Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 74

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 74
74 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 LESENDARÝNI Hvernig verður íslenskur landbúnaður 2040? M ér datt í hug að skella í smá grein þar sem ég set á mig spámannsgleraugun og horfi til hvernig ég sé landbúnað hérlendis þróast fram til ársins 2040. Ég mun tak- marka mig við umfjöllun um nautgriparækt, sauðf já r rækt og jarðrækt en mjög spennandi tímar eru fram undan í öðrum búgreinum líka og við munum einnig sjá nýjar búgreinar spretta fram eins og t.d. skordýrarækt, sem mun byggja á endurnýtingu lífræns hráefnis. Þessi grein byggir ekki á djúpum vísindum og ætti því ekki að takast of alvarlega en getur kannski verið ágætis innlegg inn í hugrenningar núverandi og verðandi bænda um hvernig þeir sjá sinn rekstur fyrir sér árið 2040. N autgriparæ kt Ef framhald verður á þróun undanfarinna ára og ekki gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr stækkun mjólkurkúabúa má gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fækka hratt og verða komin niður í kringum 150 framleiðslueiningar árið 2040 og stór hluti þeirra í meirihlutaeigu hagsmunaaðila og fjárfesta. Ef við gerum ráð fyrir svipaðri fjölgun landsmanna og ferða- manna á komandi árum og svipuðu neyslumynstri má gera ráð fyrir að heildarframleiðsla mjólkur- afurða verði í kringum 200 milljón lítra. Kyngreint sæði ásamt erfðamengisúrvali og flutningi fósturvísa mun gerbreyta ræktunar- starfinu og búum með holdagripa- hjarðir mun fækka þar sem hrein- ræktaðir holdagripir sem koma frá mjólkurframleiðslunni munu auka mjög mikið hagkvæmni kjötframleiðslunnar. Miklar breytingar verða í fóðrun og umhirðu gripanna þar sem greining á ástandi gripanna með gervigreind mun skipa stórt hlutverk og alls konar sjálfvirkni við fóðrun og umhirðu gripanna mun aukast. T urnar munu koma sterkir inn sem fóðurgeymslur enda passa þeir mun betur inn í sjálfvirknipakkann en gryfjur og rúllur. Einhverjir bændur hefja notkun á þurrheyshlöðum með upphituðu súgþurrkunarlofti sem lið í minnkun metanlosunar búanna og framleiðslu mjólkur með sérstaka eiginleika til ostagerðar. Nýting mykju mun snarbatna og það verður algengt að köfnunarefni og endurunnum fosfór úr seyru verði blandað í mykjuna í stað notkunar á tilbúinum áburði. Stór hluti styrkja til búgreinarinnar mun byggja á dýravelferð og lágmörkun umhverfisspors framleiðslunnar. Jar ðræ kt Landverð mun hækka mjög mikið vegna mikillar eftirspurnar bæði innlendra og erlendra fjárfesta sem munu sækjast eftir hlunnindum og möguleikum á kolefnisbindingu í t.d. skógrækt og uppgræðslu illa gróins lands. Bylting mun eiga sér stað í ræktun og umhirðu ræktarlands samfara aukinni áherslu á hámörkun uppskeru með sem minnstu umhverfisspori. Drenlagnir munu koma sterkar inn og hefðbundnum opnum skurðum verður lokað í stórum stíl sem mun auka hagkvæmni við alla vinnslu landsins mikið. G runnar vatnsrásir munu koma í stað opinna skurða á flatlendi þar sem þörf er á að koma yfirborðsvatni af ræktarlandi. Notkun á tilbúnum áburði eins og við þekkjum hann í dag verður mjög lítil en í staðinn verður mikil áhersla á notkun annarra lífrænna hráefna sem áburðargjafa eins og t.d. húsdýraáburðar, seyru og fiskimykju. Köfnunarefni sem unnið er úr andrúmslofti verður notað til að hækka N hlutfall lífrænu hráefnanna og farið verður að nota sérvirkar örveruflórur til að auka umsetningu jarðvegs og niðurbrot næringarefna og losun fastbundinna efna eins og t.d. fosfórs úr jarðvegi. Akuryrkja mun aukast mikið og verður áherslan þar bæði á aukna kornrækt en ekki síður á aukna próteinframleiðslu til að mæta núverandi þörf en ekki síður þeirri gríðarlegu viðbótarþörf sem skapast með þeirri margföldun sem mun eiga sér stað í umsvifum fiskeldis. Ræktun á fóðurrófum/ næpum verður umtalsverð til að mæta innlendri fóðurþörf og ræktun á hampi, líni, burnirót, kúmeni og fleiri plöntum sem geyma verðmæt heilsubætandi efni mun skapa góðar tekjur fyrir klára og útsjónarsama ræktendur. Sala kolefniseininga verður orðin stór hluti af innkomu margra bænda og stór hluti núverandi eyðimarka okkar á láglendi verður komin í umbreytingu