Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 72

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 72
72 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 LESENDARÝNIGARÐYRKJA F ramleiðsla lífrænt ræktaðra matvæla hefur farið mjög vax andi á undanförnum árum í nágrannalöndum okkar. Heildarfram- leiðsla lífrænt vottaðra mat- væla í Danmörku telur nú yfir 10% af heildar- f r a m l e i ð s l u þeirra sem nálgast að vera h e i m s m e t . Svipaða sögu er að segja af aukinni framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða í flestum Evrópulöndum. Íslendingar eiga langt í land með að komast nærri þeirri tölu, allt of fáir framleiðendur sinna þessari hlið matvælaframleiðslu og er garðyrkjan þar engin undan- tekning. T alsvert er flutt inn af lífrænu grænmeti og ávöx tum sem hægt væri að framleiða hér á landi því markaðurinn fer ört vax andi með aukinni umhverfisvitund neytenda. Lífrænt ræktaðar matjurtir eru ekki aðeins framleiddar til að gefa neytendum kost á heilnæmu grænmeti án notkunar á tilbúnum áburði, kemískum varnarefnum og erfðatækni. Vakin hefur verið athygli á því að lífrænar ræktunaraðferðir stuðla að bættu umhverfi á svo margvíslegan hátt, til dæmis með nýtingu á lífrænu hráefni sem næringargjafa og aukinni kolefnisbindingu með heilbrigðri jarðvegsrækt. Virðing fyrir náttúrulegum ferlum og verndun líffræðilegrar fjölbreytni eru atriði sem lífrænar ræktunaraðferðir taka mið af og skiptir meðvitaða neytendur sífellt meira máli. G arðyrkjuskólinn býður up p á ná m í lífræ nni matjurtaframleiðslu Í G arðyrkjuskólanum á Reykjum, sem nú er starfræktur sem deild innan Fjölbrautaskóla Suðurlands, er kennd sérstök námsbraut um lífræna matjurtaræktun svo fjölga megi menntuðum garðyrkjufræðingum í þeirri grein. Þessi námsbraut hefur verið starfrækt frá árinu 2014 og nýtur sívax andi vinsælda enda ótal tækifæri til framtíðar fyrir þá sem tileinka sér þekkingu á lífrænum framleiðsluaðferðum. Fjölbreytni einkennir námið. Kenndir eru grunnáfangar garðyrkjunáms eins og grasafræði, plöntulífeðlisfræði og almenn ræktunarþekking en einnig lífrænar ræktunaraðferðir í gróðurhúsum og garðlöndum. Nemendur fá fræðslu um umhverfismál, grundvallaratriði vistfræði, verndun lífríkis og ábyrga jarðvegsræktun ásamt sjálfbærni. Lögð er sérstök áhersla á umhverfis- og samfélagslega ábyrgð framleiðenda, jafnt gagnvart neytendum og náttúru. Kennd er býflugnarækt til hunangsframleiðslu, gæðamál, dreifing og úrvinnsla afurða. Kennslan er að hluta til verkleg og er í boði bæði í staðarnámi og fjarnámi. G runnstoðir lífrænnar ræktunar eru fjölmargar og áherslur hafa breyst með aukinni þekkingu. Horft er til heilnæmis afurðanna sjálfra á öllum stigum ræktunarinnar en fjölmörg önnur áhersluatriði eru höfð til grundvallar: • Lífrænir næringargjafar • Ræktun í lifandi jarðvegi • Líffræðileg fjölbreytni • U ppbygging l ífrænnar langtímafrjósemi jarðvegs og verndun hans • Endurnýting lífrænna efna, t.d. með jarðgerð og efnahringrás innan býlis • Kolefnisbinding • Skjól fyrir erfðabreyttum lífverum • Eiturefnalaus ræktun • Velferð búfjár • Virðing og umhyggja gagnvart samfélagi og mannauði • Sjálfbærni • Áherslur lífrænnar