Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Þ á tttakendur á N S F skógarb ændaþinginu fyrir utan inngang í verksmiðju S Ö D R A í M ö rron. Frábær skógrækt S amstaða meðal skógarbænda á Norðurlöndum á sér aldalanga sögu. Þ ó hvert og eitt land eigi sína sérstöðu og sérhver landshluti hvers lands enn aðra sérstöðu þá standa allir saman í nafni skógræktar í blíðu og stríðu. S amstöðumátturinn er mikill og minnir á fjölskyldukærleika. Þann 14. ok tóbe r í Karlshamn í Suður-Svíþjóð var ársþing Norður landa- s a m t a k a skógarbænda ; NFS Rå dsmöte ( NFS, enska: Norw egian Forest Ow ners' Federation, skandina- víska: Norsk Skogeierförbund) ) . Íslenskum skógarbændum er alla jafna boðið að senda fulltrúa á þingið og taka þátt í starfinu. Stjórn búgreinadeildar skógarbænda innan BÍ beið ekki boðanna og á þingið mætti stjórnarmaðurinn Dagbjartur Bjarnason og kona hans, G uðrún Steinþórsdóttir, skógarbændur á Brekku í Dýrafirði. Það er engu líkara en það sé meiri samstaða um skógrækt hérlendis heldur en er milli Skandinavíu og syðri hluta Evrópu. Ástæðurnar rekja rætur sínar í grunnhyggni og skilningartrega gagnvart mikilvægi skógarumhirðu. Málefnin eru af ýmsum toga, allt frá LU LU C F- orðaglingri yfir í ofsaverndun skóga. Þegar skógarbændur tala fyrir málstað skógarbænda eru þeir ekki síður að tala um málstað íbúa jarðarbúa, því líkt og fyrri daginn er skógur undirstaða lífs á jörðinni. Vel hirtur skógur er ekki bara sjálfbær heldur er hann líka frábær. Hér má skilja orðið „frábær“ að skógarauðlindin gefur FRÁ sér loft, við, mat, vöx t, skjól, vatn, föt, ... á sjálfbæran, arðbæran og reyndar frábæran hátt líka ef persónulegar skoðanir eru teknar með í umræðuna. Deilumál ytra snúast meðal annars um að friða þurfi skóginn til að vernda, á meðan verndarsinnar virðast ekki átta sig á öllum þeim hættum og neikvæðu afleiðingum sem af þess háttar vernd getur hlotist við að vanrækja hefðbundna umhirðu skóganna. Bersýnilega er stöðvun viðarnytja úr skógi uggandi og sést það best á aukinni tíðni skógarelda um heimshlutana. Auk þess er mikið deilt um óstjórn á skógarauðlindinni því Evrópusambandið vill miðstýra skógrækt í meira mæli sem dregur úr tækifærunum sem felast í stjórnun skóga heima í héruðum landanna. Hefðbundin skógrækt er stöðugleiki inn í framtíðina. Hvergi er þó slakað slöku við í nýsköpun. Það virðist alltaf vera hægt að vinna meira úr viði en maður hefði haldið. Fundargestum var boðið til bæjarins Mörrum að skoða nýstárlega viðarvinnslu, sprottin úr rifjum samvinnu sænskra skógarbænda. SÖ DRA er samvinnufélag 52.000 skógarbænda í Suður-Svíþjóð og þar vinna þrjú þúsund manns. Þessi verksmiðja, SÖ DRA, vinnur eftir kjörorðunum „Skila, skapa og skerða“ ( return, revive, reduc e) og framleiðir tex tílplötur búnar til úr trefjum sem samanstanda af 80% timbri ( sellulósa) og 20% endurunninni bómull. Þessum tex tílplötum hefur verið gefið nafnið Onc eMore® og er hægt að vinna úr þeim þráð til tauframleiðslu sem hægt er að nota í fatasaum eða aðra tauvinnslu. Þessi hringrás sem Onc eMore hefur skapað gefur fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum tækifæri á að taka þátt og leggja virðiskeðjunni enn frekar lið auk þess að leggja sitt af mörkum við umhverfið. Onc eMore skapar fjölda starfa og á allt að þakka ábyrgri nýtingu skóga. Stóru skógarþjóðirnar, Finnar, Svíar og Norðmenn, eru vitanlega mest áberandi í timburgeiranum en við litlu þjóðirnar, Danmörk og Ísland, getum lært töluvert af af þeim og mögulega þeir af okkur. Það er alveg spurning hvort ekki fari að koma tími á að íslenskir skógarbændur gangi formlega til liðs við NFS skógarfjölskylduna. Þannig getum við haft áheyrn og jafnvel áhrif. T il dæmis geta íslenskir bændur átt töluverða möguleika á að leggja loftslaginu lið með kolefnisbindingu í nýskógrækt og timburnytjar í kjölfarið. Auk þess er skandinavíska þekkingin á t.d. skógarumhirðu