Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 36

Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 UTAN ÚR HEIMI Fyrsta tilfelli afrísku svínapest- arinnar greindist í Svíþjóð 6. september. Smitleið er óljós. Sóttin greindist í villisvínum en hefur ekki borist enn inn á bú. Þetta er alvarlegur vírussjúkdómur sem drepur svín á nokkrum dögum, en berst ekki yfir í menn. Ekki er enn ljóst hvernig pestin barst til Svíþjóðar, en hún getur meðal annars borist með sýktu kjöti, klæðnaði og öðrum búnaði. Stjórnarráð Svíþjóðar greinir frá. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarin ár vegna fyrirsjáanlegrar hættu á útbreiðslu sóttarinnar til Svíþjóðar. Þar til gerð yfirvöld ásamt samtökum veiðimanna vinna að því að kortleggja útbreiðslu smitsins. Aðgangur að sýktum svæðum verður heftur, sem þýðir að ekki má dvelja þar, tína sveppi eða ber, veiða, höggva skóg eða stunda útivist. Í fréttatilkynningu Matvæla- stofnunar (MAST) um málið segir að engin lækning sé við sjúkdómnum en að hægt sé að verjast honum með bóluefnum. Veiran lifir lengi í frosnu og þurrkuðu kjöti og getur dreifst yfir í svín komist þau í sýkt matvæli. MAST vill af þessu tilefni árétta mikilvægi sóttvarna, en í leiðbeiningum um efnið er meðal annars sagt að ekki skuli gefa búfénaði matarleifar – óháð því hver uppruninn sé. Þá skulu þeir sem hafa komist í snertingu við búfé erlendis bíða í tvo sólarhringa áður en þeir heimsæki svínabú. Helstu einkenni afrískrar svínapestar eru hár hiti, minnkuð matarlyst, litabreytingar á húð og skyndilegur dauði. /ÁL Svínapest í Skandinavíu Rétt við aðallestastöðina í miðborg Helsinki er veitingastaðurinn Zetor, sem býður upp á gamaldags mat í landsbyggðarumhverfi. Þeir sem eru á gangi um miðborg Helsinki reka sumir augun í stórt Zetor merki utan á skrifstofubyggingu. Sé þetta skoðað nánar og gengið í port þar á bak við komast vegfarendur fljótt að því að hér eru engar aðalskrifstofur Zetor dráttarvéla í Finnlandi, heldur veitingastaður. Að utan virðist þetta vera eins og hver önnur sjoppa, en skrefið inn fyrir dyrnar dregur mann hundruð kílómetra út á land. Á móti manni tekur vægur vottur af fjósalykt, finnsk sveitatónlist og innréttingar úr þungum bjálkum sem láta staðinn líta út fyrir að vera gömul timburhlaða – ekki grátt bakhús úr steinsteypu. Það fyrsta sem blasir við er stór plastkýr og rétt aftan við hana er grænn og gulur Zetor traktor og utan um hann er búið að smíða barborð með plássi fyrir ellefu manns. Innar eru svo tvær aðrar Zetor dráttarvélar sem er búið að fella inn í innréttingarnar. Lýsingin í loftinu er ýmist frá ljósaperum í mjaltafötum eða gamlir ljóshundar hér og þar. Borðið sem manni er vísað til gæti allt eins hafa verið dekkað af ömmu fyrir sunnudagskaffið – köflóttur dúkur og kerti í miðjunni. Hvergi sjást servíettur, heldur eru eldhúsrúllur á borðinu og þegar réttirnir eru bornir fram fylgja með þeim samanbrotnar arkir af sams konar rúllu. Þjónarnir eru vinalegir og sumir þeirra líta út fyrir að starfa þarna til að safna fyrir innborgun á jarðakaupaláni. Matseðillinn er fjölbreyttur og er boðið upp á rétti úr hráefnum sem fágæt eru á Íslandi, eins og hreindýr og leipäjuusto ost, sem er framleiddur úr broddi. Þá er einnig mikið af réttum úr laxi og nautakjöti og örfáir réttir með svínakjöti og kjúkling. Þeir sem vilja hamborgara og franskar þurfa að leita annað. Undirritaður fékk sér grillaða lungamjúka nautalifur með kartöflumús í aðalrétt og var eftirrétturinn leipäjuusto ostur í karamellusósu borinn fram með múltuberjasultu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu staðarins var veitingastaðurinn stofnaður í desember 1991 og er því að verða 32 ára. Starfsfólkið segir staðinn sérstaklega mikið sóttan af landsbyggðarfólki þegar það á leið í borgina, enda steinsnar frá aðalbrautastöðinni. /ÁL Lungamjúk grilluð nautalifur. Stærsta landbúnaðarsvæði Grikk- lands varð ofsaveðri að bráð í september og ljóst er að land- svæðið mun þurfa langan tíma til að jafna sig. Um fjórðungur allrar land- búnaðarframleiðslu Grikkja fer fram á frjósömum sléttum Þessalíu- héraðs á meginlandinu. Þar er meðal annars ræktað hveiti, bygg, bómull, baunir og hnetur í stórum stíl ásamt ávöxtum og tómötum að ónefndu fóðri fyrir búfé, enda má finna eitt allra stærsta graslenda landsins í héraðinu. Fimmtán manns fórust þegar ofsaveðrið Daníel fór yfir Grikkland í september og varð fyrrnefnt hérað þar verst úti. Um fimm þúsund manns þurftu að yfir- gefa heimili sín, innviðir eyðilögðust, talið er að yfir 200.000 dýr hafi drukknað og talað er um mesta uppskerubrest þar í landi í manna minnum. Talið er að um 73.000 hektara lands hafi farið þar undir vatn. Kom stormurinn á versta tíma enda mikið af afurðum svæðisins við það að vera uppskorin. Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda um neyðarhjálp til handa bændum til að endurbyggja heimili sín og starfsemi mun taka langan tíma að koma þessari stærstu matarkistu Grikklands til fyrra horfs. Í fjölmiðlum ytra segja sérfræðingar að aur sem liggur yfir ræktarlandi hafi neikvæð áhrif á jarðvegsgæði, þau tré sem enn standi séu bakteríusmituð eftir vatnsflauminn. Þá taki tíma að fjölga hjörðum geita og kúa eftir miklar búsifjar. Yfirvofandi er hætta á matarskorti og verðhækkunum vegna uppskerubrestsins. Ofsaveðrið kom í kjölfar eins heitasta sumars Grikklands síðan mælingar hófust sem leiddi af sér víðtækar eyðileggingar víða um land og eyjar af völdum umfangsmikilla gróðurelda og varð á þriðja tug manns að aldurtila. /ghp Hamfarir: Matarkarfa Grikkja kaffærð Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands. Mynd / European Union, Copernicus Sentinel-2 imagery Helsinki: Zetor-veitingastaður – Finnskur sveitamatur og dráttarvélar Zetor í John Deere-litum með sæti fyrir níu manns. Myndir / ÁL Gamall Zetor sem hefur verið felldur inn í innréttinguna. STÁLGRINDARHÚS STÖÐLUÐ Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Bændablaðið kemur næst út 2. nóvember www.bbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.