Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Ný stefna L andbúnaðarháskóla Íslands hefur verið samþykkt og tekur gildi 1 . janúar 2024 . Áfram er unnið á þeim grunni sem lagður var með stefnu Landbúnaðar- háskólans 2019- 2024 með áherslu á gæða- og umbótastarf sem styður við stefnu stjórnvalda og áherslna háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýsköpun, skilvirkni og gagnsæi í fjármögnun háskólastarfsins. Sérstaklega er horft til þess að auka gæði og skilvirkni kennslu með þróun náms og kennsluaðferða og fjölga útskrifuðum nemendum. Evrópusamstarf verður eflt enn frekar með sókn í samkeppnissjóði s.s. Horiz on, Erasmus+ og Life, og doktorsnemendum þannig fjölgað sem og birtingum ritrýndra greina. Áfram verður unnið að styrkingu innviða og góðu og framsæknu starfsumhverfi til að tryggja samkeppnishæfni háskólans í alþjóðlegu samhengi. Þá er mikilvægi samfélagslegs hlutverks Landbúnaðarháskólans dregið fram um eflingu byggða og sókn háskóla. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því að efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun, meðal annars með eflingu innviða, fjölgun nemenda og auknu alþjóðlegu samstarfi. Háskólinn er staðsettur á alþjóðlegu fuglaverndarsvæði, Ramsar svæði, og aðstæður einstakar á heimsvísu fyrir nám og rannsóknir í landbúnaði, landgræðslu, náttúruvernd, skógrækt og hönnun og skipulagi byggðar. Áherslur í nýrri stefnu eru settar fram í fjórum meginköflum: 1. Framsækið og spennandi nám 2. Rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf 3 . T raustir innviðir, hvetjandi starfsumhverfi og jafnrétti 4. Áhrif til framtíðar og ávinningur fyrir samfélagið Framsæ kið og sp ennandi ná m N ám við L andbúnaðarháskóla Íslands miðar að því að styrkja nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og aukinnar þekkingar, nýsköpunar og hagsældar innan atvinnugreina á sviðum háskólans. Á hersla er lögð á þróun náms og reglulega endurskoðun gæðaviðmiða, styrkingu þverfaglegs náms byggt á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samþættingu náms við rannsóknir og nýsköpun. S tefnt er að fjölgun útskrifaðra nemenda sem skila verðmætum, framsýni, þekkingu og áræðni út í samfélagið og eru eftirsóttir í atvinnulífinu. Nemendur í hefðbundnu námi við Landbúnaðarháskóla Íslands eru nú um 400, þar af um 100 nemendur í meistara- og doktorsnámi, um 200 í grunnnámi og rúmlega 80 í starfsmenntanámi í búfræði. Auk þess stunda um 200 nemendur einingabært nám í Reiðmanninum í gegnum Endurmenntun LbhÍ. Þá hefur Endurmenntun LbhÍ aukið til muna framboð einingabærra námskeiða og býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem á annað þúsund manns sækja á ári hverju. T vær nýjar alþjóðlegar meistaranámsbrautir í umhverfisbreytingum á norðurslóðum og endurheimt vistkerfa hafa ásamt Erasmus+ samningum við fjölda háskóla í Evrópu leitt til vax andi áhuga erlendra nemenda á að koma í meistaranám og skiptinám við Landbúnaðarháskólann. R annsóknir, nýsköp un og alþjóðlegt samstarf R annsóknir, nýsköpun og alþjóð- legt samstarf eru grunnurinn að framsækinni þróun og verðmætas- köpun fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag. Á hersla er lögð á að tryggja gæði starfseminnar og að L andbúnaðarháskóli Íslands sé eftirsóttur samstarfsaðili. Á fram verður lögð áhersla á að sækja fjármagn í samkeppnissjóði með áherslu á sjóði Evrópusambandsins og að efla hæfni starfsfólks til þeirrar sóknar. Sókn í samkeppnissjóði hefur skilað nýju fjármagni til rannsókna og fleiri doktorsnemendum. Samhliða hefur birtum vísindagreinum í ritrýndum tímaritum fjölgað sem og skýrslum og álitsgerðum sem eru unnar í samstarfi við stjórnvöld og aðra hagaðila. Alþjóðlegt samstarf hefur styrkst til muna og er Landbúnaðarháskólinn aðili að U NI green, evrópsku samstarfsneti átta evrópskra lífvísinda- og landbúnaðarháskóla sem styður við enn frekari uppbyggingu á sviði kennslu, rannsókna, nýsköpunar og