Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 87
Móttaka raikið slasaðra
allraf að gera áður en settur er þvagleggur. Ef blöðru-
hálskirtillinn er laus eða liggur óeðlilega og blóð er við
þvagrásaropið er það merki um áverka á þvagrás. Þá
þart að fá álit þvagfæraskurðlæknis og framkvæma
skuggaefnismynd af þvagrás og hugsanlega leggja þvag-
legg ofan við lífbein (suprapubic catheter).
Áverki á líffæri í „retroperitoneum“ (bris, nýru og
skeiRigörn) gefur tiltölulega lítil einkenni því þeim fylgir
oftast ekki blæðing í kviðarhol. Högg beint á kviðinn
geta sprengt skeifugörnina eða þrýst brisinu upp að
hryggsúlunni og marið það. Högg á síðuna og bakið
geta á sama hátt marið og skemmt nýrun. Ef ekkert er
að gert geta þessir sjúklingar fengið brisbólgu eða farið í
nýrnabilun sem auðveldega gætu dregið illa slasað fólk
til dauða. Því er mikilvægt að greina og meðhöndla
þessa áverka. Samfallsbrot á neðri hryggjarliðum og
brot á þvertindum lendarliða (processus transversus)
vekja grun um þessa áverka. Fá verður grunnmælingu
á „amylasa“ „lipasa“ og „kreatinini“ og mæla endurtek-
ið, því hækkun á þeim getur verið síðbúin. Blóð í þvagi
bendir á áverka á nýru. Tölvusneiðmynd getur verið
eina leiðin til þess að greina og meta þessa áverka.
Viðvarandi blóðþrýstingsfall (persistent hypotens-
ion). Ef lágur blóðþrýstingur svarar ekki vökvagjöf og
blóðþrýstingsfallið skýrist ekki af áverkum á brjóstholi
eða útlimum telst það blæðing í kviðarholi þar til annað
sannast og rétdætir kviðarholsaðgerð (exploratory lapora-
tomy) en fyrst verður að fá tölvusneiðmynd ef tími
vinnst til.
MYNDGREININGAR OG AÐRAR
RANNSÓKNIR
Hraðvirk nútíma tölvusneiðmyndatæki hafa breytt
ábendingum og forgangsröðun við myndgreiningu frá
því sem áður tíðkaðist. Nú er hægt að gera
áverkaskimun (traumascreen) á 10-15 mínútum og á
þann hátt greina alvarlega áverka á höfði, hálsi,
brjóstholi og kviðarholi. Viðeigandi nteðferð er þá hægt
að hefja mun fyrr en áður hefur tíðkast, jafnvel inn á
sjálfri tölvusneiðmyndastofun-ni. Aðrar mynd-
greiningarannsóknir má gera síðar í samræmi við áverka
og klínísk einkenni sjúklings. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
er nú aðgangur að slíku tæki.
Lungnamynd er fljótleg rannsókn sem gefur mildar
upplýsingar um alvarlega en tiltölulega auðlæknanlega
áverka og er því ofarlega í forgangsröðun uppvinnslunn-
ar. Hægt er að framkvæma myndatökuna á bráðamót-
töku og á að gera á öllum mikið slösuðum um leið eða
fljótlega eftir að fyrsta skoðun hefur farið fram sé ekki
völ á hraðvirku tölvusneiðmyndatæki. Eðlileg lungna-
mynd breytir einnig uppvinnsluferlinu og læknirinn
getur þá frekar einbeitt sér að öðrum líffærakerfum.
Áður hefur verið minnst á gildi röntgenmyndar af
mjaðmagrind og allir þeir sem koma á slysamóttöku
með sögu um háorkuáverka eru með hryggbrot þar til
það hefur verið útilokað með röntgenmyndum eða
sneiðmynd. I textabókum er áhersla lögð á
kviðarholsskolun (Diagnostic peritoneal lavage) við
mat á hugsanlegum kviðaholsblæðingum en á mörgum
sjúkrahúsum er greiður aðgangur að færum röntgen-
Iæknum sem geta á stuttum tíma staðfest eða í það
minnsta útilokað blæðingu í kviðarhol með ómskoðun-
artæki og er svo á öllum stærri íslenskum sjúkrahúsum.
Kviðarholsskolun hefur því lítið gildi við íslenskar
aðstæður.
Kviðarholsmynd hefur takamarkað gildi við fjöláverka
og er aðallega notað til þess að meta frítt loft í lcviðnum
ef grunur er um áverka á hollíffærum eins og görnum
eða maga.
NIÐURLAG
Flestum er ljóst sem til þekkja að í Iæknadeild
Háskóla Islands er lítill gaumur gefinn að þeirri hlið
læknisfræðinnar, sem snýr að móttöku og uppvinnslu
mikið slasaðra. Er það miður í ljósi þess að öllu skiptir
að rétt sé brugðist við strax í upphafi. Eltki er hægt að
treysta á það að hægt sé að fletta upp í bókum þegar
kallið kemur og þetta því hlutur sem verður að lcunna.
Þessi grein er innlegg í fræðslu um móttöku slasaðra og
kynning á þankaganginum sem hver og einn verður að
tileinka sér.
Þakkir fá Curtis Snook sérfrœðingur á Slysadeild SHR,
Orn Smári Arnaldsson yfirheknir Röntgendeildar SHR og
Dr. med Stefán E. Matthíasson sérfraSingur á Skurðdeild
SHR fyrir ábendingar og yfirlestur.
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
85