Bændablaðið - 19.10.2023, Side 6

Bændablaðið - 19.10.2023, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Dagur landbúnaðarins var haldinn nú öðru sinni, dagana 13. og 14. október sl., í sam- starfi við Samtök fyrirtækja í landbúnaði og Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Á föstudeginum var blásið til málþings í Hofi á Akureyri undir yfirskriftinni Landbúnaður á krossgötum, þar sem farið var yfir tækifæri og áskoranir í landbúnaði. Á laugardeginum héldu skógarbændur málþing og bændur í Eyjafirði og á Suðurlandi buðu heim á hlað og kynntu gestum og gangandi starfsemi sína. Málþingin voru afar vel sótt og vil ég þakka öllum sem gáfu sér tíma frá bústörfunum og mættu á staðinn og eins þeim sem fylgdust með í beinu streymi á Facebook síðu Bændasamtakanna. Sérstakar þakkir fara til þeirra sem skipulögðu málþingið, héldu erindi og til bændanna á Þórustöðum og Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit, á Garðshorni og Syðri-Bægisá í Hörgársveit og á Vesturholti í Þykkvabæ og Espiflöt í Reykholti. Það er í mínum huga eftir þessa reynslu að við munum festa þennan viðburð í sessi í samstarfi við bændur og hagaðila í landbúnaði. Á málþinginu í Hofi kom ítrekað fram, bæði í kynningu starfsmanns BÍ og hjá þátttakendum í pallborðsumræðum, um mikilvægi þess að merkja íslenska framleiðslu þannig að neytendur hafi skýrt val um hvað er innlend framleiðsla og hvað eru innfluttar afurðir. Þess vegna hafa Bændasamtökin talað fyrir því að tekið verði í notkun upprunamerkið Íslenskt staðfest, sem staðfest er í úttekt af vottunarstofu og er ætlað að tryggja neytendum skýlausan rétt á upplýsingum um uppruna og innihald matvæla. Á Norðurlöndunum hefur landbúnaðarframleiðsla rækilega náð að festa sig í undirmeðvitund frændþjóða okkar. Í Svíþjóð hefur verið notast við upprunamerkið Från Sverige í yfir tuttugu ár, sem notuð er á nánast alla matvöru sem búin er til úr sænskum hráefnum. Þannig er það greypt í vitund sænskra neytenda að með því að velja sænska framleiðslu eru þeir ekki eingöngu að leitast eftir vörum frá sænskum bændum heldur einnig heilnæmum og öruggum mat. Hljómar kunnuglega? Í Noregi nota framleiðendur matvæla þar upprunamerkið Nyt Norge sem á það sammerkt með sænska upprunamerkinu að vera vel greypt í undirmeðvitund og kauphegðun norskra neytenda og það sem er merkilegt við norska upprunamerkið er að verslunin í Noregi hefur alfarið tekið það upp á sína arma, enda hefur neysla á kjöti og osti sem framleitt er í Noregi nærri því tvöfaldast frá því verslunin tók upprunamerkið í sínar hendur. Það væri virkilega til eftirbreytni og öllum neytendum til mikilla hagsbóta ef meðvitund og áhugi forsvarsmanna fyrirtækja í landbúnaði og verslunarinnar til að taka upp Íslenskt staðfest væri meiri. Því neytendur eiga ekki að þurfa að sætta sig við hvað sem er og verða að geta treyst því að uppruni þess sem þeir kaupa sé staðfestur. Það styrkir okkur í þessu verkefni að ákallið er frá neytendum enda eru íslenskar landbúnaðarvörur í beinni samkeppni við innfluttar vörur. Á málþinginu var einnig rætt mikið um afkomu bænda og starfsskilyrði landbúnaðarins. Staðan er grafalvarleg og framleiðslan er að dragast saman í þessum rituðu orðum. Þetta er olíuskip sem verður afar erfitt að snúa því þeir fáu bændur sem eftir verða munu ekki svo glatt auka við framleiðsluna sína um það sem markaðurinn kallar eftir. Stjórn Bændasamtakanna hefur því óskað eftir neyðarfundi með ráðherrum fjármála annars vegar og matvæla hins vegar til að fara yfir mögulega aðkomu ríkisins og kalla eftir afstöðu þeirra til að bregðast við alvarlegri stöðu frumframleiðenda vegna versnandi stöðu í rekstrarumhverfi bænda. Það er sama hvar við berum niður í frumframleiðslunni, og þar eru ungir bændur ekki undanskildir þar sem vandi þeirra er gríðarlegur. Ef við stöndum ekki vörð um frumframleiðsluna þá er okkur vandi á höndum, þar sem við endurreisum ekki landbúnað frá grunni ef við glötum niður framleiðslunni á þessum örlagatímum hárra vaxta og hækkana á aðfangakeðjunni til framleiðslunnar. Lögum samkvæmt skulu bændur njóta sambærilegra