mun tæknivæddari og skipulagðari en hér tíðkast. Það er hermt upp á skógrækt að hún sé ákaflega tímafrek og taki ár og aldir uns hún verði að verðmætum nytjaskógi. Það má vel vera rétt, en þetta er þó allt spurning um hugarfar. Fjölskylduskógrækt er lýsandi og gott hugtak sem útskýrir með umhyggju og alúð það hugarfar sem skógrækt felur í sér. T ré skóganna munu standa vörð um komandi kynslóð og vonandi enn lengur. Ræktunin felur í sér alúð inn í framtíðina og allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt. Skógurinn verður miklu meira en nytjaskógur og íverustaður til leiks og starfa, heldur mótar hann faðm um jörðina, fólkið og dýr merkurinnar líkt og kærleiksrík fjölskylda kynslóð fram á kynslóð. Skógrækt er frábær. D agbj artur B jarnason , stjórnarmaður í búgreinadeild skógarbænda hjá B Í. D agb jartur B jarnason. Efnahagslegur veruleiki í takt við aðrar stéttir! ,,B ændur búa ekki í sama efnahagslega veruleika og aðrir íbúar þessa samfélags og það gengur ekki.“ Þetta er bein tilvitnun í orð matvælaráðherra sem féllu á dögunum og birtust í fjöl- miðlum. Skýrsla ráðuneytisstjóra- hópsins sem birt var nýlega staðfesti þessa fullyrðingu ráðherra og staðfesti jafnframt þann málflutning sem Bændasamtökin hafa haldið á lofti nær allt þetta ár um afkomuvanda kúabænda. Skýrslan sýnir að staðan í mjólkurframleiðslu er grafalvarleg en þar kemur skýrt fram að áætlað er að greinin í heild skili tapi á árinu 2023 , sem bætist við óviðunandi afkomu á síðustu árum. Það er einfaldlega staðan sem ríkisstjórnin er núna búin að staðfesta. Því miður er fátt sem bendir til að fjármagnskostnaður og fleiri gjaldaliðir í rekstri kúabúa lækki sem einhverju nemi á næstu mánuðum eða jafnvel árum. Það kom því vægast sagt á óvart að ráðuneytisstjórahópurinn skyldi ekki sjá ástæðu til að bæta stöðu mjólkurframleiðenda nema að mjög litlum hluta. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við bændur framleiðum matvæli fyrir Íslendinga og ferðamenn á þessu landi án þess að hafa af því viðunandi afkomu. Það getur aldrei verið nein framtíð í því fyrir greinina að hún skili í heild umtalsverðum taprekstri því við vitum alveg hvert sú staða leiðir okkur. Sem fulltrúi bænda í verðlagsnefnd búvara sé ég mér því ekki annað fært en að fara fram á fulla leiðréttingu til kúabænda, afturvirkt frá 1. janúar 2023 í gegnum uppfærðan verðlagsgrundvöll. Það er engin draumastaða að senda út í verðlagið alla þá hækkun á mjólk sem bændur þurfa á að halda. Þennan uppsafnaða fortíðarvanda er ekki hægt að flýja lengur. Hefði verið betra að taka fyrr á vandanum? Já, að sjálfsögðu, en það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Það verður einfaldlega að vinna með þá stöðu sem blasir við núna. Hversu mikill er vandinn? S a m k v æ m t n ú g i l d a n d i verðlagsgrundvelli er kostnaður á bak við hvern framleiddan mjólkurlítra rúmar 295 krónur. Því vantar bændur yfir 100 kr. á lítrann eins og staðan er í dag. Flestir eru sammála um að ýmsar forsendur í gildandi verðlagsgrundvelli séu úreltar og ekki er víst að vandinn sé raunverulega svona mikill. Bændasamtökin hafa á síðustu mánuðum unnið að því að greina stöðuna, á forsendum sem samtökin telja að geti verið eðlilegur verðlagsgrundvöllur. Skýrsla ráðuneytisstjórahópsins styður þær greiningar. Enginn samningur hefur verið gerður við kúabændur um að taka hækkanir síðustu ára á sig. Meira og minna allt í samfélaginu hefur hækkað á þessu tímabili og margt hækkað langt umfram hækkanir á mjólkurverði. Verðlagsgrundvöllur kúabúa byggir á forsendum sem eru taldar upp í búvörulögum og grundvöllurinn á að tryggja að sú staða geti aldrei komið upp að greinin í heild skili tapi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, sem hafa ekki tryggt að ákvarðanir um mjólkurverð til bænda byggi á réttum forsendum. Árið 2023 er að líða án afkomu. Það verður að laga og tryggja framtíð