Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR VERKLEG KENNSLA SKRÁNING HAFIN OG Á GAMLA VERÐINU Í REYKJAVÍK, AKUREYRI, OG Á SAUÐÁRKRÓKI Skráning á aktu.is MEIRAPRÓF Í FJARFUNDI HEFST 11. JANÚAR MEIRAPRÓF ALLIR RÉTTINDAFLOKKAR FJARKENNSLA 2 HELGAR 3 HELGAR Færri hryssur í blóðtöku – Yfirlit um starfsemi Ísteka árið 2023 M agn blóðs sem safnað var í blóðtöku á fylfullum hryssum stóð í stað á milli áranna 2 0 2 2 og 2 0 2 3 . Fjöldi blóðtökuhryssa á Íslandi í ár var 4.088 og hefur þeim fækkað örlítið frá því í fyrra þegar þær voru 4.141 talsins. Starfsstöðvarnar voru níutíu talsins líkt og í fyrra, að því er fram kemur í yfirliti frá Ísteka ehf. um starfsemi fyrirtækisins á blóðtökutímabilinu í ár. Þar kemur fram að skilaverð blóðs úr meðalhryssu hafi verið um 112.000 kr. án vsk. sem er hækkun frá því í fyrra þegar það var 95.000 krónur. Að meðaltali fóru hryssur 5,1 sinni í blóðtöku en alls var tekið blóð í ríflega 24.000 skipti. Þar er jafnframt sagt að hlutfall úrvalsgóðra hryssna fari stækkandi, en skilgreining þeirra eru þær sem eru tækar í blóðtöku sjö og átta sinnum. „Hlutfall þeirra var 54,7% á nýliðnu tímabili en 47,7% að meðaltali á viðmiðunartímabilinu. Bændur stunda kröftuga framþróun í þessum búskap sem lýtur jú sömu lögmálum og annar búskapur, afurðir hámarkaðar með sem fæstum gripum. Heilbrigði þeirra og heilsa spilar þar lykilhlutverk. Frjósemi hryssnanna í ár var yfir 85% sem er töluvert betri en sést almennt í hrossarækt ( 70–80% ) . Blóðnytjabúskapurinn kemur einnig vel út í flestum öðrum samanburði, svo sem í almennu heilsufari stofnsins og í þroska folaldanna.“ E ftirlit h aft með starfseminni Bæði dýralæknar og starfsmenn Ísteka hafa eftirlit með öllum blóðtökum. Að öðru eftirliti segir í skýrslunni að eftirlitsdýralæknir á vegum Ísteka hafi heimsótt um 40% starfsstöðva á tímabilinu auk heimsókna að vetri til. Þá hafi eftirlitsaðilar á vegum erlendra kaupenda á lyfjaefni Ísteka heimsótt þriðjung bænda. Einnig hafði Matvælastofnun eftirlit með starfseminni. „Blóðtaka fer fram 12 dagsparta ár hvert hjá hverjum bónda og byggt á ofangreindum tölum um eftirlitstíðni hefur meðalbóndinn mátt eiga von á um tveimur formlegum eftirlitsheimsóknum í ár á þessu 12 daga tímabili,“ segir í skýrslunni. V innumaður fé kk t iltal Samkvæmt reglugerð nr. 90/ 2022 um blóðtöku úr fylfullum hryssum sem fylgt var í sumar ber að skrá öll frávik sem verða við blóðtöku, þar með talið tilvik um áberandi ótta eða streitu hjá merunum. Skráð frávik voru 144 talsins samkvæmt skýrslunni og voru endurtekin frávik skráð hjá átján hryssum, fjórtán með tvö frávik og fjórar með þrjú frávik. „Ráðleggingar Ísteka eru að eigendur hryssna, þar sem skráð eru frávik þrisvar sinnum eða oftar, þjálfi hryssuna betur áður en hún er tekin til blóðtöku aftur eða finni henni nýtt framtíðarhlutverk. Fyrir mistök gáfu 2 hryssur blóð 9 sinnum. Þeim varð ekki meint af því.“ Þá var eitt tilvik skráð sem „ofbeiting valds“ og varðaði það ungan vinnumann sem fékk í kjölfarið tiltal að því er fram kemur í skýrslunni. „Hrossum var ekki hætta búin af frávikinu en Ísteka lítur það þó alvarlegum augum og brýnir fyrir öllum að höfuðáhersla sé ávallt lögð á virðingu og nærgætni í umgengni við hryssurnar.“ Sex h ry ssur drápu st Sex hryssur drápust á blóðtöku- tímabilinu samkvæmt skýrslu Ísteka en þar er fullyrt að ekki væri hægt að tengja dauðsföllin við blóðtöku. Þrjár hryssur voru krufnar og niðurstaða þeirra leiddi í ljós að ein hafði drepist úr hrossasótt, en „í hinum tveimur tilvikunum fékkst ekki skýring á dánarorsök og þar með ekki hvort hún tengdist blóðtöku“. Ellefu slys á hrossum voru skráð á blóðtökutímabilinu og samkvæmt skýrslunni tengdust tvö þeirra blóðtöku. Sautján veikindi voru tilkynnt og tengdust níu þeirra blóðtöku viðkomandi grips. „Í öllum tilfellum jafnaði hryssa sig fljótt og vel, ýmist með eða án aðkomu dýralæknis.“ Í skýrslunni má einnig finna kafla um hryssur á vegum Ísteka. Þar kemur fram að fyrirtækið hafi haldið um 3 00 hryssum í blóðnytjum í ár í fimm hópum á þremur stöðum á landinu og telji það rífleg 6% af heildarfjölda hryssna. „Meðalhryssan í stóðum Ísteka gaf 5,9 einingar og 6,6 sé eingöngu miðað við fyljaðar hryssur. Þetta er nokkuð yfir landsmeðaltalinu sem var [ ...] 5,1 og 6,1 í sömu röð.