Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR Í haust voru grisj aðir nokkrir hektarar í lerkiskógi í G arði í K elduhverfi. G uðríður Baldvinsdóttir, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Akureyri, segir að um merkisatburð hafi verið að ræða, því þetta sé í fyrsta skipti sem ungskógur sé snemmgrisjaður í Norður- Þingeyjarsýslu. „Þetta er áhugavert fyrir þær sakir að fáir gerðu ráð fyrir því fyrir 20 árum að nytjaskógar myndu vax a úr grasi svo norðarlega, en þessi skógur á rætur að rekja til fyrstu ára Norðurlandsskóga.“ Í sýslunni eru samningsbundin skógræktarsvæði rúmlega þúsund hektarar að stærð sem eru um 0,5 prósent af heildarflatarmáli gróins lands. L ítil áh rif be itar á ny tjaskógi nn Skógrækt í G arði hófst árið 2001, en eigendur jarðarinnar eru þau Rúnar T ryggvason og Hrund Ásgeirsdóttir. Snemmgrisjunin nú var í rússalerki sem gróðursett var 2002 til 2003 . Þar sem áður var hefðbundið mólendi er að vaxa upp vöxt ulegur skógur og þar sem snemmgrisjunin fór fram er kafgras áberandi í skógarbotninum,“ segir G uðríður, sem gerði einmitt sauðfjárbeitartilraunir fyrir átta árum á sama svæði. „Í skóginum voru könnuð möguleg áhrif sauðfjárbeitar á ungan lerkiskóg og var beitin þyngst þar sem nú var snemmgrisjað. Á þeim tíma voru áhrif beitarinnar á skóginn lítil. Því má sjá fyrir sér að hægt verði að nýta skóginn til sauðfjárbeitar samhliða því sem skógurinn vex upp og gefur af sér viðarnytjar í framtíðinni. Hún segir að í haust hafi grisjunin náð til 2,5 hektara af skóginum. Fjöldi trjáa á hektara fyrir snemmgrisjun hafi verið á bilinu 2.800 til 4.3 00, en það hafi verið grisjað niður í um 1.500 tré á hektara. A uki ð v axt arrý mi Að sögn Rúnars skógareiganda er synd að sjá viðinn grotna niður og æskilegt að til væru góðir nýtingarmöguleikar. Að einhverju leyti er hægt að nýta hann í staura, kurl og eldivið en það er spurning um gott aðgengi að skóginum og að hafa tíma í verkið. Áður en lerkiskógur er grisjaður þarf hæð trjánna helst að vera komin í fimm til sex metra og þéttleikinn þarf að vera meiri en 2.300 plöntur á hektara. Viðarnytjar af trjám sem felld eru við snemmgrisjun eru litlar því tilgangurinn er að auka gæði skógarins og fjárfesting til framtíðar fyrir skógareigandann. T ilgangurinn er meðal annars að auka vax tarrými þeirra trjáa sem eftir standa og fjarlægja gölluð tré, eins konar ásetningsval. /s m h Nytjaskógrækt: Snemmgrisjun á rússalerki í Kelduhverfi F á ir gerð u rá ð fyrir þ v í fyrir 2 0 á rum að nyt j ask ó gar m ynd u v ax a ú r grasi sv o norð arlega. Mynd / G u ðm u ndu r B aldv in G u ðm u ndsson B ergur B j örnsson á S elfossi hefur unnið hvað lengst allra S unnlendinga við skógarhögg á j ólatrj ám. Hann er farinn að hugsa fyrir j ólatrj ám sem höggvin verða laust eftir 2 0 3 0 . „Ég hef unnið við skógrækt og landgræðslu nánast alla mína tíð,“ segir Bergur. Hann er fæddur árið 1967 í Þjórsárdal í G núpverjahreppi hinum forna og því búinn að leggja gjörva hönd á plóg um langa hríð. „Ég ólst þar upp í skóginum og fór að vinna í skógræktinni upp úr fermingu og allt fram til 1997 eða þar um bil. Þá tók ég pásu frá þessu og fór að vinna við smíðar og sitthvað fleira, vann t.d. í Vatnsfelli í tvö ár og tók þátt í að reisa þar virkjun. Ég fór svo í G arðyrkjuskólann 2008 þegar hrunið varð,“ segir hann og bætir við að þar hafi hann verið á námsbrautinni skógum og náttúru í tvö ár og svo annað eins á skrúðgarðyrkjubraut í fjarnámi. Þá lá leiðin austur í G unnarsholt þar sem Bergur starfaði hjá Landgræðslunni um sjö ára skeið. Fyrir þremur árum tók hann svo við sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga. H álft þ ú sund jólatrjáa Bergur er því í skóginum alla daga. „Ég er búinn að sveifla keðjusög meira og minna í einhverja áratugi,“ segir hann og hefur auðvitað tekið þátt í jólatrjáavertíðinni eins og vera ber. „Maður þarf að hugsa átta til tíu ár fram í tímann í þeim efnum. Maður plantar trjám í ár til að höggva þau eftir átta til tíu ár og ég er því að hugsa til jóla 203 1-2 á þessu ári!“ segir Bergur og hlær við. „Við byrjum yfirleitt að höggva jólatré í byrjun nóvember, á jörðinni Snæfoksstöðum, sem er í eigu Skógræktarfélags Árnesinga og er í G rímsnesinu. Æ tli við séum ekki að höggva þar hátt í fimm hundruð tré allt í allt,“ bætir hann við. „Við seljum til Þallar, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og eitthvað í G arðheima. Svo erum við með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgarnar fyrir jól frá kl. 11 til 16 og bjóðum upp á kakó og lummur. Þar er líka handverksmarkaður. Auk þess að velja sér tré úr því sem við höfum þegar hoggið, getur fólk fellt tré sjálft, ef það kýs svo.