alþjóðasamstarfs. T raustir innviðir, hvetjandi starfsumhverfi og jafnré tti I nnviðir háskólans eru annars vegar rekstrareiningar sem styðja við menntun, fræðslustarfsemi og rann- sóknir og hins vegar stoðþjónusta sem nauðsynleg er allri starfseminni. Á hersla er lögð á að tryggja góðan rekstur, sterka innviði og að háskólinn verði í fararbroddi með nýjan tæknibúnað. Þá er lögð áhersla á skilvirka og framúrskarandi stoð- þjónustu, að efla gæðamál, gera jafnréttismál sýnilegri, og tryggja hvetjandi og heilsueflandi starfs- umhverfi. Á undanförnum misserum hefur rekstur verið í góðu jafnvægi og býr Landbúnaðarháskólinn að öflugri og skilvirkri stoðþjónustu. Metnaður hefur verið lagður í að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk, og hvetjandi, öruggt og heilnæmt starfsumhverfi með jafnrétti og gæði í fyrirrúmi. Húsakostur hefur verið bættur í samvinnu við Framkvæmdasýslu-Ríkiseignir, en brýn þörf er á frekari umbótum bæði hvað varðar eldri friðaðar byggingar og nýrri skólabyggingar. U nnið er að undirbúningi nýrrar Jarðræktarmiðstöðvar á Hvanneyri sem er mikilvæg eining til að tryggja framgang jarðræktar og tengdra greina. Á hrif til framtíðar og á vinnings fyrir samfé lagið L andbúnaðarháskóli Íslands ber ábyrgð á að efla og miðla þekkingu og stuðla að verðmætasköpun á mikilvægum sviðum er varða umhverfi, samfélag, loftslagsmál, matvælaframleiðslu, skipulag og hönnun til framtíðar. Með áherslu á gæði, umbótastarf og samvinnu við stjórnvöld og hagaðila stuðlar háskólinn að aukinni hagsæld, framþróun og sjálfbærni. L ögð er áhersla á að starfsemi háskólans hafi áhrif til framtíðar fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag, sem styður við jafnvægi á milli þéttbýlis og dreifðra byggða. Sérfræðingar Landbúnaðar- háskóla Íslands gegna lykilhluverki í að efla þróun íslensks landbúnaðar, matvælaframleiðslu, náttúruverndar, loftslagsmála og skipulagsmála. Brýnt er að rannsóknaraðilar, stjórnvöld, framleiðendur og aðrir hagaðilar standi saman um framþróun og aðgerðir sem miða að því að efla íslenskan landbúnað og fæðuöryggi, og tryggja jafnframt að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði náttúruverndar og loftslagsmála. U ppbygging þverfaglegrar nýsköpunar- og þekkingarmiðstöðvar sem styður við náttúru, sögu, menningu og samfélagið á Hvanneyri mun leiða saman þá aðila sem geta valdið straumhvörfum í stöðu Íslands á ofangreindum lykilsviðum. Landbúnaðarháskóli Íslands hyggst vera í fararbroddi hvað varðar rannsóknir og hágæðanám á sviði sjálfbærrar nýtingar umhverfis og auðlinda. Námsumhverfi nemenda er í fyrirrúmi og góð aðstaða laðar fremstu vísindamenn víðs vegar að úr heiminum til samstarfs. Þannig styður Landbúnaðarháskólinn við markmið ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, einstaklingum, samfélagi og atvinnulífi til heilla. D r. R agnheiður I . Þórarinsdóttir, rektor L bhÍ. Ný stefna Landbúnaðar- háskóla Íslands 2024–2028 R agnheiður Þ órarinsdóttir. Séð y r Landbúnaðarskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd / L b h Í Bylting í byggkynbótum E ftir nokkurra ára hlé eru byggkynbætur aftur hafnar á Íslandi. L andbúnaðarháskóli Íslands hóf á vordögum samstarf um kornkynbætur við sænska samvinnufélagið L antmä nnen. Með opinberum stuðningi frá matvælaráðuneytinu. Samstarfið er byltingarkennt, þar sem nýjustu tækni verður beitt við úrval byggplantna. Nú er verkefnið komið á skrið og nýr stofn orðinn til þar sem kynbótamatið er að meðaltali hærra en á núverandi stofni. Hæsta kynbótamatið á einstaklingum í hinum nýja stofni er hærra en hjá einstaklingum með hæsta kynbótagildið í núverandi stofni. Þetta segir okkur að vænlegir einstaklingar eru í hinum nýja stofni. Einstaklingar sem verður að prófa til sannreyningar aðferðafræðinnar við íslenskar aðstæður strax í vor. K ynbæ tur fyrri á ra P löntukynbætur hafa verið með svipuðu sniði í rúm hundrað ár. Þær fara þannig fram að kynbótamaður