Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 17
Drómasýki
Helgi Kristbjarnarson læknir
Drómasýki er röskun á stjórnun draumsvefns og
vökuástands sem veldur oft óeðlilegri dagsyfju.
Þessum sjúkdómi var fyrst lýst af franska lækninum
Gelineau árið 1880. En árið 1957 lýstu Yoss og Daly
því sem kallað er narcoleptic tetrade sem var
dagsyfjuköst, skyndilömun (cataplexy), svefn-
lömun, og svefnrofaofskynjanir (hypnagogic
hallucinations). Aður fyrr var þessum sjúkdómi
stundum ruglað saman við aðra dagsyfjusjúkdóma
einkum kæfisvefn, en kæfisvefn er þrátt fyrir að vera
margfalt algengari sjúkdómur tiltölulega ný
uppgötvuð orsök dagsyfju. Algengi þessa sjúkdóms
er ekki þekkt en er líklega mismunandi í mismunandi
löndum. T.d. er talið að drómasýki sé fátíð meðal
gyðinga en meðal Evrópubúa er áætlað að algengi sé
um 0,5 prómill sem mundi samsvara því að hér á landi
væruum250einstaklingarhaldnirdrómasýki. Mérer
kunnugt um rúmlega 30 einstaklinga hér á landi sem
haldnireru drómasýki og Iíklega er heildarfjöldi innan
við 50.
Talið er að drómasýki sé að hluta til arfgeng og
líkur barns sem á foreldri með sjúkdóminn eru taldar
vera 1/20 að fá hann líka. Vitað er að þeir sem fá
drómasýki eru nær allir af vefjaflokki HLA-DR2 en
tíðni þessa vefjaflokks er um 25% á Norðurlöndum.
Algengast er að einkenni drómasýki komi fram
um tvítugsaldur en að meðaltali tekur 7 ár frá því að
einstaklingur fer að finna fyrir einkennum þar til
læknir greinir sjúkdóminn. Ofsyfjan er mjög oft
ranglega greind sem streita, taugaveiklun eða
þunglyndi, sérstaklega ef skyndilömun er ekki til
staðar og ef svefn að nóttu er verulega truflaður.
Einkenni
Einkennum er venjulega skipt í 4 aðaleinkenni
og síðan 4 eða fleiri aukaeinkenni. Aðaleinkennin eru
ofsyfja að deginum til, skyndilömun, svefnlömun og
svefnrofaofskynjanir. Önnureinkenni geta veriðtíðar
martraðir, truflaður nætursvefn og ósjálfrátt atferli.
Ofsyfja að deginum
Ofsyfja er langalgengasta og oftast fyrsta
einkenni drómasýki. Hún byrjar sem syfja, þreyta og
orkuleysi, en síðan getur þetta orðið tilhneiging til að
sofna og jafnvel ómótstæðileg þörf fyrir að sofna. Þó
að þessi sjúklega syfja sé fyrir hendi á hverjum degi er
syfjan breytileg eftir tíma dagsins og frá einum degi til
annars. Það er jafn ómögulegt fyrir sjúkling sem
haldinn er drómasýki að verjast því að syfja og sofna,
og það mundi vera fyrir heilbrigða manneskju að
verjast svefni eftir svo sem sólarhringsvöku. Þvt
miður er það þannig með þann drómasjúka að syfjan
ásækir hann jafnt þótt hann sofi eðlilegan svefntíma á
hverri nóttu.
Venjulegaer þróun ofsyfjunnar hæg og stundum
líða mörg ár frá fyrstu einkennum þar til þau verða
alvarleg. Oftast byrjar þetta með smáaukinni syfju og
tilhneigingu til að sofna við aðstæður þar sem hver og
einn gæti fundið fyrir syfju, t.d. eftir máltíðir og á
þreytandi fyrirlestrum og við þess háttar aðstæður,
sérstaklega þegar manneskjan situr eða hallar sér útaf.
Smám saman breytist syfjan og fer að koma í köstum,
stundum við óþægilegar aðstæður, t.d. þegar fólk
horfir á sjónvarpsþátt sem það hefur áhuga á,
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
15