“ Einkum er þetta stafafura en Bergur segir líka fást eitthvað af blágreni. T rjátísk an tek ur b rey ting um Spurður hvort jólatrjáatíska landsmanna hafi tekið breytingum gegnum árin segir hann svo vera. „Fyrst var það rauðgrenið en nú er það alveg dottið út nema hjá einstaka sérvitringi. Langmest er hoggið af stafafuru á innanlandsmarkað, af því að hún er barrheldin,“ segir hann og spyrðir við að kannski hafi tískan bara breyst. Hann tiltekur að blágrenið sé einnig barrheldið og því góður kostur. Hans eigið uppáhaldstré verði þó alltaf þinur. „Hvert tré er með sína lykt, svo sem furan og blágrenið, en mér finnst lyktin af þininum best.“ Hann setur því stundum þin í stofuna fyrir jólin en þar sem tegundin er ekki á hverju strái notar hann oft furu sem jólatré. „Ég tek allavega greinar af þin, bara til að fá lyktina,“ bætir hann við. V é lag eng i í sk óg arh ög g ið Bergur hefur auðvitað lent í ýmsu brasi eins og allir skógarhöggsmenn. Segir stundum hafa fallið á sig tré þegar hann var að byrja eða vandaði sig ekki nóg. En aðallega sé hann orðinn nokkuð lúinn á skrokkinn eftir að munda sögina alla þessa áratugi. „Nú fengum við Letta í vor með sérstakar vélar til að fella tré, afkvista þau og saga í búta,“ útskýrir hann. „Svo keðjusagarvinna fer nú bara mikið til minnkandi héðan í frá, hugsa ég.“ Bergur segir Lettana hafa fellt um 200 rúmmetra á þremur dögum. Meðalmaður sé að höggva um fjóra rúmmetra á dag. Að lokum er Bergur spurður hinnar gullnu spurningar skógar- höggsmannsins: hvaða tegund af sög hann noti. „Í vinnunni nota ég Stihl, en mín einkasög er Husq varna,“ segir hann hlæjandi. „Ég hallast meira að Husq varna, það eru nokkrir smágallar við Stihl sem eru hálfleiðinlegir,“ segir Bergur að endingu. /s á Bergur Bj ö rnsson, fram k v æ m d ast j ó ri Sk ó græ k t arfé lags Á rnesinga, h efur snú ist í k ringum t ré m eira og m inna allt sit t lí f. H é r er h ann á Snæ fok sst ö ð um í G rí m snesi og m und ar sö g sí na í j ó lat rj á av ert í ð inni. Mynd / Aðsend Jólatré: Höggvið á Snæfoksstöðum – Skógarhöggsmaður til fjörutíu ára og enn með sögina á lofti Byggðasaga Skagafjarðar heildarútgáfa 1.-10. bindi. Stakar bækur kr. 6.000 hvert eintak. Fyrsta bindi er ekki selt stakt. Tilboðsverð, öll bindin 1.–10. á aðeins 50.000 kr. Sögufélag Skagrðinga kt: 640269 - 4649 banki: 0310 - 26 - 017302. Upplýsingar og pantanir í síma 453 6261 / 897 8646 eða á saga@skagaordur.is Frí heimsending ef keyptar eru tvær bækur eða eiri. COP28: Orð verði gjörðir tafarlaust Í sögulegu samkomulagi sem hartnæ r 200 þ j óðir heims náðu á C O P 2 8 -loftslagsráðstefnunni er fj allað um j arðefnaeldsneyti. Lengi var tekist á um endanlegt orðalag samkomulagsins en miklu þótti skipta að orðið jarðefnaeldsneyti næði inn í það, jafnvel þótt ekki sé talað um að hætta notkun þess, heldur er um að ræða að ríki heims leggi sig fram um að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í aðra orkugjafa með skipulögðum hætti. Þetta þykir risastórt skref fram á við þótt margir hafi viljað ganga enn lengra. Þá einkum varðandi að hætta alveg notkun jarðefnaeldsneytis í skrefum en mörg ríki, vísindamenn og félagasamtök höfðu knúið á um slíkt. Stærstu losunarríki heims, Kína og Bandaríkin, samþykktu að uppfæra langtímastefnu sína í orkumálum. 1,5 ° C enn innan seilingar Sultan al-Jaber, forseti þingsins, sagði sáttmálann grunn að miklum umskiptum, þar væru ýmis nýmæli og vísindi höfð að leiðarljósi. Fyrst og fremst væri enn innan seilingar að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 ° C og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hann minnti þó á að orð væru annað en gjörðir og undir það tók Simon Stiell, yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hvatti öll stjórnvöld og fyrirtæki til að umbreyta orðum í aðgerðir tafarlaust. U rsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fagnaði samkomulaginu og sagði markmið Evrópu um að þrefalda endurnýjanlega orku og tvöfalda orkunýtingu fyrir árið 203 0 væru nú sameiginlegt markmið alls heimsins. G uterres sv artsý nn „Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr er óhjákvæmilegt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Við skulum vona að það verði ekki of seint,“ skrifaði António G uterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á T w itter eftir að samkomulagið var í höfn. / s á N ý j a C O P 2 8 - sam k om ulagið þ yk ir m ark a t í m am ó t . Mynd / C O P 2 8 - W alaa Alsh aer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.