framleiðslu allt frá frumframleiðslu til endanlegrar afurðar • Vottun þriðja aðila til að tryggja trúverðugleika framleiðslunnar Ný aðgerðaáætlun matvæla- ráðuneytis um stórauknar áherslur í lífrænni framleiðslu vekur vonir. Í aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu sem matvælaráðuneytið kynnti fyrir skemmstu er lagt til að ráðist verði í metnaðarfullar aðgerðir til aukinnar lífrænnar framleiðslu með því að örva eftirspurn, tryggja traust neytenda, styðja við aðlögun að lífrænum búskaparháttum og styrkja alla virðiskeðjuna. Áætlunin felur meðal annars í sér að bjóða fjárfestinga- og tækjastyrki, sérstakan stuðning við afurðastöðvar, aukið úrval lífrænna næringargjafa til ræktunar, að styrkja nýsköpun, vöruþróun og rannsóknir ásamt öðrum tillögum. Þessu fagnar G arðyrkjuskólinn og býður fram krafta sína til að ná þessum markmiðum með samstarfi og þróun þekkingar ásamt ráðuneyti og hagaðilum lífrænnar garðyrkjuframleiðslu. Finna má upplýsingar um garðyrkjunámið á heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurlands: https:/ / w w w .fsu.is/ I ngólfur G uðnason, brautarstjóri garðyrkju- framleiðslu, G arðyrkju- skólanum á R eykjum/F S u. Á framleiðsla mjólkur að vera í samræmi við þarfir þjóðarinnar? Í búvörulögum frá 1 993 er að finna kjarnann í þeirri landbúnaðarstefnu sem er útfærð nánar í samningum stjórnvalda og bænda á hverjum tíma. Í b) lið 1. gr. laganna er kveðið á um að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu s a m r æ m i við þarf i r þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Þessi lagagrein hefur alla tíð verið leiðarstef í starfsumhverfi mjólkurframleiðenda. Árlega er tekin ákvörðun um heildargreiðslumark mjólkur sem byggir á innanlandssölu afurðanna og söluhorfum fyrir komandi ár. G reiðslumark komandi árs, 2024, hefur þannig verið ákveðið 151,5 milljónir lítra. Þetta eru hin opinberu skilaboð til bænda um hve mikið magn mjólkur þeir skulu útvega íslenskum neytendum. Á móti er svo mælt fyrir í d) lið 1. gr búvörulaganna að „… kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta“. O pi nber stuðningur hefur minnkað verulega Mjólkurframleiðendur hafa í meginatriðum búið við óbreytt fyrirkomulag á stuðningi við greinina frá 1. september 2005. Hornsteinn þess skipulags er ofangreint markmið að innanlandsframleiðsla mæti þörfum innlendrar eftirspurnar á hverjum tíma. Þetta kemur skýrt fram bæði í búvörulögum og samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar. Þessu hafa bændur svarað með því að auka framleiðslu mjólkur úr um 109,5 milljón lítrum árið 2005 í 148 milljónir lítra árið 2022 sem er um 35% aukning. Á móti hafa framlög samkvæmt búvörusamningum til mjólkurframleiðenda dregist saman að raunvirði og dreifast að auki á meiri framleiðslu. Samkvæmt uppgjöri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ( RML) fyrir árið 2022 námu tekjur kúabúa, 44 kr/ lítra af greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkur framleiðslu og 5,7 kr/ lítra í tekjur af jarðræktar- og landgreiðslum. Samtals 49,7 kr/ lítra. Afurðastöðvaverð samkvæmt uppgjöri RML var 112,1 króna á lítra. Opinber stuðningur nam því 3 1% tekna á lítra mjólkur árið 2022 í stað 47,1% árið 2005. Í niðurstöðum starfshóps ráðuneytisstjóra þriggja ráðu- neyta sem birtust á heimasíðu matvælaráðuneytisins 5. desember sl. kemur fram að samkvæmt verðlagsgrundvelli kúabús hækkaði framleiðslukostnaður um 40% frá 2019-2023 meðan tekjur jukust samkvæmt búreikningum um u.