Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 119

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 119
Algdigi og nýgengi nýrnasteina á íslandi Sigurjón Birgisson^. Helgi Sigvaldason^, Nikulás Sigfússon^, Runólfur Páls- 3 son-\ ^LHÍ, ^Rannsóknarstöð Hjartaverndar, ^SHR. Inngangur: Nýrnasteinar einkennast af endurtekinni steinamyndun og eru því langvinnt vandamál. Ekki er um einn ákveðinn sjúkdóm að ræða heldur fylgikvilla margra sjúkdóma og efnaskiptatruflana. Þrátt fyrir að nýrnasteinar séu algengt vanda- mál eru tölfræðilegar upplýsingar um tíðni mjög takmarkaðar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa flestar byggt á útskriftargreiningum sjúkrahúsa og benda þær til að umþ.b. 10% karla og 3% kvenna fái nýrnastein einhvern tíma á ævinni. Engar rann- sóknir á algengi og nýgengi nýrnasteina hafa verið gerðar á íslandi. Rannsakað var algengi og nýgengi nýrnasteina á íslandi með því að notast við hóprannsókn hjarta- verndar. Efniviður og aðferðir: Efniviður rannsóknarinnar eru áfangar I-V í hóprannsókn Hjartaverndar sem fór fram 1967-1991. Alls mættu 18.912 einstaklingar á aldrinum 33-79 ára einu sinni eða oftar á þessu tímabili, 9773 konur og 9139 karlar. Rann- sóknin tók til þeirra einstaklinga sem komu í sína fyrstu heimsókn. Athugaðir voru allir sem svöruðu jákvætt spurningunni hvort viðkomandi hefði leitað læknis vegna nýrnasteina og þeir sem sögðust eiga náinn ættingja með nýrnastein. Útilokaðir frá rannsókninni voru þeir sem ekki vissu hvort þeir hefðu leitað læknis vegna nýrna- steina. Algengi var skilgreint sem lífslangt algengi, þ.e. að fá nýrnastein einu sinni þá er einstaklingurinn álitinn hafa tilhneigingu til steinamyndunar alla ævi. Nýgengi var reiknað hjá þeim sem komu í tvo samliggjandi áfanga. Niðurstöður: Alls sögðust 706 einstaklingar hafa leitað læknis vegna nýrnasteina, 423 karlmenn af 9039 og 283 konur af 9619. Hlutfall karla og kvenna var tvær kon- ur á móti 3 körlum. Aldurstaðlað algengi fyrir aldurshópinn 30-70 ára var 4,3% fyr- ir karla en 3,0% fýrir konur. Marktækur munur var milli karla og kvenna (p=0,001). Algengi jókst marktækt með aldri hjá báðum kynjum. Nýgengi á tímabilinu var 562 karlar á 100.000/ár og hækkar marktækt með aldri en 197 konur á 100.000/ár og hækkaði ekki með aldri. Alls sögðust 25% þeirra sem höfðu fengið nýrnastein eiga náinn ættingja með nýrnastein en einungis 4% þeirra sem ekki höfðu fengið stein. Ályktun: Algengi nýrnasteina á íslandi er álíka hjá konum og í nágrannalöndun- um en lægra hjá körlum og af því leiðir að hlutfall karla og kvenna er hér lægra en víðast hvar erlendis. Athyglisvert er aftur á móti að nýgengi karla er hátt í saman- burði við sambærilegar erlendar rannsóknir. Nýgengi karla eykst marktækt með aldri en nýgengi kvenna lækkar frekar með aldri en sú lækkun er ekki marktæk. Rannsókn- in sýnir sterka ættarsögu hjá fólki sem fær steinamyndun og er það sambærilegt við erlendar rannsóknir. Áhrif Diclofenac á magaslímhúð: Er samband á milli þéttni lyfsins í magaslímhúð, plasma og breytingar á sýruseytrun? Sigurlaug Benediktsdóttiú. Ásgeir Theodórs^, Kjartan Örvar^, Þorkell