Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 81

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 81
Móttaka mikið slasaðra • Lækni sem tryggir öndun • Lækni sem tryggir blóðflæði og aðgang að æðum/æðaleggjum • Tveimur til þremur hjúkrunarfræðingum til fulltingis MARKMIÐ ATLS ERU SKÝR: 1. Meta þann slasaða fljótt og örugglega 2. Endurlífga og gera sjúkling stöðugan (stabilize) í samræmi við forgangsröðun áverka 3. Meta hvort þarfir sjúklings nái út fyrir getu sjúkrahússins 4. Skipuleggja viðeigandi og öruggan flutning ef þarf 5. Sjá til þess að bestu meðferð sé framhaldið ATLS byggir á einu kerfi til að meta slasaðan ein- stalding og meðhöndla lífshótandi ástand á fyrsta klukkutímanum eftir slysið. Þessi klukkutími er kallaður „gullni ldukkutíminn“ því lífslíkur sjúklings sem fengið hefur fjöláverka byggjast á því að rétt hafi verið brugðist við á fyrstu ldukkustundinni eftir að greining og meðferð er tiltæk. GREINING OG MEÐFERÐ SAMKÆMT ATLS KERFINU FELST í ÞREMUR ÞÁTTUM: 1. Frumskoðun og endurlífgun (Primary Survey and Resuscitation) 2. Seinni skoðun (Secondary Survey) 3. Meðferð (Definitive care) Við frumskoðun er grundvallarhugsunin sú að greina og forgangsraða vandamál sjúklings og meðhöndla þau vandamál fyrst sem eru mest aðkallandi og ógna lífi sjúklingsins, áður en hin kerfisbundna skoðun fer fram. Það minnir mjög á nálgunina í ACLS. Uppvinnsla í ATLS er mjög ólík hinni hefðbundnu uppvinnslu þar sem röðin er saga, skoðun, rannsóknir og meðferð. I ATLS er hugsað út frá meinlífeðlisfræðilegum röskunum. Með ,/tBCDE“ minnisregluna að leiðarljósi fer uppvinnslan rétt fram og skilyrðið er að hún sé gerð í þessari röð (taflal). Frumskoðun og endurlífgun (prim. survey) A Airway (halda opnum öndunarvegi, með áverka á hálshrygg í huga) B Breathing (veita öndunarhjálp) C Circulation (hafa hemil á blæðingum og viðhalda blóðþrýstingi) D Disability ( meðvitundarstig) E Exposure (allur líkaminn verður að sjást) Tafla 1. Ondunarvegur (Airway) Öndunarvegur getur verið lokaður vegna: • Skertrar meðvitundar • Averka á höfði, hálsi eða andliti Það er metið meðþví að: • Spyrja sjúkling hvernig hann hafi það • Horfa á sjúkling og hreyfingar brjósthols • Hlusta eftir öndunarhljóðum við vit hans • Hreyfir sjúklingur loft? Eftir það þarf að talca ákvörðun um hvers konar öndunarhjálp sjúklingur þarf. Dugir að breyta stöðu öndunarvegarins, þarf að fjarlægja aðskotahluf eða sjúga blóð og slím úr vitum? Þarf að hjálpa með öndunargrímu eða er barkaþræðing nauðsynleg? Stundum þarf að grípa til róttækari aðgerða eins og „cricothyroidotomy“. Áverka á hálshrygg verður alltaf að hafa í huga þar sem hreyfingar á höfði geta leitt til mænuáverka eða gert þá verri, sé brot í hálshrygg. Öndun (Breathing) Skoða verður vel brjóstkassann m.t.t. útlits hans, hvort óeðlilegar hreyfingar séu til staðar og athuga mynstur og tíðni öndunar. Hlusta verður með hlustu- narpípu eftir öndunarhljóðum og hvort mismunur sé á milli brjóstkassa helminga. Að lokum ber að banka út lung-un og átta sig á hljómun milli helminga. Vanöndun (hypoventilation) og sýring (hypercarbia) benda til alvarlegra áverka á brjóstholi eða þá öndunarslævingar vegna árifa á miðtaugakerfi. Helstu ástæður vanhæfni lungna til loftskipta hjá áverkasjúk- lingum eru: LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.