Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023
Skýring getur átt rætur að rekja
til margra þátta en oft eru þessi
lönd þannig í stakk búin að nokkuð
auðvelt er fyrir íbúa þessara landa
að lifa af landinu.
Fyrir vikið hefur verið lítill
akkur í því að auka framleiðsluna
umfram hóflega þörf heima fyrir.
Í þessum löndum er landnýtingin
oft frekar léleg og þó svo að rækta
mætti nánast árið um kring eru
landnotendur ekki að nýta landið
þannig. Nú er aftur staðan að
breytast og þá vantar mögulega
bæði þekkingu, tæknibúnað og
fjármagn til þess að stíga skrefið
í rétta átt.
Bætt nýting landsins gæða
fæst fyrst og fremst með aukinni
þekkingu og bættri tæknivæðingu,
bæði hvað varðar vélbúnað en ekki
síður hvað varðar þær tegundir
sem kúabændur nota til að sinna
búskapnum. Þannig eru margir
bændur enn að nota plöntur sem
eru á engan hátt nógu afkastamiklar.
Nefna má dæmi að margir bændur
í hlýjum löndum nota maísafbrigði
sem nær þroska á 120 dögum en í
dag er samt til afbrigði sem nær
sama þroska á 90 dögum. Þarna
munar um 25% , ætti að muna
um minna en samt eru til bændur
sem kaupa hið seinþroska afbrigði
líklega af gömlum vana og/ eða
vanþekkingu.
Þá eru til ótal kúakyn í heiminum
í dag sem eru í raun alls ekki
heppileg til mjólkurframleiðslu
en eru samt notuð í þeim tilgangi.
Skýringarnar fyrir áframhaldandi
notkun kúakyns, sem er hreint ekki
öflugt mjólkurframleiðslukyn, geta
verið margs konar en mín reynsla
er að oftast er um að ræða skort á
ytra umhverfi. Þessir bændur eiga
oft lítið annað val.
Mögulega hafa þeir ekki gott
aðgengi að landi eða fóðri, enginn
að bjóða upp á sæðingarstarfsemi
eða dýralækningar á svæðinu þar
sem þeir búa, mögulega er engin
afurðastöð í nágrenninu og því óvíst
með sölu mjólkurinnar og fleira
mætti nefna. Sé ytra umhverfið
til staðar, þá ýtir það við flestum
bændum og auðveldar þeim að
gera betur. Þá kemur það svolítið
af sjálfu sér að betra sé að vera með
afkastamikil framleiðslutæki enda
geta landkynin sem eru í notkun
víða um heim í dag ekki nærri
því komist með framklaufirnar
þar sem afurðameiri kýr eru með
lágklaufirnar.
En það er ekki nóg að vera með
afurðamiklar kýr ef ekki er um leið
til staðar tækni til að mjólka þær.
Líklega standa handmjaltir undir
80-90% þeirrar mjólkur sem fer á
markað í dag í þróunarlöndunum.
Á meðan meðalframleiðsla hvers
bús eða fjölskyldu er mögulega
ekki nema um 10 lítrar á dag
þá er þessi aðferð við mjaltir í
raun mjög skynsamleg. Þegar
mjólkurframleiðslan vex þarf þó
að bæta úr og tæknivæða mjaltirnar.
Mögulega fyrst með einföldu
mjaltafötukerfi, þá rörmjaltakerfi
o.s.frv. Þetta er þó á engan hátt
sjálfgefin þróun, enda þarf töluverða
tæknilega kennslu og þjónustu
til þess að innleiða mjaltatækni í
löndum þar sem mjaltatæki hafa
vart sést áður.
Þetta verkefni sem er fram undan
verður töluverð brekka en er vel fær
og ætti að geta gefið neytendum um
heim allan kost á því að njóta hollrar
mjólkur og góðra mjólkurvara.
Stór áhrifavaldur
á minni aukningu
heimseftirspurnar er
þróunin sem varð í Kína
árið 2022 ...“