Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 73

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 73
Ráðningakerfi F.L. Þeirri stöðu sem komin er upp á slysadeild SHR, og fleiri vinnustöðum sem hafa gert sambærilegar kröfur, hafa ýmsir af stuðningsmönnum ráðningakerfis F.L. svarað þeim rökum að hæfniskröfur settar af yfirlækni séu rangar, óvanur læknanemi geti hæglega sinnt starf- inu. Þvinga eigi yfirlækni til þess að endurskoða af- stöðu sína. Segja má að þeir staðir sem ráða lælcnanema í Iæknisstöður skiptist í tvo hluta; sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar. Sjúkrahúsin hafa almennt tekið þá af- stöðu, líkt og slysadeild SHR, að ráða ekki nýjan nema fyrir styttri stöðu en viku, og helst ekki skemur en mánuð. Tekið skal fram að þetta er hin almenna við- miðunarregla, þó benda megi á margar undantelening- ar. Heilsugæslustöðvarnar hafa lægri þröskuld til að taka í vinnu nema, sem ekki hefur unnið þar áður. Margar þeirra ráða þó ekki nema í helgarstöðu sem ekki hefur unnið hjá þeim áður. A flestum stöðvunum þykir mun minna mál að fá afleysingalækni sem þar hefur unnið áður, en að þurfa að koma nýjum nema inn í það hvernig störfin ganga íyrir sig á viðkomandi vinnustað. Á því leikur eldti noldtur vafi að það, hversu harka- lega við göngum fram í jafnri dreifingu á möguleikum til vinnu, verður til þess að við missum af einhverjum læknisstöðum. Samkvæmt áliti Jónasar L. Franklíns, fýrrverandi ráðningarstjóra F.L. er þar ekki um mjög margar stöður að ræða, en um það eru skiptar skoðan- ir. Mér fmnst það vera alvarlegt mál að læknanemar skuli reka ráðningarkerfi sem kemur í vissum tilvikum í veg fyrir að læknanemi geti fengið afleysingastöðu. Meira máli skiptir, að mínu mati, að tryggja það að ein- hver læknanemi taki þá vinnu sem í boði er, frekar en að setja það á oddinn að enginn læknemi fái hugsanlega meiri vinnu en annar, með þeim afleiðingum að stöður falli niður. Það er sama hvern af reyndum læknum maður spyr, flest allir telja að þeir þurfi um vikutíma til þess að komast inn í starfsemi nýrrar deildar þar sem þeir byrja að vinna. Læknanemar, sem eiga nokkuð í land með að verða fullþjálfaðir til að sinna þeim störf- um sem þeir sinna, hafa hins vegar komið sér upp lcerfi sem gerir það að verkum að við vinnum í afleysingum oft ekki lengur en nokkra daga á sama stað yfir vetrar- tímann. Þeir sem eru að taka einhverja vinnu með námi eru þannig sífellt að færa sig á milli vinnustaða í stað þess að geta tekið vaktir þar sem þeir þelekja til. Per- sónulega hef ég þegar þetta er skrifað unnið við afleys- ingar á 8 heilsugæslustöðvum á síðastliðnum 10 mán- uðum og fmnst það óþarflega mikið. Mun þægilegra hefði verið, fyrir mig og viðkomandi heilsugæslustöðv- ar, ef ég hefði getað unnið þennan tíma á einni eða tveimur stöðvum. I mínum árgangi eru nemar sem hafa þurft að vinna á 12 vinnustöðum á einu ári. Eg vildi sjá þetta kerfi þannig að þeir nemar, sem unnið hafa áður á viðkomandi stað og yfirlæknir vill hafa áfram í vinnu, eigi að hafa forgang á aðra nema. Ég er sannfærður um að næg tækifæri myndu áfram bjóðast til þess að komast að í vinnu og læknanemum myndi bjóðast talsvert meira af vöktum yfir veturinn. Einnig myndu nemar vinna meira á sömu stöðum í stað þess að vera stöðugt að byrja á nýjum vinnustað. Félag Læknanema er öflugt félag. Það stendur fýrir talsverðu félagslífi læknanema, á vegum þess er gefið út tímaritið Læknaneminn, sem er veglegt og gott. Stúd- entaskiptastarf er í miklum blóma og ötullega er unnið að kennslumálum. Fullyrða má, að fá félög námsmanna innan H.I. séu jafn virk. Merkilegt er að glugga í ársreikninga félagsins. Tekj- ur þess koma að mestu leyti frá stúdentasjóði, inn- heimntu félagsskírteina, auk ráðningargjalda sem inn- heimt eru af þeim læknanemum sem taka læknisstöður í afleysingum. Ráðningagjöld eru nú 1500 kr fýrir hvern mánuð unninn á sjúkrahúsi, en 1800 krónur fýr- ir mánuð sem læknanemi starfar við heilsugæslu. Inn- heimta þessara gjalda er réttlætt með því að þau séu til þess að standa straum af kostnaði við rekstur ráðninga- kerfis. Kerfið kostar noklcurt fé og er þar helst um að ræða símakostnað ráðningastjóra. En samkvæmt ný- birtum ársreikningum F.L. nam þessi kostnaður eklci nema um 41.500 kr, á meðan innheimt ráðningagjöld voru rúmlega 229.230 kr. Það eru því ekki nema 18% ráðningagjaldanna sem fara til þess að greiða lcostnað- inn við kerfið, 82% þeirra eru í raun dulinn telcjuskatt- ur sem rennur til F.L. Nú hef ég elckert við ráðningar- gjöld sem slík að athuga, en ég sé elcki alveg tilganginn með því að F.L. innheimti tekjuskatt af þeim meðlim- um sínum sem eru duglegir við að taka læknisstöður. Benda má á, að taki lælcnanemi afleysingastöðu á sjúkrahúsi sem ekki fýlgja vaktir, er hann með svipuð og jafnvel heldur lægri laun og sá læknanemi sem vinn- ur við hjúlcrun á elliheimili. Annar nemanna er þó skuldbundinn til þess að reiða fram tekjuskatt af sínum launum til F.L. en eklci hinn. Fáranleilci þessa lcerfis fmnst mér heldur aukast, þeg- ar horft er á hvernig þessum fjármunum er varið. Þó LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.