Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 67

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 67
67Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Afkvæmin eru viljug og þjál og fara vel í reið með góðum fótaburði. G róska hlýtur heiðursverðlaun og sjöunda sætið. V issa frá Holtsmúla 1 Hryssan í áttunda sæti er Vissa frá Holtsmúla 1. Hún er undan heiðursverðlaunahrossunum Orra frá Þúfu og Vöku frá Arnarhóli. Ræktendur og eigendur eru Miðsitja ehf, Ása Hreggviðsdóttir & Birgir Ellert Birgisson. Vissa er með 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar en hún á 16 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm að meðaltali 8,05 í aðaleinkunn og voru þau sýnd við meðalaldur 6,2 ár Dómsorð afkvæma: Vissa gefur hross í meðallagi að stærð. Höfuð lýtalaust með beinni neflínu. Hálsinn yfirleitt grannur og reistur. Baklína oftast góð, lendin misjöfn, stundum aðeins gróf. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá. Fótagerð og réttleiki í meðallagi. Hófar með þykkum hælum en geta verið heldur víðir. P rúðleiki í meðallagi. T öltið er taktgott, skrefmikið með góðri fótlyftu. Brokkið er oftast takthreint og með góðri fótlyftu. Afkvæmin eru öll, nema eitt, vel vökur. Stökkið yfirleitt rúmt og taktgott. Fetið er taktgott en stundum fremur skrefstutt. Afkvæmin eru þjál og með góða framhugsun. Fegurð í reið einkennist af góðum fótaburði. Vissa hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og áttunda sætið. Ó lafía frá Læ kj amóti Hryssan í níunda sæti er Ó lafía frá Lækjamóti. Hún er undan heiðursverðlaunahestinum Aðli frá Nýjabæ og Rauðhettu frá Lækjamóti. Ræktandi hennar og eigandi er Sonja Líndal Þórisdóttir. Ó lafía er með 114 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn en 121 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs. Hún á 9 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm að meðaltali 7,94 í aðaleinkunn og voru þau sýnd við meðalaldur 5,4 ár. Dómsorð afkvæma: Ó lafía gefur mjög stór hross. Höfuð er svipgott og eyru fínleg en stundum aðeins djúpir kjálkar. Hálsinn er reistur og langur. Bakið er breitt og vöðvafyllt og lendin öflug. Afkvæmin eru fótahá og sívalvaxi n. Fótagerðin er traust og réttleiki yfirleitt góður. Hófar prýðilegir með hvelfdum botni. P rúðleiki yfirleitt yfir meðallagi. Afkvæmi Ó lafíu er klárhross. T öltið er takthreint, skrefgott með góðri fótlyftu. Brokkið er skrefmikið og takthreint. Stökkið er rúmt og skrefmikið en hæga stökkið er sviflítið. Fetið er takthreint og skrefmikið. Afkvæmin eru viljug og fara vel í reið. Ó lafía hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og níunda sætið. G erp la frá Hólabaki Hryssan í tíunda sæti er G erpla frá Hólabaki. Hún er undan heiðursverðlaunahestinum G usti frá Hóli og Eldingu frá Hólabaki. Ræktandi hennar og eigandi er Björn Magnússon. G erpla er með 113 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og 118 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeið. Hún á 14 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm að meðaltali 8,11 í aðaleinkunn og voru þau sýnd við meðalaldur 6,6 ár. Dómsorð afkvæma: G erpla gefur stór hross. Höfuð er með beinni neflínu og vel opnum augum en eyrun stundum aðeins gróf. Hálsinn er langur og reistur. Eitt afkvæmanna hefur framhallandi baklínu en annars er baklína góð og lendin oftast öflug. Afkvæmin eru langvax in og sívöl. Fótagerðin í meðallagi en sinaskil eru stundum lítil. Réttleiki heldur slakur en flest afkvæmanna eru nágeng. Hófar yfirleitt efnistraustir. P rúðleiki heldur slakur með einni undantekningu þó. Afkvæmin eru að uppistöðu klárhross þó sum þeirra tæpi á skeiði. T öltið er skrefgott með góðri fótlyftu, það sama má segja um brokkið. G reitt stökk er ferðmikið og teygjugott og bæði hægt og greitt stökk eru með góðri fótlyftu. Fetið er takthreint og skrefgott. Afkvæmin eru viljug og fara vel í reið, með mikilli reisingu og fallegum fótaburði. G erpla hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og tíunda sætið. K atla frá S teinnesi Hryssan í ellefta sæti er Katla frá Steinnesi. Hún er undan G ammi frá Steinnesi og Kylju frá Steinnesi. Ræktandi hennar er Magnús Jósefsson og eigandi er Ágúst Þór Jónsson. Katla er með 113 stig í kynbótamati aðaleinkunnar en 118 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs. Hún á 16 afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm að meðaltali 8,03 og voru þau sýnd við meðalaldur 5,6 ár. Dómsorð afkvæma: Katla frá Steinnesi gefur frekar stór hross. Höfuð er svipgott og eyru fínleg. Hálsinn er hátt settur við háar herðar og skásettum bógum. Baklína er góð og lendin öflug. Afkvæmin eru fótahá og yfirleitt hlutfallarétt. Fótagerð er traust en réttleiki tæpur, afturfætur nágengir og framfætur snúnir. Hófar eru með hvelfdum botni en efni í meðallagi. P rúðleiki er góður. Afkvæmi Kötlu eru klárhross að upplagi þó eitt þeirra sé sæmilega vakurt. T öltið er taktgott með góðri fótlyftu. Brokkið er lyftingagott en rými í meðallagi. Stökkið er með góðri fótlyftu en stundum sviflítið. Fetið er misgott en oft skrefmikið. Afkvæmin fara vel í reið með góðum fótaburði og framhugsun. Katla hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og ellefta sætið. Þ ráinn frá F lagbj arnarholti Þráinn frá Flagbjarnarholti hlýtur nú viðurkenningu fyrir fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Hann er undan heiðursverðlaunahestinum Álfi frá Selfossi og Svartsdótturinni Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum. Ræktendur Þráins er Jaap G roven og eigandi Þráinsskjöldur ehf. Þráinn er með 13 0 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og 16 dæmd afkvæmi. Meðaltal aðaleinkunnar sýndra afkvæma er 8,07 og eru þau afar ung að árum 4,6 ára að meðaltali. Dómsorð afkvæma: Þráinn frá Flagbjarnarholti gefur fremur stór hross. Höfuðið er skarpt með beina neflínu og vel borin eyru sem eru stundum gróf. Hálsinn er reistur og grannur við háar herðar. Bakið er með nokkuð góða baklínu, vöðvafyllt og lendin löng. Afkvæmin eru samræmisgóð, bolurinn jafn og sívalur og framhæð og fótahæð góð. Fætur eru réttir, þurrir með fremur góð sinaskil og öflugar sinar. Hófar eru efnisgóðir með hvelfdan botn, prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin eru bæði klár- og alhliðahross en vekurðin er ekki mikil enn sem komið. T öltið er skrefmikið með góðum fótaburði. Brokkið, hæga og greiða stökkið er skrefmikið. Fetið er takthreint. Þráinn gefur myndarleg og samræmisgóð hross sem fara vel í reið bæði skrefmikil og með góðum fótaburði. Þau eru ung að árum en bæði viljug og þjál. Þráinn hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Fjósbitar frá Andersbeton fyrir kýr og ungviði. Gólfplötur undir allar gerðir mjaltaþjóna. Flutt heim á býli. Flatgryfjur og fylgihlutir, ss. yfir, hliðar og undirplast, fergingarnet, dekkjahringir og jöfnunarvalsar. Rúlluplast bæði með og án meindýravarna, ss. vörn bæði fyrir fugli og músum. Rúllunet og bindigarn. Verð á plasti og neti miðað við afhendingu á býli. Haughrærur og dælur. Litli Krummi ehf. Benedikt Hjaltason s.8946946 fjosbitar@simnet.is ÖLL ALMENN MÚRVINNA ÞJÓNUSTUM EINSTAKLINGA, HÚSFÉLÖG OG FYRIRTÆKI • Múr- og sprunguviðgerðir • • Steypuslípun • • Inndælingar • • Filtering/Pússun • • Flotun • • Hleðslur • • Flísalagnir • 781 7777 husrad@husradverktakar.is Hafðu samband á stolpigamar.is eða í síma 568 0100 stolpigamar.is Sniðug lausn! Geymslugámar með bílskúrshurð Við bjóðum í fyrsta sinn hentuga 20 feta sérútbúna geymslugáma með bílskúrshurð sem auðveldar aðgengið mikið. Gámarnir eru hentug geymslulausn undir búslóðir, frístundatæki eða í raun hvað sem er. Komdu og skoðaðu. Hafðu samband við okkur og fáðu allar nánari upplýsingar eða kíktu í heimsókn. KLETTAGARÐAR 3-5 | 104 REYKJAVÍK | STOLPIGAMAR@STOLPIGAMAR.IS G erpl a frá H ól abaki. K atl a frá S teinnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.