Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 29
Magnús Páll Albertsson ferðina einhvern næstu daga. Einnig má flokka brotin eftir því hvort þau eru stöðug þannig að líklega haldist góð lega í gipsumbúðum eða óstöðug og þar með lík- leg til að skekkjast þrátt fyrir góðar umbúðir. Þannig eru skábrot og spiralbrot í fmgurkjúkum í eðli sínu óstöðug og þarf því oft að festa þau með aðgerð. Ef þau Mynd 2: Æskileg staða handar í umbúðum (position of safety). eru algerlega án skekkju í upphafi er rétt að láta reyna á Iokaða meðferð í gipsumbúðum en þá þarf að fylgjast vel með brotlegunni þannig að hægt sé að grípa inn í og gera aðgerð ef legan breytist. Þannig brot ætti að skoða með röntgenmyndum eftir eina viku og aftur eftir tvær vikur og síðan hætta gipsmeðferð eftir þrjár vikur ef allt er í lagi. Stöðug brot er hins vegar nægilegt að mynda einu sinni á meðferðartímanum, eftir u.þ.b. eina viku, til að tryggja að þau skekkist ekki áður en orðið er of seint að gera við þau með aðgerð. Stirðleiki er oft verulegt vandamál hjá sjúklingunum þegar hinni eiginlegu brotameðferð lýkur og hafa ber umbúðatíma eins stuttan og mögulegt er. Stirðleikinn á sér nokkrar skýringar en samgróningar milli sina og sinaslíðra eða milli sina og beina eru oft ástæðurnar. Auðvelt er að ímynda sér það þegar hugsað er til þess að sinar liggja mjög nálægt beini í fmgrunum og geta sinarnar fest í örmassanum þegar brotið er að gróa, sér- staklega ef sinarnar eru stöðugt í kyrrstöðu. I ljósi þessa er einnig auðvelt að sjá hvers vegna hættan á stirðleika vex verulega ef um opin beinbrot er að ræða eða ef gert er að brotinu með aðgerð, en þá er hætta á meiri ör- vefsmyndun. Þannig er augljós kostur ef gera þarf að brotinu og ef festa þarf brot með innri festingu, að hafa hana nógu sterka og stöðuga til að óhætt sé að sleppa gipsmeðferð eftir aðgerðina og láta sjúklinginn heíja hreyfiþjálfun fljótlega að aðgerð lokinni. Samvextir í liðum valda einnig stirðleika og á það sér- staklega við þegar brotin ganga inn á liðfleti. Ef hönd- in er í rangri stöðu í umbúðunum þá geta hliðarlið- bönd í liðum, sérstaklega hnúaliðum (MCP - metacar- pophalangeal) og fingurliðum (PIP — proximal inter- phalangeal og DIP — distal interphalangeal), styst og þannig valdið verulegri hreyfiskerðingu jafnvel varan- legri. Það er því mjög mikilvægt að vanda verulega vel til allra umbúða sem lagðar eru á hendur, sérstaldega ef umbúðirnar eiga að sitja í þrjár vikur eða svo. Mynd 2 sýnir heppilegustu stöðu handarinnar í umbúðum og í þessari “position of safety” á höndin að vera nema að- stæður krefjist annars. I þessari stöðu eru nefnilega áð- urnefnd liðbönd í lengstu stöðu og hætta á styttingu þeirra lítil. Síðast en ekki síst ber að hafa í huga að bjúgur í hönd og fingrum veldur verulegum stirðleika. Hendur sem eldd eru hreyfðar geta safnað á sig bjúg. Bjúgur eykur á stirðleikann sem aftur eykur á bjúgsöfnun. Þannig verður auðveldlega til vítahringur sem erfitt eða ómögulegt getur reynst að brjóta upp, sérstaklega ef hann hefur verið lengi til staðar. Þannig er augljóst mikilvægi þess að halda hendinni hátt og ekki láta hana hanga niður nema stuttan tíma í einu, og einnig hvetja sjúklinga til hreyfiþjálfunar um leið og óhætt þykir. FIIMGURBROT Fjærkjúkubrot Brot fremst í fjærkjúku (mynd 3) þarfnast oftast engrar sérstakrar meðferðar en ef um er að ræða þver- brot ofar í fjærkjúkunni verður að gæta þess að þau grói Mynd 3: Brot fremst í fjærkjúku. ekki með stallmyndun á þeim hluta sem styður undir naglbeðinn. Oft dugar fingurspelka (álspelka) til að halda þessum brotum réttum en ef það reynist erfitt er oft betra að festa þau með pinna (mynd 4). Pinnann LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.