Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Side 122

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 122
vegna fóstur losa meconium fyrir fæðinguna. Tveimur kenningum hefur mest verið haldið á lofti: 1) Að súrefnisskortur leiði til meconium losunar. Dýratilraunir hafa sýnt að samfara súrefnisþurrð verður minnkað blóðflæði til garna fósturs sem veldur auknum garnahreyfingum og slökun endaþarms-vöðva sem leitt getur til losunar á meconium. 2) Að losun meconium sé hluti eðlilegrar lífeðlisfræði fósturs og ful- lþroska garnar og hefur í því sambandi verið bent á að meconium litað legvatn sé sjaldgæft fyrir 37. viku en tíðnin eykst í samræmi við lengd meðgöngu og er allt að 30% eftir 42. viku meðgöngu. Súrefnisskortur í móðurkviði getur leitt til þess að fóstrið fer að "taka andköf" en við það getur legvatn og þar með meconium sogast ofan í lungun. Langvarandi súrefnisþurrð hefur jafnframt í för með sér þykknun lungnaslagæða, sem getur valdið Iungnaháþrýstingi hjá þessum börnum og gert sjúkdómsástand þeirra þannig mun alvarlegra. Súrefnisskortur eykur erythropoietin seytrun sem fjölgar forstigs- frumum rauðra blóðkorna, normoblöstum. Fjölgun normoblasta leiðir til aukins fjölda rauðra blóðkorna og þar með hemoglobini, en við það eykst súrefnisburðargeta blóðsins frá fylgju til vefja fóstursins. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fjölgun verður á normoblöstum hjá börnum sem orðið hafa fyrir lang- varandi súrefnisskorti í móðurkviði, svo sem vegna fylgju-þurrðar. Vitum við ekki til þess að tengsl milli meconium litaðs legvatns og normoblasta hafi áður verið rannsökuð. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort börn sem fæðast í meconium lituðu legvatni hafi merki um að hafa orðið fyrir súrefnisskorti í móðurkviði. Er það gert með því að mæla fjölda normoblasta í blóði þeirra. Tvær tilgátur voru kannaðar: 1) Börn sem fæðast í meconium lituðu legvatni hafa fleiri normoblasta í blóði en börn sem hafa engin merki um að hafa orðið fyrir súrefnisskorti. 2) Þau börn sem verða alvarlega veik af völdum mecon-ium aspirationar eftir fæðingu hafa fleiri nor- moblasta í blóði en þau sem verða minna veik. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var bæði fram- og aftursýn. Börnum þeim sem fæddust í meconium lituðu legvatnivar skipt í þrjá hópa: Hópur 1. Börn sem fæddust í meconium lituðu legvatni en Ientu ekki í öndunarörðugleikum og lögðust því ekki inn á Vökudeild LSP. Til viðmiðunar voru notuð börn sem fæddust eftir eðlilega meðgöngulengd (> 37 til < 42 vikur) í tæru legvatni og höfðu engin merki um að hafa orðið fyrir súrefnisskorti í móðurkviði. Dregið var naflastrengsblóð frá þessum börnum strax eftir fæðingu til mælingar á blóðhag og í deilitalningu. Beinn (absolut) fjöldi normoblasta var reiknaður út frá hundraðshluta þeirra í deilitalningu miðað við fjöldra hvítra blóðkorna. Hópur 2. Börn sem fæddust í meconium lituðu legvatni, voru lögð inn á Vökudeild vegna öndunarörðug-Ieika, en veikindi þeirra urðu ekki alvarleg, þ.e. þau þurftu súrefnismeðferð í minna en þrjár klukkustundir. Hópur 3 - Börn sem fæddust í meconium lituðu legvatni, voru lögð inn á Vökudeild vegna öndunarörðugleika og urðu alvarlega veik, þ.e. þurftu súrefnismeðferð í þrjár klukkustundir eða lengur, fóru á öndunarvél og / eða höfðu merki um lung- naháþrýsting. Hópur 1 var rannsakaður með framsýnni rannsókn. Börn þessi fæd- dust á Fæðingardeild LSP frá mars til maí 1997. Hópar 2 og 3 voru rannsakaðir með aftursýnni rannsókn. Fenginn var listi hjá tölvugagnabanka LSP yfir öll börn sem á árunum 1986 -1996 höfðu fengið greininguna Meconium aspiration (770.1). Farið var yfir sjúkraskrár þeirra, skráðar upplýsingar um sjúkdómferil og reiknaður út beinn fjöldi normoblasta í blóði þeirra. Tölfræðiútreikningar voru gerðir með T- prófi, Wilcoxon prófi og kí-kvaðrat. P< 0.03 var notað til að ákvarða hvort niðurstöður væru tölfræðilega márktækar. Meðalgildi eru gefin upp sem SEM ± 2. Niðurstöður: Þegar bornir eru saman hóparnir í framsýna hluta