Jóhannesson^, Kristín Magnúsdóttir^. ^LHÍ, ^Lyflækningadeild SHR og ^St. Jósefsspítala,Hafnf., ^Rannsóknarstofa í lyfjafræði. Inngangur: Magabólgur og meltingarsár eru algengar aukaverkanir salílyfja. Um 20% þeirra sem nota salílyf að staðaldri fá fleiður (erosions) eða magasár og tæplega 60% af sjúkl-ingum með alvarleg magasár nota salílyf. Sárin gefa oft lítil einkenni fyrr en blæðing eða götun verður. Meðvirkandi þættir eru t.d. aldur sjúldings, lengd lyfjatöku, skammtur, tegund salílyfs og önnur lyfjaneysla. Salílyf minnka myndun prostaglandina úr arachidonic sýru með því að hindra cyclooxygenasa. Prostaglandin °g prostacyclin hafa víðtæk áhrif á sýruseytrun, bicarbonatseytrun, slímmyndun, endurnýjun á þekju í maga og hindra skemmdir af völdum ensíma frá neutrophilum. Minnkun á prostaglandinum veikir varnir magans og hætta á sárum eykst. Hug- myndir um staðbundin áhrif lyfjanna á magaslímhúðina hafa einnig komið fram. Til- gangur rannsóknarinnar var að athuga bráðar afleiðingar lyfsins á magaslímhúð, at- huga þéttni Iyfsins í slímhúð magans og kanna hvort samband er á milli þéttni lyfs- ins í blóði, magaslímhúð og sýruseytrunar. Jafnframt var athugað hvaða áhrif tilvist H.pylori (Helicobacter pylori) í maga kann að hafa á afleiðingar salílyfjanotkunar í skamman tíma. Efniviður og aðferðir: Tólf einstaklingar, sex konur og sex karla, á aldrinum 18 til 26 ára (meðalaldur 23,8 ár), tóku inn 50mg af Voltaren (Diclofenac) þrisvar sinn- um á dag í fimm daga. Fyrir lyfjatöku gengust þau undir magaspeglun, sólarhrings síritun á pH í maga og blóðrannsókn þar sem athugaður var blóðhagur, lifrarpróf, storkupróf og gastrin. Spurningarlistar voru lagðir fyrir einstaklingana þar sem upp- lýsinga var aflað um lyfjanotkun, almennt heilsufar og meltingar-einkenni. Rann- sóknirnar voru allar endurteknar í lok meðferðar. Á fjórða degi var pH síritinn stað- settur niður í maga og fjarlægður að morgni fimmta dags (mælt í u.þ.b. 20 klst). Tek- ið var blóðsýni nákvæmlega tveimur tímum eftir töku síðustu töflu lyfsins. Maga- speglun var gerð að morgni fimmta dags. Á meðan magaspeglun var framkvæmd voru tekin tvö sýni, annað úr bol (corpus) en hitt úr helli (antrum) maga, í CLO (camphylobacter like organism) rannsókn, þar sem tilvist H.pylori var könnuð. Þá voru tekin sýni úr bol magans til lyfjamælinga og annað til vefjafræðilegrar rannsókn- ar. Myndir voru einnig teknar af bol og helli magans. Diclofenac var mælt í vefjasýn- um úr maga og blóðsýnunum með vökvagreiningu (high pressure liquid chroma- tography). Að lokum var gerð sjálfstæð þéttnirannsókn á Voltaren. Einstaklingarnir tóku þá fjórar töflur á tæpum sólarhring og blóðsýni voru tekin eftir níutíu mínútur og þrisvar sinnum á 45 mínútna fresti eftir töku lyfsins. Þannig fékkst þéttniferill einstaklinganna sem auðveldaði túlkun á fyrra blóðsýni sem tekið var í lok 5 daga lyfjameðferðar. Niðurstöður: Helstu kvartanir þátttakenda voru ósértæk óþægindi í ofanverðu lcviðarholi en allir luku rannsókninni. Við magaspeglun greindust tveir með jákvæða CLO rannsókn og var það staðfest við vefjagreiningu (sérlitun fyrir H.pylori). f seinni spegluninni voru tveir þátttakendur með sár í magahelli og einn með fleiður á magaslímhúðinni. Við lyfjamælingu í magaslímhúð mældist ekkert diclofenac í sýn- unum en niðurstöður úr blóðsýnum sýndu hámarksþéttni í blóði eftir u.