þ.b. 14% . Við þetta bætist að verðlagsgrundvöllurinn vanmetur stórlega áhrif vax tahækkana á rekstrarkostnað kúabúa. Þetta tvennt, stórlækkað opinbert framlag á hvern lítra mjólkur og vanmat verðlagsgrundvallarins á raunverulegum framleiðslukostnaði, eru meginástæðurnar fyrir rekstrarvanda kúabænda um þessar mundir. M jólk og mjólkurvörur eru mikilvæ gur þát tur í næ ringu landsmanna Fyrir stuttu kom út skýrslan „Hvað borða Íslendingar? “ en hún var unnin af hálfu embættis landlæknis og Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og fól í sér landskönnun á mataræði þjóðarinnar árin 2019-2021. Þar má lesa um framlag mjólkur og mjólkurvara til mismunandi næringarefna. Þar kemur t.a.m. fram að 21% af hitaeiningum, 24% af próteinum, 65% af kalki og 3 3 % af joði ( en neysla á joði er of lítil hér á landi og fer minnkandi) koma úr mjólk og mjólkurvörum. Er að vænta stefnubreytingar frá stjórnvöldum um hvaðan þessi næring á að koma? H efur orðið stefnubreyting? Í áðurnefndum niðurstöðum starfshóps ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta frá 5. desember sl. segir að núverandi stuðningskerfi landbúnaðar „… endurspegli hvorki þarfir atvinnugreinarinnar í heild né stefnu stjórnvalda á málefnasviðinu“. Einnig kemur þar fram að breyta þurfi áherslum „þannig að stutt verði við fjölbreyttari starfsemi og framleiðslu landbúnaðarafurða í samræmi við áherslur landbúnaðarstefnu“. Hvergi verður hins vegar séð í fyrirliggjandi stefnuskjölum að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem fram kemur í því sem rammað er inn í b) lið 1. gr. núgildandi búvörulaga og vitnað var til í upphafi, þ.e. að framleiðsla mjólkur mæti þörfum þjóðarinnar. En ef líta á fram hjá augljósri þörf fyrir að mæta fordæmalausri hækkun framleiðslukostnaðar hjá öllum sem greinina stunda hlýtur að vera spurt: Hafa stjórnvöld breytt landbúnaðarstefnunni þvert ofan í gildandi lög og án þess að alþingismenn eða bændur hafi verið hafðir með í ráðum? E rna B jarnadóttir, hagfræðingur hjá MS. Erna Bj arnadóttir. Barist gegn riðuveiki í sauðfé: Breytið ekki strax um aðferð Nýlega fannst verndandi arfgerð gegn riðuveiki í íslensku sauðfé. Þ að voru gleðileg tíðindi, sem vöktu von um að rækta mætti þol gegn veikinni í fjárstofninum í stað þess að farga öllu fé á riðubæjum. S t u n d u m þurfti að farga þ ú s u n d u m fjár í heilum varnarhólfum þegar engin ráð, sem beitt var, dugðu til að draga úr miklu tjóni, sem var meira en þekktist í öðrum löndum og stöðva vax andi útbreiðslu veikinnar, sem var líkleg til að leggja landið allt undir sig á fáum árum. Bændur sem voru hart leiknir, sveitarfélög og Bændasamtökin kröfðust róttækra aðgerða. Reynsla sýndi að riða kom sjaldnar aftur, ef hús og umhverfi voru hreinsuð vel eftir niðurskurð. Þess vegna var bætt við fyrri varnarráð rækilegri sótthreinsun eftir þrif og eyðingu heymítla ( heymaurar) , þegar rannsókn