“ / ghp F j ö ld i b ló ð t ö k uh ryssa á Í sland i í á r v ar 4 .0 8 8 . A ð m eð alt ali fó ru h ryssur 5 , 1 sinni í blóðtöku en alls var tekið blóð í ríflega .000 skipti. Mynd /g h p Eyja- og Miklaholtshreppur: Þurrkun á korni gekk vel – 70 tonn þurrkuð í þurrkstöð sem bændur á fimm jörðum keyptu F yrsta starfsár G ullkorn þ urrkun ehf. byrj aði með sóma og tókst nýj um eigendum vel að að læ ra á tæ kj abúnaðinn. Þetta segir Karen Björg G estsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins og bóndi á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi. Á bak við fjárfestinguna standa jafnframt bændur frá Hundastapa á Mýrum, Brúarhrauni og Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, ásamt Stakkhamri í Eyja- og Mikla- holtshreppi. Sjötíu tonn af korni fóru í gegnum þurrkstöðina í haust, en Karen segir það vel undir afkastagetu þurrkarans, sem er átján rúmmetrar að stærð. Þurrkstöðin eigi að ráða við talsvert magn þó Karen nefni ekki nákvæma tölu. T il að byrja með standi aðallega til að þurrka bygg, en svo megi skoða aðrar korntegundir. Lélegt kornár kom í veg fyrir fulla nýtingu á þurrkstöðinni, en margir bændur hafi ýmist ekki getað sett niður sáðkorn eða ekki fengið uppskeru að neinu magni. Að þessu sinni hafi einungis þeir bændur sem stóðu á bak við kaupin nýtt stöðina en til standi að hún verði nýtt til að þjónusta fleiri bændur á svæðinu. Karen telur mikilvægt að hafa fleiri valkosti en að sýra allt bygg. G eymsluplássið við stöðina dugði vel fyrir það korn sem þurrkað var í haust. Með kaupum á stöðinni fylgdi bíll til kornflutninga, sem opni möguleika á að blása korninu beint upp í síló heima á bæjunum. Þá ætli bændurnir að valsa korn sem verði sett í stórsekki. Stefnt sé að því að stöðin standi undir kostnaði sem allra fyrst og ætli allir eigendurnir að efla eigin kornrækt. Sárafá vandamál hafi komið upp og verkefnalistinn fyrir næsta haust sé ekki langur. / Á L Karen Björg estsdóttir framkv mdastjóri ullkorns þurrkunar ehf. Þ urrk st ö ð in. Myndir / Á L Niðurskurður á Stórhóli: Ásættanlegar bótagreiðslur S korið var niður fé á bæ num S tórhóli í Húnaþ ingi vestra á fimmtudaginn, vegna riðutilfellis sem þ ar greindist í haust. Hafa bændur undirritað samning við matvælaráðuneytið um bætur, þar sem gert er ráð fyrir ræktunaráætlun á nýjum stofni með verndandi arfgerðir gegn riðu. Rúmlega hundrað kindur voru arfgerðagreindar á bænum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti og var því hlíft við niðurskurðinum, samkvæmt nýrri nálgun í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé. H æ rri afurðatjónsb æ tur Að sögn G arðars Vals G íslasonar, bónda á Stórhóli, var sett upp ræktunaráætlun í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem var skilyrði fyrir því að hægt væri að hlífa þessum kindum og byggja upp nýjan stofn með verndandi arfgerð. „Við erum sátt við niðurstöðuna, það er mikill munur á samtalinu við ráðuneytið nú og þegar við lentum í riðu í desember 2006 þegar allri hjörðinni var fargað, sem var um 550 fjár. Við fáum nú afurðatjónsbætur til lengri tíma en bara tveggja ára til að standa straum af uppbyggingu á nýjum stofni á meðan það ferli er í gangi, en þær bætur lækka í samræmi við stærri bústofn og aukna framleiðslu á bænum.“ H eimilt að aflé tta einang run eftir tv ö ár Á meðan uppbyggingin stendur yfir eru í gildi takmarkanir, til að mynda þarf allt fé sem hlíft var undan niðurskurði að vera innan fjárheldra girðinga á bænum í allt að sjö ár frá niðurskurði. Enda er skylt að rækta upp hjörðina á þessum sjö árum með það að markmiði að hún verði ónæm fyrir riðu. Þrátt fyrir sjö ára takmörkunartíma er Matvælastofnun heimilt að aflétta einangrun þegar 75 prósent hluti hjarðarinnar ber hina verndandi ARR/ ARR-arfgerð og afgangurinn er með verndandi samsætu og mögulega verndandi samsætu í arfgerðinni. Þó aldrei fyrr en að tveimur árum liðnum frá niðurskurði og að önnur skilyrði hafi verið uppfyllt. Bændur þurfa að standa skil á upplýsingagjöf til Matvælastofnunar og leyfa sýnatökur á bænum. Veittur er stuðningur við kaup á fé með verndandi arfgerð og á meðan uppbyggingu stendur. Vegna hinnar nýju nálgunar er slakað á kröfum um tiltekin atriði hreinsunar og niðurrifs í fjárhúsum, þó bændurnir þurfi að hlíta ströngum reglum varðandi þrif og sótthreinsun. / s m h aríanna va agnarsdóttir og arðar alur íslason á Stórhóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.