rannsóknarinnar kemur í ljós að fjöldi normoblasta í naflastrengsblóði þeirra barna sem fæddust í meco- nium lituðu legvatni (hópur 1, n=27) reyndist vera marktækt hærri (2400+548x1 OE^/L) en hjá þeim börnum sem fæddust í tæru legvatni (viðmiðunarhópur, n=20)(654+124x10E-VL; p-gildi = 0.007). Þegar hóparnir í aftursýna hluta rannsóknar- innar eru bornir saman kemur í Ijós að þau börn sem urðu alvarlega veik af völdum meconium aspirationar (hópur 3, n=46) reyndust vera með fleiri normoblasta í blóði (2855+644x10E9/L) en þau börn sem urðu minna veik ( hópur 2, n=23)(1917+837xl0E^/L; p-gildi = 0.043). Þau börn sem fóru á öndunarvél (n=l6) voru með að meðaltali fleiri normoblasta í blóði (5212+l689xl0E^/L) en þau sem ekki þurftu á öndunarvélameðferð að halda (n = 53)(2l40+355xl0E^/L). Þessi munur reyndist þó ekki tölfræðilega marktækur (p-gildi = 0.08). Ef fjöldi normoblasta í blóði barnanna í hóp 2 og 3 er borinn saman við þeldkt viðmiðunarmörk fyrir normoblasta í blóði barna á fyrsta sólarhring eftir feðingu (90% 1000x1 OE'VL) kemur í ljós að 50 % barna í hóp 2 reyndist vera með óeðlilega mikinn fjölda normoblasta í blóði en 72% barna í hópi 3. Þessi munur náði þó ekki að vera tölfræðilega marktækur (p-gildi = 0.07). Niðurstöður þessar styðja þá kenningu að orsök meconium í legvatni sé súrefnisskortur sem barnið hefúr orðið fyrir í móðurkviði. Til greina kemur að nota fjölda normoblasta til að finna þau börn sem eru í mestri hættu að lenda í alvarlegum öndunarörðugleikum vegna meconium aspirationar. Notkun flæðissmásjár til magnnælingar anti-D mótefna hjá konum á meðgöngu Örnólfur Þorvarðarson ^. Sveinn GuðmundssonÁ ^LHÍ, ^Blóðbankinn, Lsp. Inngangur: Sá mótefnavaki sem hefur mesta klíníska þýðingu m.t.t. uppkomu rauðkornaeyðingar í fóstri (hemolytic disease of the fetus), er D mótefnavaki Rhesus blóðflokkakerfisins. Ef mótefni gegn D (anti-D) greinast í blóði móður á meðgöngu, er magn þeirra gróflega áætlað með títermælingum. Leiði títermælingar í ljós að mótefni séu mynduð í miklum mæli, eða að mótefnamyndun aukist verulega á meðgöngutímanum, er komin ábending um viðeigandi læknisinngrip. Títermæl- ingar mótefna hafa þann annmarka að forspárgildi prófsins á alvarleika rauðkorna- eyðingar í fóstri er ekki nægilega gott. Nýlega var kynnt aðferðafræði til þess að magnmæla anti-D með flæðissmásjá. Tilgangur rannsóknarinnar var að setja upp að- ferð til þess að gera slíkar mælingar, með það í huga að í framhaldinu gæti aðferðin fengið sess sem rannsókn í eftirliti í áhættumeðgöngum hérlendis. Efniviður og aðferðir: Utbúin voru sýni, þar sem breytilegt magn anti-D var lát- ið bindast við rauðkorn með D mótefnavaka á yfirborði sínu. Flúrskinsmerktum merkimótefnum, sem bindast anti-D, var bætt við og meðalflúrljómun (mean flu- oriscence intensity, MFI) úrtaks rauðkorna úr sýnunum mæld í flæðissmásjá. Stað- alkúrva var fengin fram með raðþynningum á þekktri anti-D Iausn (Rhesogamma). Magn anti-D í 5 sjúklingasýnum var útreiknað á grundvelli staðalkúrvunnar. Niðurstöður: Magn anti-D í sjúklingasýnum var mælt og var unnt að greina á milli sýna með hátt eða lágt mótefnamagn (0,1 - 23,0 pg/ml). Breytileiki á mældri meðalflúrljómun rauðkorna úr sýnum sem meðhöndluð höfðu verið á sama hátt í sömu tilraun (intraassay), eða öðrum tilraunum (interassay), reyndist óverulegur, hvort sem um var að ræða sýni með þekktri anti-D lausn eða sjúklingasýni. Styrkur markfrumulausnar og svipgerð rauðkornanna, hafði nokkur áhrif á meðalflúrljómun þeirra eftir sömu mótefnameðhöndlun í takmarkaðri rannsókn, en aldur mark- frumna eða magn merkimótefna virtist hafa minni áhrif. Umræður: Magnmæling anti-D með hjálp flæðissmásjár er aðferð sem býr yfir næmni og nákvæmni. Framkvæmd aðferðarinnar er aðgengileg og byggir á einfaldri aðferðarfræði. Áður en hægt verður að nota aðferðina í klínísku eftirliti hjá konum á meðgöngu, þarf frekari rannsóknir með stærra uppgjör á sýnum kvenna og ná- kvæmari stöðlun aðferðar og áhrifaþátta. 120 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.