Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 19
er breytilegt eftir einstaklingum. Þar að auki er tíðni
kastanna og það hversu alvarleg þau eru mjög
breytileg, bæði frá einu kasti til annars og milli
persóna. Sumir fá aðeins eitt eða tvö köst á ári en aðrir
fá mörg köst á hverjum degi. Algengast er að köstin
vari frá nokkrum sekúndum og upp í nokkrarmínútur.
Annað svið þar sem skyndilömun getur valdið
verulegum vandræðum. er við íþróttaiðkun. Margir
sjúklingar með drómasýki eru gjörsamlega útilokaðir
frá því að geta tekiö þátt í íþróttum, sérstaklega
keppnisíþróttum þarsem spennaermikil, þarsem þeir
geta þá átt á hættu að missa vöðvakral't þegar mest á
reynir. Þótt fólk sem fær skyndilömun detti oft er
óalgengt að það meiði sig illa í fallinu. e.t.v. vegna
þess að það hefur nokkur sekúndubrot lil að gera sér
grein fyrir að kastið er í aðsigi, og getur notað
þverrandi vöðvakraft til að halla sér upp að einhverju
eða snúið sér þannig að ekki hljótist meiðsli af.
Skyndilömun hjá manneskju sem situr eða
liggur útaf getur þróast yfir í syfjukast og svefn. Það er
þóalltafverulegurmunurá þeim aðstæðumsem valda
svefnkasti og skyndilömunarkasti og aðalmunurinn á
þessum tveimur einkennum felst í því að við
skyndilömun er manneskjan með meðvitund að
nokkrueðaöllu leyti.en ekki þegarum svefnkasterað
ræða. Venjulega man fólk hljóð og töluð orð meðan á
skyndilömunarkasti stendur þótt það líti út fyrir að
vera meðvitundarlaust.
Svefnlömun (sleep paralysis)
Svefnlömun er það að geta ekki hreyft sig í
svefnrofunum þótt maður vilji. Þetta gerist þegar fólk
er að sofna eða er nývaknað. Þetta getur komið bæði
þegar fólk er að sofna og þegar það er að vakna.
Venjulegageturfólk hvorki talaðné opnað augun, þótt
það sé með fullri meðvitund og muni greinilega eftir
þessu ástandi síðar. Stöku sinnum fylgja þessu
ofskynjanir sem auka á óhugnað fyrirbærisins. Oftast
er þetta mjög óþægilegt og veldur ofsahræðslu þar
sem manneskjan er algjörlega hjálparvana.
Svefnlömun kemur oft fyrir hjá um þriðjungi
drómasýkisjúklinga.
Skynvillur í svefnrofum (hypnagogic
hallucinations)
Svefnrofaofskynjanir eru eins konar
ofskynjanir eða óraunveruleikaupplifun sem gerist í
svefnrofum þegar fólk er að sofna eða vakna. Um
getur verið að ræða ofskynjanir frá öllum skynfærum
og getur verið mjög erfitt að greina þær frá
raunveruleikanum. Þetta eru mjög lifandi draumar,
sem koma næstum alltaf fram í byrjun svefntímabils.
Þetta getur gerst að degi til eða að nóttu. Oft finnst
manneskjunni hún vera lömuð og fær síðan tilfinningu
af einhverri ógnandi veru eða atburði í námunda við
sig. Þessi skynjun er stundum tengd miklum ótta.
Venjulega tengjast svefnrofaskynvillur
svefnherberginu eða nánasta umhverfi. Oft finnst
fólki aðeinhverókunnuraðili sé að læðastaðþvítil að
geraþvímiska. Þessi ókunni aðili geturveriðskrímsli,
rándýr, snákur eða manneskja. Ógnunin er fólgin í
hljóði sem fólk þykist heyra, fótataki, eða hljóði frá
brotnandi gleri. Mikið sjaldgæfaraer að skynvillurnar
eigi við annað umhverfi en það sem manneskjan sefur
í. Bæði svefnlömun og svefnrofaskynvillur koma
einstaka sinuum fyrir hjá heilbrigðu fólki.
Svefnlömunin er talin koma einstaka sinnum fyrir hjá
15-50% fólks en þegar þetta gerist er venjulega um
væg tilfelli að ræða, sem flokkast frekar undir
svefnrofarugl.
Ovær svefn
Næturóværð, það að vakna upp margsinnis á
hverri nóttu, er mjög algeng í drómasýki. Astæðan
geturm.a. verið slæmardraumfariren stundum vaknar
fólk án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Oft fylgir þessu
mikil þörf fyrir að borða (sérstaklega sætindi) og
miðnæturárásir á ísskápa eru algengar.
Sumir telja að þeir sem hafa þetta einkenni
myndi ákveðinn undirflokk sjúkdómsins, þar sem
ónógur svefn orsaki dagsyfjuna. Stundum fylgjast að
drómaskýki og kæfisvefn hjá sama sjúklingi, en
kæfisvefn einkennist m.a. af miklum hrotum, sem
valda því að fólk nær ekki að sofna djúpt vegna
öndunarstöðvunar sem verður. Talið er að 20% karla
sem þjást af drómasýki hafi einkenni um kæfisvefn ,en
hjá konum fara þessir sjúkdómar nánast aldrei saman.
Osjálfrátt atferli (automatic behaviour)
Ósjálfrátt atferli er það þegar fólk gerir hluti án
þess að gera sér grein fyrir hvað það gerir, og án þess
að hafa sjálfsstjórn. Venjulega er fólki fyrirmunað að
muna einstaka þætti þess sem það hefur gert og
venjulega lýsir það tímabilinu sem algjöru algleymi.
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
17