Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 44
Björn Einarsson
verið einu einkennin. Niðurgangur og hægðaleld (fecal
incontinence) getur einnig orsakast af hægðatregðu þar
sem þunnfjótandi hægðir seytla framhjá hægðaköggl-
um (framhjáhlaup).
Sjúklingar geta einnig verið án einkenna þó hægða-
tregðu sé lýst af umönnunaraðilum. Jafnvel getur
risaristill (megacolon) verið til staðar, þó hægðalosun sé
dagleg.
Við töku sjúkrasögu er spurt eftir hægðalosunarvenj-
um, tíðni þeirra, hvort hægðirnar séu harðar, erfitt sé að
lcoma þeim frá sér, hægðaleka, verk við hægðalosun,
gyllinæð og öðrum endaþarmssjúkdómum, hægðalyfja-
notkun og matarvenjum.
SKOÐUN
Þar sem einkenni um hægðatregðu geta verið af-
brigðileg byggist greiningin fyrst og fremst á skoðun
læknis. Þreifing með fingri í endaþarm (rectal ex-
ploration) er sú skoðunar aðferð sem gefur mestar upp-
lýsingar um hægðatregðuna. Þreifist miklar hægðir í
endaþarmsholinu (ampulla recti) er um raunverulega
hægðatregðu að ræða. Séu engar hægðir til staðar, úti-
lokar það hins vegar ekki hægðatregðu, þar sem hægða-
stíflan getur setið ofar í buguristlinum (colon sig-
moideum). Séu hægðirnar harðar þarf alltaf að byrja á
mýkjandi hægðalyfjanotkun eins og síðar er lýst. Séu
hins vegar mjúkar hægðir í endaþarminum kemur
ristillinn hægðunum ekki frá sér (impactio) og getur þá
verið um risaristil að ræða (megacolon). Einng er vert
að gefa gaum að gyllinæð og sprungum í endaþarms-
opinu (fissura ani) en þær geta valdið sársauka við
hægðalosun, svo að viðkomandi veigri sér við hana. Slík
dulin vandamál koma oftast upp meðal þeirra sem eru
vitrænt skertir. Klíningur í kringunr endaþarmsop
bendir til hægðaleka.
Þreifing á kvið gefur einnig mikilsverðar upplýsingar.
Þreifa má harðan hægðasívalning í bugaristli (colon sig-
42
LÆKNANEMIIMN • 1. tbl. 1998, 51. árg.