Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 33
einungis er tekin mynd af þeim hlutum sem hreyfast
með ákveðnum hraða, en annað þurrkast út.
Samanburður á rannsóknum á háls- og höfuðæðum
hafa sýnt myndir sem eru sambærilegar við stafræna
slagæðarannsókn . Æðaskoðun, sem viðbót við
venjulega "spin echo" rannsókn af heila tekur aðeins
20 mínútur.
Kviðarhol
Við rannsókn á kviðarholi gætir áhrifa
öndunarhreyfinga, garnahreyfinga, hjartsláttar og
blóðflæðis í myndgerðinni, en nú eru að koma á
markað “púlsaraðir” senr koma í veg fyrir flesta
myndgalla vegna hreyfinga í efri hluta kviðarhols.
Allar æðar og afstaða þeirra til heilla og sjúkra líffæra
sjást betur við MRI en TS og að auki má skoða það í
öllum plönum. Þeir sem rannsaka lifrarsjúkdóma
segjast ná betri árangri en með tölvusneiðmyndum
(mynd 12). Þettaeruekki fullkannaðarstaðhæfingar,
en ýmsir ífarandi sjúkdómar ( m.a hemochromatosis)
sjást betur og eins æðasjúkdómar í eða við lifur.
Almennt má þó segja að TS er betri rannsókn á efri
hluta kviðarhols.
Skuggaefni
Þegar segulómrannsóknir komu í almenna
notkun 1982 var talið, að engra “ skuggaefna” væri
þörf (sbr. röntgenskuggaefni). Fljótlega kom í ljós að
suma sjúkdóma var erfitt að greina án “skuggaefnis”
t.d. meningioma. Paramagnetisk skuggaefni hafa
verið þróuð fyrir segulómun, aðeins eitt er FDA
viðurkennt - Gadolinum DPTA (MAGNEVIST R).
Þau auka staðbundinn segulstyrk vetnisatómanna og
stytta sérstaklega T1, róteindir gefa kröftugara merki
og verða hvítar á mynd. Þetta er nokkuð sambærilegt
útlits ogskuggaefnisupphleðslaíæxli áTSmynd en
eðlisgrunnurerallurannar. Einnigerunniðafkappi að
þróun “skuggaefna” fy'rir meltingarveg og lifur sem
koma til með að bæta árangur við
sjúkdómsgreiningar.
Notkun segulómunartækis og umgengni
við það
Þeir tæknilegu þættir sem taka þarf tillit til í
umhverfi segulómunartækis eru sterkt segulsvið og
rafsegulbylgjur. Segulsviðið frá tækinu getur truflað
rafmagnstæki og öll segulleiðandi efni (tölvudiskar
og krítarkort) ef svonefnd segulmengun (þ.e.þar sem
segulsviðiö frá tækinu er sterkaraen segulsvið jarðar)
er of mikil. Öll tæki með miðlungsstærð seguls hafa
frekar litla segulmengun, segulsviðið er jafnt sterkt
segulsviði jarðar í um lOm fjarlægð. Vegna öryggis
hefur verið miðað við seguhnengun upp á 0.5 mT (10
sinnum sterkaraen segulsvið Jarðar), m.a. vegnafólks
sem notar hjartagangráð, og er hún mest í um 4 m
fjarlægð frá miðju tækis. Sjúklinga með raf-, vél- eða
seguldrifin ígrædd hjálpartæki eins og hjartagangráð
má ekki rannsaka með MRI og reyndar rná fólk með
slíka hluti ekki koma inn í rannsóknarstofuna, vegna
þess að segulsviðið getur ruglað starfsemi slíkra
tækja.
Segulleiðandi málmhlutir mega ekki koma nær
miðlungstóru tæki en 2 - 3 m. Annars gæti segulkraftur
tækisins dregið þá til sín. Slík óhöpp komu fyrir í
árdaga þessarar tækni en með viðeigandi eftirliti og
réttri umgengni við tækið ætti slfkt ekki að koma
fyrir.
Sjúklingar sem koma í tækiðverðaað taka af
sér alla málmhluti m.a. úrog skartgripi. Slfkirhlutir
eru alls ekki varasamir í tækinum heldur geta þeir
bjagað myndirnar þannig að þær eru ónothæfar.
Málmhlutir í líkamanum eins og tann-
fyllingar.gerviliðir og flestar aðgerðarklemmur eru
hættulausir og valda litlum sem engum skemmdum á
myndum.en skoða þarf hvert ti I vik sérstaklega, t.d. má
alls ekki rannsaka sjúklinga með aðgerðarklemmur á
intracranial æðagúl nema tryggt sé að klemman sé úr
efni sem ekki segulmagnast.
Framtíðin
Gæði segulsins, staðsetningarsegla og loftneta
hefur mikil áhrif á myndgæðin. Þessir þættir, ásamt
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
31