yfir í framtíðarræktarland þar sem umsjónarmenn landsins fá greitt fyrir kolefnisbindingu landsins og uppskera um leið próteinríkan plöntumassa sem fer í graspróteinframleiðslu og síðar í lífkolagerð – en lífkolin verða síðan notuð við landgræðslu þar sem þau eru fullkomin til að bæta rakaheldni í rýrum jarðvegi og geyma næringarefni. S auðfjárræ kt Fjárbændur munu á þessum tímapunkti hafa gjörbreytt sinni nálgun og munu leggja áherslu á sambærilega nálgun og bændur gerðu í Kanada þegar sambærilegt kerfi og viðgengst hér hafði siglt í strand. Markaðssetning lambakjötsins mun byggja á áherslu á að lambakjötið sé í sama flokki og villibráð og stærstur hluti kjötsins verður seldur ferskur bæði innan- lands og erlendis og skilaverð verður c a tvöfalt hærra en það er í dag á núvirði. Stór hluti sauðfjár verður alinn á láglendi og margir bændur stunda framleiðslu með þremur sauðburðum á hverjum 2 árum. Búskapurinn mun áfram verða samsettur af litlum einingum með tugi og hundruð fjár þar sem aðaltekjur munu koma annars staðar frá en stærri einingar með þúsundum fjár munu skapa möguleika á góðri afkomu án utanaðkomandi tekna. F innbogi M agnússon spámaður. F innb ogi M agnússon. Landbúnaður – úr vörn í sókn R íkisstjórnin samþykkti föstudaginn áttunda desember tillögur matvælaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og undirritaðs um aðgerðir til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna efnahagsástandsins. Þet ta e ru m i k i l v æ g a r aðgerðir sem leggur meðal annars áherslu á nýliðun og kynslóðaskipti með aðstoð við yngri bændur. Þessar aðgerðir og frumvarp að lögum sem heimilar aukið samstarf og samruna afurðastöðva í kjöti koma til með að bæta aðstæður í einni af grundvallaratvinnugrein okkar á Íslandi. Það er þó ekki nóg. Horfa verður til framtíðar og rífa greinina upp úr þeim hjólförum sem hún hefur setið í, hjólförum sem eru mótuð af afskiptaleysi og hugsunarleysi á ákveðnum sviðum í íslensku samfélagi. Ég fullyrði að fáar atvinnugreinar hafa þurft að berjast við jafnmikinn skort á skilningi og landbúnaður hefur gert hér á landi. Ef við lítum út fyrir landsteinana, hvort heldur er til annarra Norðurlanda eða ríkja Evrópusambandsins, þá virðist ríkja almennari skilningur á mikilvægi þess að styðja þurfi við landbúnað, duglega, til að styðja við blómlegt atvinnulíf og byggðir. Að ekki sé talað um mikilvægi fæðuöryggis sem hér á eyjunni Íslandi er augljóslega gríðarlegt hagsmunamál allra landsmanna. F æ ðu- og matv æ laöry ggi Ég tel að við getum lært mikið af Noregi sem er að mörgu leyti á svipuðum stað og við hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar, dreifða byggð og norðlæga breiddargráðu. Hægt er að skipta umgjörð landbúnaðarins upp í fjögur svið. Fyrst má telja fæðu- og matvælaöryggi og er aukin matvælaframleiðsla augljóst hagsmunamál þegar kemur að þeim þáttum. Við hér á Íslandi búum að því að til dæmis notkun sýklalyfja er hverfandi og á svipuðum stað og Noregur en löndin tvö eru einstök í alþjóðlegu samhengi. Heimurinn getur lært af íslenskum landbúnaði hvað þetta varðar og einnig almenna dýravernd þar sem verksmiðjubúskapur í landbúnaði er afar sjaldgæfur. L andbú naður um land al lt Mikilvægt er að tryggja gott ræktunarland. Nú stendur yfir vinna við að skilgreina ræktunarland, nokkuð sem er mikilvægt til að standa vörð um vax tarmöguleika landbúnaðar. Við þurfum einnig að styðja og hvetja til landbúnaðar- framleiðslu og búskapar. Í þessu þarf pólitísk stefna að taka mið af tækifærum mismunandi byggðarlaga og þeirri mismunun sem verður til vegna landfræðilegra þátta og fjarlægða. A ukin v erðmæ tasköpun Búskapur er ekki eyland. