Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 7
Blóðhagur
Mynd 1. Eðlilegt blóðstrok með þremur hvítum blóðkornum (tveir
neutrofílar og einn mónócýt.
Eitt af því sem oft er talað um
er orðskrípið (rauðkorna) indexar
en það á við um margar af þeim
skammstöfunum sem sáust hér
að ofan en þær tölur luma oft á
mikilvægum upplýsingum en
um er að ræða meðaltöl
útreiknuð af rannsóknartækjun-
um sem gefa eklci upplýsingar
um einstakar frumur en þar
kemur einmitt til kasta
smásjárskoðunarinnar.
MCV. Mean corpuscular vol-
ume (MCV) lýsir meðalstærð
RBK og er mjög gagnlegt í
uppvinnslu blóðleysis því ein
flokkun þess er eftir stærð RBK í
micro-, normo- og macrocytiskt
blóðleysi.
Hækkað MCV (macrocytosis,
aukin meðalstærð RBK) sést í s.k. megaloblastisku
blóðleysi af völdum skorts á B12 vítamíni og/eða fólín-
sýru en þau vítamín eru nauðsynleg fyrir DNA mynd-
un og því íyrir eðlilega þroskun frumukjarnans. Þá sjást
einnig megaloblastiskar breytingar á HBK í formi
óvenju margskipts kjarna neutrófíla (hypersegmenta-
tion) ásamt breytingum á forstigsfrumum allra frumu-
lína í merg. Aðrar orsakir fyrir megaloblastisku blóð-
leysi en B12/fólatskortur eru sjaldgæfar. MCV hækkar
yfirleitt mörgum mánuðum áður en blóðleysis eða
annarra klínískra einkenna fer að gæta. Hægt er að
mæla umrædd vítamín í sermi til nánari greiningar.
Macrocytiskt blóðleysi án megaloblastiskra breytinga
sést í vanstarfsemi skjaldkirtils, ýmsum lifrarsjúkdóm-
um, langvarandi áfengisneyslu og fyrir áhrif ýmissa
lyfja s.s. flogaveikilyfja og lyfja gegn HIV. Macrocytiskt
blóðleysi með mikilli hækkun MCV (>110) er mun
líklegra til að vera megaloblastiskt en ekki.
Ef aukning er á ungum RBK í blóðrásinni (netfrum-
ur) þá getur það valdið hækkun á MCV því netfrumur
eru stærri en venjuleg RBK. Fjölgun á netfrumum
getur sést við blæðingu og í sjúkdómum þar sem óeðli-
leg eyðing verður á RBK t.d. við blóðrof (hemolysis).
Lækkun á MCV er algengast í blóðleysi af völdum
járnskorts sem oft er í kjölfar langvarandi minniháttar
blóðtaps t.d. í meltingarvegi (maga/skeifugarnarsár,
æxli) og sést einnig hjá konum með mildar tíðablæð-
ingar. Aðrar ástæður lækkunar á MCV eru sjaldgæfari
s.s. arfgengir blóðsjúkdómar (spherocytosis og tha-
lassemia).
MCH. Mean corpuscular hemoglobin (MCH) er
reiknað skv. MCH = hgb/RBK. Þessi tala hefur minna
notagildi en MCV en hún breytist yfirleitt í samræmi
við það gildi og er því lælckuð í microcytisku blóðleysi
og hækkuð í því macrocytiska. Einnig sést hækkun hjá
nýburum og ungbörnum.
MCHC. Mean corpuscular hemoglobin concentra-
tion (MCHC) er fundið með MCHC = hgb/hct. Þetta
gildi hefur einnig takmarkaða þýðingu en það lækkar
m.a. í járnskortsblóðleysi (seint í sjúkdómsferlinu) og
öðru microcytisku blóðleysi en eðlileg gildi útiloka þó
ekki þessa sjúkdóma. Breytingar geta einnig tálcnað
bilun eða vanstillingu mælitækjanna. Arfgeng sphero-
cytosis er eini sjúkdómurinn sem gefur hækkað
MCHC.
RDW. Red cell distribution width (RDW) lýsir
breytileika á stærð RBK, þ.e. hækkað RDW gefur til
kynna að RBK séu misstór. Hækkandi RDW er oft
íýrsta og eina merkið um byrjandi járnskortsblóðleysi
en sést einnig í B12 og fólatskorti, eftir blóðgjöf og
járnmeðferð við blóðleysi, við blóðrofsblóðleysi og
ofdrykkju áfengis. Hækkað RDW sést einnig þar sem
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
5