Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 34

Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Gróandi: Vill meiri útbreiðslu félagslandbúnaðar – Samfélagið á Ísafirði rekur grænmetisræktun fyrir íbúana Hugtakið félagslandbúnaður skýtur upp kollinum endrum og sinnum í umræðum um sjálfbæra og um- hverfisvæna matvælaræktun. Nýlega var haldið málþing um uppbyggingu á félagslandbúnaði á Íslandi. „Félagslandbúnaður, eða Community Supported Agriculture á ensku, þýðir samfélagsrekin starfsemi þar sem hópur einstaklinga vinnur að matarframleiðslu, í þéttri samvinnu við bónda og fær síðan aðgengi að matvælunum,“ segir Hildur Dagbjört Arnardóttir hjá Gróanda, sem ásamt matvæla- og næringarfræðideild HÍ stóð að málþinginu Af hverju er félagslandbúnaður alger snilld? þann 7. október sl. í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. „Félagslandbúnaður tengir saman þá sem framleiða matinn og þá sem njóta hans. Stofnað er félag sem heldur utan um þátttöku og hvernig framleiddum mat er deilt. Félagið heldur uppi landbúnaðinum og sér til þess að þau fái matvörur útbúnar með þeim aðferðum sem þau styðja,“ segir Hildur Dagbjört. Algengur í Japan og Bandaríkjunum Málþingið snerist, að sögn Hildar, um að útskýra félagslandbúnað, gefa innsýn í reynslu norskra bænda sem rekið hafa félagslandbúnaðar- bú í lengri tíma til að hvetja til meiri útbreiðslu rekstrarformsins hér á landi. „Þátttakendur málþingsins voru samhljóða um mikilvægi þess að versla beint af bónda og styrkja þannig betri framleiðsluaðferðir og sanngirni. Það er ekki sanngjarnt að bóndinn einn taki alla ábyrgðina. Til dæmis ef veðuraðstæður eru ekki hliðhollar eitt árið, ætti það ekki að koma niður á bóndanum einum, að hann lendi í langvarandi fjárhagsvandræðum eða verði að leggja niður bú. Við getum tekið þessa ábyrgð saman og enginn fundið neitt sérlega fyrir því. Stærsti þröskuldurinn er að hvorki bændur né neytendur vita af þessum rekstrarmöguleika. Fólk þarf að heyra fleiri sögur af félagslandbúnaði, fá praktískar leiðbeiningar um hvernig hægt er að byrja, hvað þarf að vita eða undirbúa áður en farið er af stað og hvaða kostir og gallar fylgja þessu.“ Hildur segir uppgang félags- landbúnaðar víða um heim sýna að rekstrarformið gefi góða raun. „Félagslandbúnaður hefur stóraukist í öllum heiminum síðustu áratugina og þeim fjölgar mjög hratt þessa dagana. Sérstaklega þar sem félagslandbúnaður er orðinn almennur. Fólk skilur hvað felst í hugtakinu og þá er auðveldara að fá nægilega marga meðlimi og algengt er að það séu biðlistar til að komast að. Félagslandbúnaður er til dæmis mjög algengur í Japan, hægt er að finna yfir 7.000 slík verkefni í Bandaríkjunum, að minnsta kosti 150 í Kanada, um 150 í Englandi og 85 í Noregi svo eitthvað sé nefnt.“ Hún segir að algengast sé að félagslandbúnaður sé rekinn innan lögbýla, þar sem bóndi með landrými býður fólki í félag sem síðan fjármagnar starfsemina og fær aðgengi að vörunum. „Þá er hægt að reka félags landbúnað með alls kyns landbúnaðarvörum, ekki einungis grænmeti heldur einnig t.d. eggjum, kjöti og mjólkurafurðum. Félagslandbúnaður eykur gagnsæi og með því að fjarlægja alla millimenn ætti meira að lenda í vasa bændanna sem framleiða matinn.“ Yfirvöld geta lagt sitt af mörkum Hún segir aðkomu stjórnvalda mikilvæga til að breiða út félags- landbúnað á Íslandi. „Það þarf að vera praktískur og fjárhagslegur stuðningur við þá sem vilja byrja með félagslandbúnað. Þar sem félagslandbúnaður styður við alla þætti sjálfbærni og loftslagsmála og dekkar fjölmargar aðgerðir í Matvælastefnu Íslands þá þyrfti að skoða af alvöru hvernig yfirvöld geta lagt sitt af mörkum til að ryðja veginn fyrir félagslandbúnað. Til dæmis með því að endurskoða reglugerðir og hafa starfsmann sem getur aðstoðað við að koma félagslandbúnaði á Íslandi á fæturna, finna leiðir og leysa úr flækjum í kerfinu.“ Áskoranir brautryðjandans Hún hefur í átta ár haldið utan um Gróanda sem er samfélagsdrifin grænmetisræktun í hlíðinni fyrir ofan Ísafjörð. Þar er nú ræktað fjölbreytt grænmeti á um 2.200 fermetra útisvæði og í myndarlegu gróðurhúsi. Einn starfsmaður sér að mestu leyti um ræktunina ásamt nokkrum lærlingum sem leggja til nokkurra klukkutíma vinnu á hverjum degi á sumrin. Þá leggja félagsmenn til vinnu hafi þeir áhuga á því. Gróandi var stofnaður 2016 og segir Hildur að verkefnið hafi vakið mikinn áhuga hjá bæjarbúum frá byrjun. Framan af voru um 50 fjölskyldur skráðir félagar en nú hefur félagið verið opnað að því Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Vír og lykkjur ehf · viroglykkjur@internet.is · 772-3200 Stroffur Naglar Víralásar Járnabakkar Plastlistar og stjörnur Kambar Klippur og beygjuvélar Klippum og beygjum rúllustál í sjálfvirkri beygjuvél Þátttakendur málþingsins brugðu sér út í hléi og gæddu sér á sólberjum beint af runnum úr ræktun Gróanda. Mynd/ Sonia Sobiech Hildur D. Arnardóttir rekur Gróanda sem er samfélagsdrifin grænmetisræktun sem byggir á hugmyndum félagslandbúnaðar. Mynd / Haukur Sigurðsson Í hlíðinni fyrir ofan miðbæ Ísafjarðar er ræktað fjölbreytt grænmeti á um 2.200 fm útisvæði og í gróðurhúsi. Hér er loftmynd af útplöntun snemmsumars. Mynd / Haukur Sigurðsson Hluti af grænmetisrækt er einnig uppskera og meðhöndlun hennar. Hluti af þátttöku í félagslandbúnaði er aðlögun að vistkerfi staðarins, byggja matargerð á þeim hrávörum sem eru aðgengilegar til uppskeru á hverjum tímapunkti. VIÐTAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.