velur álitlegar foreldralínur sem hann víx lar. Afkvæmi eru síðan sjálffrjóvguð og sáð út í tilraun. Álitlegustu plönturnar eru valdar byggt á sjónrænu mati. Flestum plöntum er hent, en úrvalinu er fjölgað og þær prófaðar í dreifðum tilraunum. Það er nær ómögulegt að meta uppskerumagn þegar horft er á eina plöntu en auðveldara er að sjá og velja fyrir eiginleikum eins og skriði og strástyrk. Í dreifðum tilraunum er uppskera hins vegar mæld á áreiðanlegan hátt. Byggkynbætur á Íslandi tóku mið af uppskeru, rúmþyngd, þúsundkornaþyngd, skriðtíma og þurrefnishlutfalli við skurð. Lagðar voru út byggyrkjatilraunir víða um land með helstu yrkjum á markaði og úrvalskynbótalínum úr íslenska kynbótaverkefninu. Síðastliðin ár hefur tekist að halda þessum tilraunum áfram með styrkjum frá samkeppnissjóðum. G ögnin úr tilraunum síðustu áratuga eru gríðarlega verðmæt, til að mynda eru þau núna nýtt í erfðamengjaúrval. N ýju aðferðirnar Síðustu ár hafa nýjar aðferðir sem eiga sér uppruna í búfjárkynbótum rutt sér til rúms í plöntukynbótum. Helsta breytingin er að í stað þess að kynbótamaður ákveði með sjónrænu mati hvaða plöntum er hent og hverjum er haldið, þá er kynbótamat byggt á erfðagreiningum notað í staðinn. Y rki og kynbótalínur úr áralöngum tilraunum við LbhÍ og RALA hafa verið erfðagreindar. Þar með höfum við fyrrgreint gagnasafn af svipgerðargreiningum og erfðagreiningum fyrir þau yrki og línur sem hafa verið prófuð í tilraunum. Þetta gagnasafn er kallað þjálfunarstofn. Slík gögn veita tækifæri til þess að reikna kynbótamat fyrir stakar plöntur byggt á erfðagreiningum. Í þessu felast mikil straumhvörf. Með því erfðagreina nýja kynslóð byggplantna, sem aldrei hafa litið dagsins ljós, hvað þá farið í dreifðar tilraunir víða um land, getum við fengið mat á frammistöðu þeirra við íslenskar aðstæður byggt á skyldleika þeirra við þjálfunarstofninn. P löntum sem fá hæsta kynbótamatið er haldið en öðrum hent. Í seinni kynslóðum sjálffrjóvgunar eru aðferðir þær sömu og hafa verið til þessa. Kynbótalínum er sáð í tilraunir víða um land þar sem uppskera og aðrir mikilvægir eiginleikar eru mældir. Síðastliðið vor völdum við foreldralínur af íslenskum og norrænum uppruna til víx lana í kynbótahvelfingu Lantmä nnen í Svalöf, samkvæmt víx lunaráætlun okkar. Í raun eru um tvö kynbótaverkefni að ræða, annars vegar sex raða og hins vegar tveggjaraða bygg. Afkvæmi þessarra skipta þúsundum. Þau ux u upp og blaðsýni voru tekin og erfðagreind með örflögu. Fyrsta erfðamengjaspá fyrir íslenskar plöntur T ímamót urðu í sögu plöntukynbóta á Íslandi 7. nóvember síðastliðinn þegar niðurstöður erfðagreiningar bárust okkur. Þá var reiknað kynbótamat fyrir þrjá eiginleika; uppskeru ( tonn þurrefnis / hektara) , rúmþyngd ( g/ dL) og þurrefnishlutfall, sem er hið nýja kynbótamarkmið bygg kynbótaverkefnisins. Hver einstaklingur fékk kynbótaeinkunn byggða á þessum þremur eiginleikum. Þar með var hægt að raða íslensku línunum í röð frá því besta ( eða efnilegasta) til þess lakasta. Nokkurt nýnæmi er fólgið í því að nú er notuð samsett kynbótaeinkunn fyrir bygg á Íslandi. Þá er reiknað vegið meðaltal af stöðluðu kynbótamati fyrir eiginleikana þrjá. Vægið er 50% á uppskeru, 3 0% á þurrefnishlutfall og 20% á rúmþyngd. Þessi vægi eru ekki vísindalega ákvörðuð eins og stendur, en best væri að notast við hagræn vægi, líkt og gert er í nautgriparækt. Slík kynbótaeinkunn byggð á hagrænu vægi skilar auknum ágóða til bænda. Þróun slíkrar kynbótaeinkunnar kostar þó töluverða vinnu sem verður að ráðast í bráðlega. Kynbótaeinkunnin og erfðalegur skyldleiki línanna var síðan notaður til þess að útbúa víx lunaráætlun nýju kynslóðarinnar fyrir áframhaldandi stofnþróun. Nýja víx lunaráætlunin var útbúin með aðstoð svokallaðs kjörframlagaúrvals ( e. optimum c ontribution selec tion) . gill autason. Hrannar Smári Hilmarsson. víraða bygg í unnarsholti 0 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.