þ.b. 1 til 2 klst. Tíu einstaklingar voru með eðlilega magaslímhúð í upphafi, vefjagreining sýndi einungis bólguíferð hjá þeim (tveir einstaldingar), sem voru með H.pylori smit. I kjölfar meðferðarinnar jókst bólgan hjá öðrum þeirra en minnkaði hjá hinum. Gastrinmæíingar, storkupróf og lifrarpróf breyttust ekkert, en væg lækkun á hemoglobini og hematokrit kom fram. Sýrustig í maga breyttist ekki marktækt við lyfjagjöfina. Ályktanir: 1. Nokkra daga meðferð með diclofenac kann að valda sári eða fleiðri í magahelli hjá hraustu fólki, en veldur ekki breytingu á sýrustigi eða gastrini. 2. Ætla má að diclofenac safnist ekki fyrir í slímhúð magans og því ólíklegt að lyfið hafi bein áhrif á slímhúðina. 3. Ekki var amband á milli lyfjaþéttni í blóði og slímhúðarskemmda. Þar sem aðeins tveir einstaklingar voru H. pylori jákvæðir verða áhrif sýkingarinnar á afleið- ingar salílyfjanotkunar vanmetin. Tauganet og botniangabólga Snorri Björnsson^. Jón Atli Benediktsson^, Jónas Magnússon3. *LHÍ, ^Landspítalinn. Inngangur: Bráð botnlangabólga er algengasta ástæða bráðrar kviðarholsaðgerð- ar. Hin hefðbundna röð einkenna sem kemur fram í bráðri botnlangabólgu er: 1) sársauki , 2) lystarleysi, ógleði og uppköst, 3) verkur yfir botnlangastað, 4) hiti. Hættan á fylgikvillum við botnlangatöku er um 5% í sjúkiingum með órofinn botn- langa en 30% ef um sprunginn botnlanga er að ræða. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og framkvæma botnlangatöku sem fyrst til að geta minnkað hættuna á fylgikvillum. Tauganet (neural network) eru nothæf við greiningu ýmissa sjúkdóma en þetta eru tölvuforrit sem er í raun gervitauganet. Það samanstendur af úrvinnslu- einingum sem líkjast taugafrumum í taugavefi í líkama okkar. Þessir hnútar eru sam- antengdir. f stað taugaboðefna fær hnútur tölur til að vinna úr og ákveða hvort hann eigi að senda boð eða ekki. Tölurnar sem hnútar fá, geta verið hvetjandi eða letjandi. Forritið leggur svo allar innkomnar upplýsingar saman og gefur upp hvort það met- ur viðkomandi vera með botnlangabólgu eða ekki. Markmið þessarar rannsóknar er að hanna tölvuforrit sem gæti hjálpað til að vinna úr þeim upplýsingum sem koma fram við skoðun og blóðrannsóknum á sjúklingi sem grunaður væri um botnlanga- bólgu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru teknar úr 200 sjúkraskrám hjá einstak- lingum sem gengið höfðu undir bráða botnlangatöku. Síðan var sjúklingum skipt í tvo jafna hópa. Hópur 1 var með botnlangabólgu samkvæmt smásjárskoðun en hóp- ur 2 var ekki með botnlangabólgu við smásjárskoðun. Ákveðið var að skrá eftirfar- andi einkenni: A) Huglæg: 1) Lengd sögu, 2) kveisuverkur, 3) færsla á sársauka, 4) ógleði, 5) niðurgangur, 6) uppköst. B) Hlutlæg: 1) Bein eymsli, 2) óbein eymsli, 3) sleppieymsli, 4) vöðvavörn, 5) psoas merki, 6) eymsli við endaþarmsskoðun, 7) LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.