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk leggi allt sitt að veði til þess að stofna bú meðan ekki er búið nægilega vel að greininni. Ekki er langt síðan fyrrverandi landbúnaðarráðherra talaði um sauðfjárrækt sem lífsstíl. Þau ummæli dæma sig auðvitað sjálf. Það er þó ljóst að ef ekki verður horft til framtíðar og lagður grunnur að betri samkeppnishæfni þá verður sauðfjárbúskapur dýr lífsstíll, þar sem fólk leggur allt að veði fyrir ánægjuna af því að rækta sauðfé og viðhalda aldalangri menningu íslenskra bænda. Ég óttast að þeim fari fækkandi sem eru reiðubúnir að fórna tekjum sínum og lífsgæðum fyrir það að geta verið bóndi. Það má ekki gleymast að það að vera bóndi er atvinna, alveg eins og heildsali eða bankastarfsmaður. Sömu gildi ríkja í sveitum varðandi það að fólk vill skapa áhyggjulausa framtíð og lífsgæði fyrir börnin sín. Þess vegna er mikilvægt að virðiskeðjan sé samkeppnishæf og búin öflugar einingar. Einnig þarf að hlúa vel að þekkingu og hæfni í landbúnaði. S jálfbæ r landbú naður Bændur hafa frá landnámi verið vörslumenn landsins. Það hefur verið þeirra hagur að búa vel að bústofni sínum og landi. Í þeim áskorunum sem uppi eru í loftslagsmálum er mikilvægt að landbúnaðurinn sé hluti af lausninni en ekki sé reynt að gera hann að hluta af vandamálinu. Við höfum ákveðna möguleika til að styðja við landbúnað og bændur í þeirri vinnu sem þarf að ráðast í til að berjast gegn loftslagsbreytingum og einnig til að verjast áhrifum þeirra. U ppfæ rsla á tollum Flestar þjóðir líta á það sem skyldu sína að styðja við landbúnað í löndum sínum með tollum á innfluttar landbúnaðarvörur. Hér á landi þurfum við að uppfæra þær tölur sem eru til viðmiðunar í tollskrám. Þá er einnig möguleiki að nýta þær heimildir sem til dæmis Noregur gerir og leggja á sérstakt verðjöfnunargjald á innfluttar landbúnaðarvörur til að vernda íslenska framleiðslu – og bæta kjör bænda á Íslandi. Kæri lesandi. Jólahátíðin er að ganga í garð. Þá munu vandaðar íslenskar landbúnaðarafurðir vera bornar á borð til að fagna fæðingu frelsarans. Matur er mikilvægur hluti af hátíðinni. Þá er mikilvægt að við munum hvaðan gott kemur. G leðilega hátíð. S igurður I ngi Jóh annsson, formaður F ramsóknar og innviðaráðherra. S igurður I ngi J óhannsson. Komið er að skuldadögum Þ að er komið að skuldadögum í orkumálum. Þ að er fyrir- sjáanlegur orkuskortur í landinu og fyrir Alþingi liggur fyrir neyðarfrumvarp sem snýst um að bjarga vetrinum. Frumvarpið felur í sér skamm- tímalausn til þess að tryggja orku til heimila og lítilla og meðalstórra fyrir- tækja en allir eru sammála um að slík trygging sé nauðsynleg. Staðan sem við horfumst í augu við í orkumálum er heimagerður vandi. Við höfum ekkert gert sem heitið getur í grænorkumálum í 15 til 20 ár, bæði hvað varðar rafmagn og heitt vatn. Ég hef verið að benda á þetta í tvö ár og það er kannski það eina jákvæða í stöðunni að nú sé fólk farið að hlusta. Ég er gjarnan spurður hvenær og hvort ég ætli ekki að virkja meira. Ég mun ekkert virkja, það eru orkufyrirtækin sem reisa og reka virkjanir. Það má öllum vera ljóst að við höfum stigið stór skref í því sem snýr að okkur. Við rufum níu ára pólitíska kyrrstöðu með samþykkt Rammaáætlunar. Stærsta einföldunarmál sögunnar í orkumálum var samþykkt með aflaukningarfrumvarpinu sem felur í sér að hægt er að fara í tæknibreytingar á þeim virkjunum sem þegar eru til staðar með það að markmiði að ná út úr þeim meira afli, án þess að þær breytingar þurfi að fara í gegnum Rammaáætlun. Við samþykktum orkusparnaðarfrumvarp, gjarnan kennt við varmadælur sem tryggir betri orkunýtni. Við höfum sett af stað stærsta jarðhitaleitarátak aldarinnar og það fyrsta í einn og hálfan áratug, sem er löngu tímabært. Þrjú frumvörp um sameiningu átta stofnana í þrjár, á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, hafa verið samþykkt í ríkisstjórn. Við höfum unnið að einföldun leyfis- veitingaferla varðandi græna orkuöflun. Í vikunni verða kynntar hugmyndir um nýtt einfaldað fyrirkomulag um vindorku. Niðurstaða starfshóps um skattalegt umhverfi orkuvinnslu mun væntanlega liggja fyrir á næstu dögum en hópnum er m.a. ætlað að kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga. Neyðarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi tekur á skamm- tímavandanum. Við erum löngu byrjuð að taka stór skref til þess að finna lausnir til lengri tíma. Nú skiptir máli að orkufyrirtækin, þingið og þjóðin standi saman um öflun grænnar orku í landinu. G uðlaugur Þ ór Þ órðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. G uðlaugur Þ ór Þ órðarson. Bændablaðið kemur næst út 11. janúar 2024 Mynd / Ú r safni B æn dab laðsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.