kjara og aðrar stéttir. Hvað ætla stjórnvöld að gera í því? LEIÐARI Ömurleg skilaboð Hver þjóð er sér ber að baki nema sér bændur eigi, segir Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, hér í blaðinu. Ungir bændur boða til baráttufundar fyrir lífsnauðsynlegum breytingum á skilyrðum landbúnaðar þann 26. október næstkomandi. Yfirskrift fundarins er „Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita“ og er það ekki að ástæðulausu. Í hópi framsögumanna verða bændur sem eru við það að gefast upp á störfum sínum vegna ómögulegra lífsskilyrða. Þar á meðal er Þórólfur Ómar Óskarsson, sem sér fram á að hætta sínum kúabúskap vegna þess að hann hefur ekki fjárhagslegt rými til að reka búið sitt og lifa eðlilegu lífi. Hann segir lánakjör og vexti íþyngjandi fram úr hófi auk þess sem hann hafi fórnað fjölskyldulífinu og vanrækt sjálfan sig vegna álags í starfi. Hann ráðleggur engum að fara í landbúnað eins og staðan er í dag. Þetta eru ömurleg skilaboð. Víða um land er ungt fólk sem lagði landbúnaðarframleiðslu fyrir sig í þeirri von að vera til sóma, leggja lið við að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og byggðarfestu á landsbyggðinni, sem er einmitt á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta er háskólamenntað búvísindafólk sem er þó að reka sig á það að vera starfandi skuldum vafið í sjálfboðavinnu við að afla okkur fæðu. Þau vilja gera vel en er um megn að lifa mannsæmandi lífi. Í samþykktri Landbúnaðarstefnu til ársins 2040 er teiknuð upp sú framtíðarsýn að eðlileg nýliðun og kynslóðaskipti í landbúnaði verði tryggð. Í samþykktri Matvælastefnu til ársins 2040 er ályktað að tryggja eigi hér fæðu- og matvælaöryggi með því að vera í fremstu röð ríkja í gæðum framleiddra matvæla. Framleiðsla á að vera arðbær og tryggja byggðafestu í samfélaginu. Dæmin sýna hins vegar annað. Þórólfur segir að stöðug uppbyggingar- og viðhaldsþörf sé nauðsynleg til að halda uppi eðlilegri framleiðslu. Bent hefur verið á að atvinnugreinin þurfi aðgang að þolinmóðu fjármagni á lágum vöxtum til að geta mætt aðbúnaðarþörf. Nútímalandbúnaður kallar á nauðsynlega uppfærslu aðbúnaðar. Eigi landbúnaðar- og matvælastefna að ná fram að ganga þarf nýliðun og fjölgun í atvinnugreininni. Ef tilgangurinn er aukin framleiðsla íslenskra landbúnaðarvara þarf fólk að sjá tilgang í að leggja fyrir sig slíka framleiðslu. Afkoma í greininni þarf því að vera viðunandi. Sú er ekki raunin í dag. Svo er ekki nóg að gera kröfu um að bændur taki hér til hendinni og framleiði heilnæman mat fyrir þjóðina. Það er til lítils að leggja í þá vegferð ef afurðunum er svo haldið frá neytendum. Sorglegt er að þurfa að segja frá fækkun grænmetisframleiðenda samhliða fregnum um aukið ákall neytenda eftir íslenskum matvörum. Stjórn Bændasamtakanna hafa boðað nýjan fjármálaráðherra og matvæla- ráðherra til neyðarfundar um stöðu landbúnaðarins. Segir í tilkynningu að farið verði yfir þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er í landbúnaði og leitað eftir svörum frá stjórnvöldum, hvort halda eigi áfram landbúnaðarframleiðslu hér á landi. Bæði landbúnaðar- og matvælastefnan leggja áherslu á að hér á landi verði framleidd heilnæm matvara í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni og verðmætasköpun er höfð að leiðarljósi. Vonandi eru það ekki orðin tóm. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Landbúnaður á krossgötum MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum tíðina ýmsar nýtilegar vörur, allt frá hænsnafóðri og reiðbuxum til girðingastaura. Stóð verslunin m.a. annars fyrir byggingu 12.000 lesta korngeymslu með löndunarkerfi í Sundahöfn árið 1970 – þá í samfloti við tvö önnur fyrirtæki sem einnig stóðu að korninnflutningi, Fóðurblönduna og Samband íslenskra samvinnufélaga. Árið 2005 hlaut þetta gamalgróna fyrirtæki, MR búðin, nafnið Lífland, en kom fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins að ástæðan væri „að starfsemi fyrirtækisins tengist nú mannlífi og dýralífi í landinu á mun breiðara sviði en í árdaga“. /SP GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.