Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 49

Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 um belgjurtaræktun í sáðskiptum er túlkuð og hvernig henni er ramfylgt, sérstaklega í norðanverðum Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þeir gáfu skýr og samhljóma svör. Líkt og hér á landi er mest treyst á hvítsmára (Trifolium repens) og rauðsmára (Trifolium pratense) en eins og hér er uppskeran mjög breytileg og ótrygg, að jafnaði mun minni en sunnar í Evrópu. Þar sem engar kröfur eru gerðar til uppskeru á flatareiningu (tonn/ ha), nær belgjurtakrafan eingöngu til sáningar belgjurtafræs sem liðar í sáðskiptaáætlunum í akuryrkju. Þar með er með óbeinum hætti tekið tillit til mismunandi ræktunarskilyrða í Evrópu, reiknað með að nægilega mikið spretti af þeim belgjurtum sem þrífast í svölu/köldu loftslagi til þess að þær verði til jarðvegsbóta. Engar reglur eru um fræmagn/ha, treyst er á þekkingu og reynslu bænda með lífræna akuryrkju á norðurslóðum sem og annars staðar í álfunni. 6) Hópvottun (Group Certification) Á liðnu ári tók til starfa vinnuhópur að frumkvæði IFOAM, bæði IFOAM Organics International og IFOAM Organics Europe, ásamt rannsóknastofnuninni FiBL í Sviss og Þýskalandi og EOCC, samtökum vottunarstofa í Evrópu (The European Organic Certifiers Council). Frumskýrslur komu út í júlí 2022 og miðast hópvottunin við heimildarákvæði í nýju reglugerðinni. Svona vottunarkerfi hefur verið að mótast í ýmsum þróunarlöndum um árabil og miðast það við hópa smáframleiðenda með 5 ha eða minna af ræktunarlandi á hvern, að hópurinn sé á tilteknu svæði eða í tilteknu héraði og afurðirnar séu svipaðar. Megin tilgangurinn er að draga úr vottunarkostnað hvers framleiðanda og auðvelda aðgengi að mörkuðum. Vinna við mótun reglna um hópvottun heldur áfram því að bæði ræktendur lífrænna afurða og vottunarstofur þarfnast þeirra. 7) Ýmis önnur málefni Hér hefur aðeins verið fjallað um nokkur veigamikil mál sem hafa verið til meðferðar í Evrópuhópnum á liðnu ári. Ýmsir félagar, þar á meðal ég, eru öðru hvoru að senda fyrirspurnir til skrifstofunnar í Brussel. Einnig eru að koma frá þeim ábendingar og upplýsingar. Dæmi um slíkt er sveppaframleiðsla í Póllandi, skortur á lífrænu próteinfóðri í sumum Evrópulöndum svo sem Póllandi og Svíþjóð, og umfjöllun frá Sviss um framlag lífræns landbúnaðar til fæðuöryggis, líffræðilegs fjölbreytileika og umhverfisverndar. Þá er stöðugt verið að leggja áherslu á eftirlit með seinni tíma tækni til erfðabreytinga á nytjajurtum og neytendamerkingar á vörum. Virða beri niðurstöður Evrópudómstólsins frá 2018 í þeim efnum. Sem fyrr höfum við tekið þátt í nokkrum atkvæðagreiðslum um texta stöðuskýrslna (position papers) frá skrifstofunni í Brussel um tiltekin mál sem eru í meðferð hjá ESB, t.d. um mengun frá utanaðkomandi eiturefnum sem geta borist við úðun í hefðbundinni ræktun yfir á lífrænt vottaða akra og afurðir. 8) Ritstörf o.fl. í þágu lífræns landbúnaðar Samskipti mín við VOR og Tún hafa verði með ágætum sem fyrr og einnig hafa verið gagnleg samskipti við MAST o.fl. stofnanir. Þá hef ég öðru hvoru veitt áhugasömum einstaklingum upplýsingar um lífrænan landbúnað, m.a. nokkrum háskólanemum, flutti stutt erindi um Evrópuhópinn á aðalfundi VORs og heimsóknin á bás félagsins, Túns o.fl. á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöllinni í október 2022 var minnisstæð. Skömmu síðar gaf ég Stefáni Gíslasyni, Environice, ýmsar upplýsingar og ábendingar þegar hann var að semja Aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu á Íslandi en að mínum dómi er hún tímamótaskýrsla sem stjórnvöld vinna vonandi eftir við stefnumótun. Öðru hvoru hef ég lesið yfir texta um lífrænan búskap eftir aðra sem birst hafa í fjölmiðlum en eigin ritstörf voru með minna móti á árinu. Bendi helst á þetta þrennt: a) Bændur í lífrænum búskap ekki háðir tilbúnum áburði. Bændablaðið, fimmtudagur 10. febrúar 2022, blað nr. 604, 28. árg., 3.tbl., bls. 32-33. b) Markmið ESB að fyrir 2030 verði 25% landbúnaðarlands lífrænt vottað – Skýrsla Íslandsdeildar Evrópuhóps IFOAM. Bændablaðið, fimmtudagur 7. apríl 2022, blað nr. 608, 28. árg., 7. tbl., bls. 42. c) Lífrænn búskapur stuðlar að bæði fæðu- og matvælaöryggi með sjálfbærum hætti. Birt á vefsíðunni www.lifraentisland.is Ólafur R. Dýrmundsson, fulltrúi Íslandsdeildar IFOAM oldyrm@gmail.com Mjólkurkýr frá lífrænu búi á beit í Kjós. Mynd / Kristján Oddsson 516-2600 vorukaup@vorukaup.is • Loft í loft • Loft í vatn • Vatn í vatn                      Öll hjólin eru með beinni innspýtingu, rafmagnstýri, spili, dráttarkrók, handahlífum, sætisbaki, háu og lágu drifi með læsingu. Vökvabremsum, álfelgum og eru tveggja manna traktorsskráð. Nánari upplýsingar á www.nitro.is Vinnuþjarkar í leik og störf Nítró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 CFMOTO 520 Kr. 1.499.000,- Án vsk. Kr. 1.208.870,- CFMOTO 1000 Kr. 2.390.000,- Án vsk. Kr. 1.946.677,- CFMOTO 625 Kr. 1.649.000,- Án vsk. Kr. 1.329.838,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.