækkunnar á kólesteróli eru mjög
svipuð og hjá lovastatini.
Þannig er í raun eina áhyggjuefni manna af
þessum lytjum langtímaáhrif þeirra, sökum þess hve
stutt þau hafa verið á markaði.
Gemfibrozil. Þetta lyf og lyf skyld þessu, sem
eru afleiður klófíbrats, verka á mörgum stöðum í
Iípóprótein hringrásinni. Klíniskt virðast þau hemja
framleiðslu á VLDL, og auka VLDL hreinsun með því
að styrkja virkni 1 ípóprótein lípasa. Þau Iækka
þríglýseríðagildi í plasma um 20-30% og hækka HDL
gildi um 10-20%. Áhrif á LDL gildi eru bæði minni
og breytilegri, og þessi lyf eru því ekki fyrstu lyf í þeim
tilgangi að lækka LDL gildi. Heimildir mæla með
notkun þessara lyfja aðallega hjá þeim sjúklingum
sem hafa hyperkólesterólemiu með
hyperþríglýseríðemiu, og þá sérstaklega þegar þessir
sjúkingar hafa einnig lág HDL gildi.
Gemfibrozil þolist venjulega vel. Klófíbrat
eykur hins vegar marktækt hættu á myndun gallsteina.
B. Þjálfun (fyrri hluti).
Þjálfun má skipta í tvo aðalflokka. Þol og
kraftþjálfun.
Þolþjálfun eða loltháð þjálfun kallast sú tegund
þjálfunnar sem byggir á nýtingu orkukerfa sem ganga
aðeins í návist súrefnis. Öll hreyfing eða þjálfun er í
upphafi loftfirrt þar til líkaminn hefur “stillt” inn
brennsluna á það sem mesta og auðbrennanlegasta
orku gefur, eða fitu. Það liggur því í hlutarins eðli að
þærgreinar semerumest Ioftháðareru þærsembyggja
á stöðugri endurtekningu sömu hreyfinga án hvíldar.
Þar eru helstar langhlaup, hjólreiðar, skíðaganga,
þolfimi o.fl. Hér er tíminn sem í hreyfinguna fer
lykillinn en ekki ákefðin (intensity) sem í æfingunni
felst. Það er til dænris betra að geta hlaupið lengra á
minni hraða til að brenna sem mestri fitu, heldur en að
hlaupa styttra á meiri hraða. Brennslan fyrir hverja
vegalengd er sú sama í hitaeiningum hversu hratt sem
hlaupiðer. Þaðbrennastjafnmargarhitaeiningaráþví
að hlaupa 1 km. á 10 km. hraða og vera 6 mín. að því
og hlaupa sömu vegalengd á 5 km. hraða og vera 12
mín. að því. Þetta á að sjálfsögðu ekki við þegar verið
er að keppa við tíma eða bæta úthald heldur þegar
fitubrennsla er aðal málið. Áhrif þolþjálfunar á hjarta
og æðakerfið er vel þekkt þar með talið á blóðfitu,
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
47