greinarinnar í leiðinni. R ey nir Þ ór Jón sson , stjórnarmaður í B ændasamtökum Íslands. R eynir Þ ór J ónsson. Aðventukveðja Þ að er á þessum árstíma sem er við hæfi að setjast niður og horfa yfir farinn veg, velta fyrir sér því sem náðist að framkvæma á árinu og huga að þeim verkum sem eftir eru. Það er einmitt það sem gerir starf bóndans svo áhugavert, það eru alltaf áskoranir, sorgir og sigrar, ný og síendurtekin verkefni og alltaf eru árstíðaskipti. Sömu verkin banka á dyrnar á hverju ári og þá er einmitt mikilvægt að ganga til sinna verka jákvæður og glaðsinna og takast á við verkefnin með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Það er ekki alltaf auðvelt en sauðfjárbændur hafa sýnt á undanförnum árum einstaka þrautseigju og útsjónarsemi við erfiðar aðstæður. Það er einlæg trú mín að á næstu misserum munu sauðfjárbændur uppskera fyrir erfiði sitt. Því er mikilvægt að trúa. Það er nauðsynlegt að setja fram skýra stefnu í átt að bættri afkomu, bæði sem einstaklingar hver og einn fyrir sig og einnig á okkar félagslega grunni. Vettvangurinn er á deildarfundi sauðfjárbænda sem haldinn verður dagana 12. og 13. f ebrúar. Eitt stærsta verkefni sauðfjár- bænda, á árinu sem senn er á enda, er baráttan við riðuna. Við munum flest eftir riðutilfellum í Miðfirði á vordögum og svo aftur í Húna- og Skagahólfi í haust. Það er átakanlegt fyrir bændur að horfa á eftir sínum bústofni hverfa á braut og nístandi sorglegt að fylgjast með nýjustu tilfellunum. En það eru nýir tímar að banka á dyrnar. Ræktun gegn riðu er hafin af fullum þunga um allt land og verður ekki annað séð en að allir villtustu draumar okkar um það hvernig við getum losnað við þennan vágest séu að raungerast. Flest bendir til þess að við séum auðug af verndandi arfgerðum í íslenska sauðfjárstofninum með ARR genasamsætuna þar fremsta í flokki. Við erum að stíga örugg og vel undirbúin skref, smátt og smátt losnum við undan niðurskurði og riðukvíða sem hefur á mörgum svæðum haft veruleg neikvæð áhrif á samfélög bænda. Með ræktun verndandi arfgerða eru sauðfjárbændur að stíga risastór skref í áttina að frelsi og umtalsvert breyttum starfsskilyrðum. Það hefur verið ánægjulegt að finna fyrir því hversu samstillt samfélagið hefur verið í þeirri vinnu sem við kemur riðunni. Sveitarfélög, einstaklingar og stofnanir hafa sýnt ótrúlegan vilja til að koma að þessu verkefni með okkur. Ríkið hefur ekki látið sitt eftir liggja og tryggt sauðfjárbændum fjármagn til að kosta að hluta verkefnið „ræktun gegn riðu“. Nýjasta aðgerðin var að tilkynna bændum um niðurgreiðslu á sæði úr hrútum sæðingastöðvanna sem bera verndandi og eða mögulega verndandi arfgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framgang þessa verkefnis að hafa ríkið með okkur á vagninum. Það mun auðvelda og flýta fyrir ræktuninni og spara í framtíðinni mikla fjármuni ríkisins og samfélagsins alls. Við getum hlakkað til þess tíma þegar við verðum hætt að skera heilu hjarðirnar ásamt öllum þeim erfiðleikum sem því hafa fylgt. Það var vitað að bændur myndu ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að notkun á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum. Þátttaka í sæðingum hefur verið með allra mesta móti og hefur mikið mætt á starfsfólki stöðvanna og ekki síður á hrútakostinum. Þegar sæðingavertíðin var hálfnuð var búið að senda umtalsvert meira sæði frá stöðvunum en á sama tíma í fyrra. Rétt um 53 % af öllu sæði sem hefur verið sent frá Sauðfjársæðingastöð Suður- lands hefur verið úr ARR hrútum stöðvarinnar og 64% frá Sauðfjár- sæðingastöð Vesturlands. T il hamingju, íslenskir sauðfjárbændur! Ég óska sauðfjárbændum góðrar fengitíðar, gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýja árinu. T rausti H jálmarsson , formaður deildar sauðfjárbænda hjá B ændasamtökum Íslands. Trausti H já marsson. Mynd / Á L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.