Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 65
- Partizaner, Partizaner...- Hlynur Níels Grímsson læknanemi Hitinn varþrúgandieinsog venjulega. Þráttfyrir að loftkælikerfi spítalans starfaði af fullum krafti, var égkófsveitturogleiðilla. Jafnvel þessi dökki litursem mér hafði tekist að ná mér í á þessum tæpa mánuði, náði ekki að dylja fölt og tekið andlit. Eg stóð við gluggann á biðstofunni og bað Guð um rigningu. Uti fyrirbrenndi miskunnarlaus sólin hrjóstruga jörðina. Þyrrkingslegur gróðurinn lá sviðinn og magnvana í moldinni; aðeins þar sem áveiturnar breiddu út sinn verndandi faðm var eitthvert lífsmark að sjá í auðninni. Og yfir öllu, þessi undarlegi drungi hitans, jafnt daga sem nætur. Reyndar var ég alltaf jafn hissa á því, hvern einasta morgunn þar sem ég virti fyrir mér landið á leið til vinnu, að yfirleitt skyldi eitthvað þrífast á þessum stað. En samt hafði ég fylgst með því á hverjum degi hvernig máttur lífsins, vatnið frá áveitunum, vann hægt og bítandi sigur yfir dauðanum. I morgunn höfðu verkamennirnir svo streymt út á akrana; kornið var tilbúið til uppskeru. Eins og venjulega var biðstofan full af fólki, og ég vissi að framundan var langur vinnudagur. Satt best að segja var mérnefnilega farið að leiðast. Fyrst í stað hafði fólkið á biðstofunni haft visst aðdráttarafl fyrir mig, læknanemann. Kannski var það vegna þess að ég var stutt kominn í náminu og hafði lítið haft af sjúklingum að segja; kannski vegna þess að mér leið virkilega vel í hvítum sloppi. En brátt fóru lýsingar fólksins á veikindum þess að hljóma eins og leiðinleg framhaldssaga, án upphafs eða endis. Öll þessi andlit runnu smám saman út í eitt, og ég stóð sjálfan mig að því að dotta í miðjum sjúkrasögunum. I rauninni fannst mérágætt að það var stutt í heimferðina, burt frá öllum þessum veikindum - og hitasvækjunni. Ég herti upp hugann, gekk inn í herbergi yfirlæknisins, og sagði um leið við sjálfan mig, að það væri nú stutt eftir. Fyrsti sjúklingurinn þennan morgun var göinul kona, svipuð öllum þeim gömlu konum sem ég hafði þurft að skoða í vinnunni. Og þó. Til að byrja með kom hún ekki ein - í för með henni var álíka gömul vinkona, en ekki aðeins vinkona heldur einnig túlkur. Þrátt fyrir að hafa flust til landsins '48 hafði gamla konan aldrei lært tungumálið, heldur alltaf reynt að bjargast við sitt slavneska móðurmál. Þarna sat hún svo, gömul, lítil og veikluleg og var kynnt fyrir ungum læknanema frá landi sent hún hafði aldrei heyrt minnst á. Yfirlæknirinn tók sjúkrasöguna og brá myndunum síðan upp á skerminn. Hann skoðaði þær nokkra stund, leit síðan snöggt á mig og svipurinn á andliti hans gaftil kynna, að hér væri um vonlaustmál að ræða. En ég var sá eini sem fékk hlutdeild í þessu leyndarmáli. Við gömlu konuna sagði yfirlæknirinn ekkert, heldur brosti aðeins og hélt svo áfram að skrifa. Svo varð þögn dálitla stund, og mig var svei mér þá farið að syfja eina ferðina enn. Það var þá sem yfirlæknirinn leit snögglega upp úr skrifum sínum og fór að raula eitthvert lag fyrir munni sér. Fyrst í stað heyrði ég ekki orðaskil, hélt raunar að nú hefði kallinn verið of lengi úti í sólinni en síðan tók ég eftir að raulið varð smám saman að taktföstu lagi. Ég þóttist meira að segja þekkja að ljóðið hefði á sér slavneskan blæ. Og skyndilega varð mér ljóst að hin dimma rödd yfirlæknisins var ekki ein um sönginn. Veikburða rödd gamallar konu tók undir með Iækninum, og nú fór ég jafnvel að heyra brot úr textanum, því viðlagið LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.