benti til þess, að þeir gætu geymt og viðhaldið riðusmitefni. Í kílói af heyi eru 1-6 milljónir mítla af 7 tegundum. Niðurskurðurinn var neyðarráð, en aðferðin gjörbreytti árangrinum. Þar sem vandlegast var unnið og vakað yfir hverju skrefi aðgerðanna, heppnaðist útrýming riðunnar fullkomlega. Riða kom ekki aftur í nýtt fé á neinum bæjanna, sem voru margir tugir ( Fjárborg í Reykjavík, Barðaströnd o.fl.) . Á öðrum svæðum, þar sem ekki var sótthreinsað með sömu nákvæmni, kom veikin á ný upp á stöku bæjum. Líkur benda til þess að veikinni hafi verið útrýmt úr 21 af 24 sýktum varnarhólfum. Í Skagafirði og Húnaþingum herjar veikin enn á fáum bæjum nær því árlega, líklega vegna þess að ekki var sótthreinsað alls staðar þar sem fé var ekki tekið aftur, þrátt fyrir reglur um það. Viðskipti með smitmengaðan varning, tæki, hey og fé var heldur ekki alls staðar með fullri varúð. Nú vakna spurningar um það, hversu langt megi ganga í að slaka á vörnum, sem vel dugðu til að útrýma veikinni á stórum hluta landsins, sem fyrr segir og hversu fljótt megi breyta um stefnu í vörnum. Að mínum dómi vantar enn þekkingu og vissu um áhrif og afleiðingar þeirra aðferða, sem nefnd sérfræðinga hefur afhent yfirdýralækni og þær síðan lagðar fyrir matvælaráðherra. Þar er lagt til að skilja eftir við förgun riðuhjarða kindur með verndandi arfgerð gegn veikinni ( ARR/ ARR) og einnig kindur með hugsanlega verndandi arfgerðir. Ó víst er hvort þessar kindur, sem eiga að lifa, geti dreift smiti, geymt riðuna og e.t.v. vakið hana upp á ný. Í sérfræðinganefndinni eru tveir dýralæknar, Hákon Hansson á Breiðdalsvík og Ó lafur Jónsson á Akureyri, sem hafa lengri reynslu en flestir aðrir af baráttu gegn riðu í fremstu línu. Þeir eru ekki að öllu leyti sammála tillögunni, sem ráðherra var send og hafa skilað séráliti. Þeir leggja til að ekki verði breytt um stefnu næstu 5 árin, en þó unnið af kappi við ræktun á riðuþolnu fé með ARR arfgerð og fé með þá arfgerð fái að lifa þegar niðurskurður er ákveðinn. Í fyrstu verði höfuðáhersla lögð á varnir á riðusýktum svæðum. Eftir fjárskipti verði eingöngu tekin lömb af ósýktum svæðum með verndandi arfgerð. Að vísu er óvissa um afleiðingar kappsfullrar ræktunar frá fáum kindum. G allar kynnu að koma fram í nýjum stofni þannig til komnum. Nýlegar uppplýsingar benda til að hin verndandi arfgerð gefi ekki fullkomna vörm gegn riðu ( Spánn, Rúmenía) . Það er því ýmislegt, sem vantar á þekkinguna enn þá. Ég hef sjálfur stundað rannsóknir á riðuveiki í áratugi og baráttu við hana á Íslandi og í öðrum löndum. Ég þekki því sögu veikinnar og glímuna við hana allvel. Ég er sammála fyrrnefndum dýralæknum um að fresta breytingu á baráttu við riðuveiki í 5 ár hvað varðar hugsanlega verndandi arfgerðir. Þá verði stefnan og árangurinn metinn. Annað er fljótræði og óverjandi að leggja það á fjáreigendur, sem eiga ósýktan fjárstofn og hafa mátt þola tjón og sálarangist í baráttu við þessa illvígu veiki. S igurður S igurðarson dýralæknir. S igurður S igurðarson. Heilnæmar afurðir og virðing fyrir náttúru, umhverfi og samfélagi Mynd / S u sanne Friis P edersen, N I B I O I ngól fur G uðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.