Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 85

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 85
Móttaka mikið slasaðra hálsæðum, tilfærðum barka (trachea), ósamsíða öndun- arhljóðum, skertri meðvitund og endar í dauða ef ekkert er að gert. Þetta ber að meðhöndla um leið og það greinist (klínískt). Meðferðin er fólgin í að tappa af loftbrjóstinu með brjóstholsástungu (thoracocentesis). Það er einfaldlega framkvæmt með því að stinga gróf- asta útæðalegg sem tiltækur er, inn í 2. rifjabil í miðviðbeins línu þeim megin sem loftbrjóstið er. I framhaldinu er lagður brjóstholskeri eins og um einfalt loftbrjóst væri að ræða. Blóðbrjóst (hemothorax/hemopneumothorax) þarf alltaf að gruna hjá óstöðugum sjúklingi eftir sljóan áverka eða eftir hvassan áverka á brjóstholi og getur orsökin verið skaði á stórar æðar brjósthols (aorta, vena cava, lungnaslagæð og lungnabláæð), rifjaæðar (inter- costal) eða fjölrifbrot en u.þ.b. 150 ml blæðing verður við hvert rifbrot. Minnkuð öndunarhljóð og flatur banktónn finnst þeim megin sem blóðbrjóstið er. Staðfesting fæst með lungnamynd og ber að leggja brjóstholskera sem fyrst og létta á brjóstholinu. Stundum þarf að feggja kerann inn án myndgreiningar þegar mikið liggur við. Ef meira en 1 lítri af blóði kemur í drenið í upphafi er það ábending fyrir brjóstholsaðgerð (exploratory thoracotomy). Flekabrjóst (flail chest) með lungnamari kallast það ef nokkur rif brotna á fleiri en einum stað hvert fyrir sig og mynda því fleka sem hreyfist óháð brjóstkassanum. Þessum sársaukafulla áverka fylgir oftast lungnamar (contusio) undir flekanum. Þetta þrennt: truflun á starfsemi brjóstkassa, lungnamarið og ekki síst vanönd- un vegna sársauka valda síðan súrefnisþurrð (hypoxiu). Meðferð er fólgin í súrefnisgjöf, góðri verkjastillingu, brjóstholskera ef loftbrjóst er til staðar, vökvun (en varast ber ofvökvun því í þessu ástandi eru Iungun viðkvæm fyrir bjúg) og í sumum tilfellum þarf að setja barkaslöngu (endotracheal tube). Pericardial tamponade. Ef blæðing verður í tak- markað og óeftirgefanlegt gollurshúsið takmarkar það dælustarfsemi hjartans og dregur sjúklinginn til dauða á nokkrum mínútum ef eklcert er að gert. Hvass áverki á hjartað er dæmigerð orsök en þetta getur einnig gerst við rof á stóru æðunum. Einkenni eru hypotension, þandar hálsæðar (hár miðbláæðaþfystingur), þöglir hjartatónar, pulsus paradoxus og þensla á hálsæðum við innöndun (Kussmaul’s teikn). Tappa verður blóði og þfystingi af gollurshúsinu (pericardiocentesis) og lcaupa með því tíma til þess að flytja sjúlding á skurðstofu til viðgerðar á áverkanum. Ósæðarrof (ruptured aorta) getur orðið við hröðunar- afhröðunar áverka (acceleration-deceleration) og dregur flesta sem fyrir því verða til dauða nær samstundis. Stundum verður ekld fullkomið rof á æðaveggnum og það myndast gervigúll (pseudoanaurysm) og þessum sjúklingum tekst stundum að bjarga ef það greinist fljótt. Víkkun á miðmæti á lungnamynd á að vekja grun um slíkt. Er þá tekin tölvusneiðmynd til að staðfesta og kortleggja áverkann eða ósæðarmynd með skuggaefni ef tími vinnst til, áður en gert er við hann á skurðstofu. ÁVERKARÁ BARKA OG BERKJUTRÉÐ (TRACHEOBRONCHIAL INJURIES) Þetta er sjaldgæfur áverki en þarf að hafa í huga við hálsáverka og alvarlega brjóstholsáverka. Rof á stærri loftvegum veldur loftleka í miðmæti (pneumomedi- astinum) og getur loftið klofið sér leið upp úr brjóstholi og undir húð á hálsi og brjóstvegg (cutaneus emphys- ema). Annað sérkenni þessa áverka er blóðhráki (hemoptysis). Rof á minni loftvegum í lungnavefnum valda frekar loftbrjósti. Við þær aðstæður getur loftlekinn verið það mikill að brjóstholskerinn hafi ekki undan lekanum og þannig greinast oft áverkar á minni loftvegi. Staðfesting áverka fæst með berkjuspeglun eða tölvusneiðmynd af brjóstholi. Ef skaðinn er mikill getur þurft að gera við loftvegina á skurðstofu. Lungnamar (pulmonary contusion) eitt og sér getur valdið öndunarbilun og dregið slasaða til dauða á nokkrum klukkustundun. Blóðgasmælingar og gott eftirlit í blóðmettunarmæli (pulsoxymeter) er nauðsyn- legt og ef marið er mikið eða ef hinn slasaði hefur lungna- sjúkdóm fyrir getur þurft að setja fólk í öndunarvél. Hjartamar (myocardial contusion). Við sljóan háorkuáverka getur hjartavöðvinn marist og hefur það svipuð áhrif á starfsemi hjartans og hefðbundið hjarta- drep. A hjartalínuriti geta sést S-T ogT bylgju breytingar, LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.