Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 78

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 78
78 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Þ essi orð rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las greinargerð hóps ráðuneytisstjóra um fjárhagsvanda landbúnaðar. A ð d r a g - andinn er sá að árið 2016 strunsaði ég af Búnaðarþingi eftir að hafa flutt mína ræðu og m.a. spurt þingsal „Er ég ekki bóndi? “ Í þeirri ræðu gagnrýndi ég harðlega þau hrossakaup sem þáverandi forysta BÍ gerði í aðdraganda búvörusamninga 2016. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur má nálgast þá ræðu á bbl. is undir fyrirsögninni „Fulltrúi svínabænda gekk út af fundi Búnaðarþings.“ Fyrir þá sem ekki hafa tíma til að lesa ræðuna kemur m.a. fram í henni að þáverandi forysta BÍ gaf eftir tollasamning við ESB til að fá 10 ára búvörusaming. En aftur að greinargerð starfshópsins. Mér dettur helst í hug orðið rörsýn þegar ég er búinn að kynna mér innihaldið. Hvernig hægt er að fjalla um stöðu íslensks landbúnaðar út frá svona þröngu sjónarhorni er mér algjörlega óskiljanlegt. Það er nú einu sinni þannig að hvíti geirinn ( kjúklingur og svín) er með um 57% markaðshlutdeild á seldu kjöti innanlands síðustu 12 mánuði skv. mælaborði landbúnaðarins. Hvað með eggjabændur? Orðið egg kemur einu sinni fyrir í skýrslunni sem telur þó alls 5.124 orð. Hver er svo niðurstaðan, jú, enn einn plásturinn á opið beinbrot. Það er þó vissulega tilefni til að gleðjast yfir því að stjórnvöld og skýrsluhöfundar virðast vera að gera sér grein fyrir að núverandi umgjörð um starfsskilyrði landbúnaðarins gengur hreinlega ekki upp og nauðsynlegt er að ráðast í kerfisbreytingar. Ég veit að maður á ekki að vera neikvæður, sérstaklega ekki á aðventunni sem er tími ljóss og friðar. Ég spyr mig samt oft að því hversu illa þarf að vera komið fyrir íslenskum landbúnaði til að ráðist verði að rót vandans? Vissulega kemur margt til sem hefur skert afkomu bænda síðustu misserin eins og hækkandi vaxt astig, miklar fjárfestingar vegna bætts aðbúnaðar, heimsfaraldur, stríðsrekstur í Ú kraínu o.s.frv. Stóra kýlið sem enginn virðist samt þora að stinga á er tollverndin og hvernig hún hefur verið að þróast. Samningar sem voru gerðir við ESB 2007 og 2015 ( tók gildi 2018) ásamt því að magntollar hafi verið festir í sömu krónutölu allt frá árinu 1995 hafa orðið til þess að tollverndin virkar í besta falli mjög illa og er stöðugt að rýrna að verðgildi. Hvaða afleiðingar hefur þetta haft í för með sér síðasta áratuginn eða svo? Jú, innflutningur á kjöti var nánast enginn fyrir 12-13 árum en nú er innflutt svína-, kjúklinga- og nautakjöt komið með um fjórðungs markaðshlutdeild innanlands. T il að bregðast við harðnandi samkeppni við innflutning hefur búum fækkað og einingar stækkað. Þar með erum við í hvíta geiranum að mati sjálfskipaðra sérfræðinga ekki bændur lengur heldur verksmiðjuframleiðendur. Því finnst sumum í lagi að tollverndin haldi áfram að þróast eins og verið hefur síðustu misserin. Hverjar eru svo afleiðingarnar? Enn frekari fækkun búa og neytendur velja meira af innfluttu kjöti sem aftur minnkar eftirspurn á Ö LLU innlendu kjöti. Allt er þetta gert í þágu neytenda til að auka „frelsi“ á markaði. Er mögulegt að frelsið verði svo mikið að innlenda framleiðslan hopi alfarið fyrir innfluttu kjöti? Hverju myndi sú staða skila í pyngju neytenda til lengri tíma litið? Ég ætla að lokum að gera tilraun til að lýsa íslensku landbúnaðarkerfi í fáum setningum eins og ég upplifi það. Stjórnvöld vilja styðja við „hefðbundinn“ landbúnað – lesist ær og kýr – en er nokk sama um hvíta geirann. Þannig eru gerðir búvörusamningar sem ganga út á að styrkja „hefðbundnu“ greinarnar. Á sama tíma er slakað á tollverndinni af því hvíti geirinn má missa sín. Við hagræðum í hvíta geiranum til að bregðast við aukinni samkeppni. Neytendur velja innflutt kjöt í síauknum mæli sem bitnar á Ö LLU M bændum, líka sauðfjár- og kúabændum. T il að redda bráðavandanum eru skipaðar nefndir og í framhaldinu greiddar sprettgreiðslur og annað slíkt með nokkuð reglulegu millibili. Er ekki orðið tímabært að ráðast að rót vandans? Fyrir ykkur sem starfið fyrir hönd bænda við endurskoðun á búvörusamningum. Ekki láta segja ykkur hvað má fjalla um og hvað má EKKI fjalla um. Búvörusamningar án skýrrar stefnu og framtíðarsýnar í tollvernd eru álíka nytsamlegir og salerni án skeinipappírs. G óðar stundir. I ngv i S tefánsson, formaður búgreinadeildar svínabænda. I nvgi S tefá nsson. Er ég ekki bóndi? Þ að er ýmislegt sem tengir saman landbúnað og jól, fleira en það að frelsari vor J esús K ristur var lagður í jötu í fjárhúsum við fæðingu. Í minningunni hjá mér er margt annað sem tengir saman landbúnað og jól. Í sveitinni þar sem ég var uppalin var jólamessa kl. 16, en ekki kl. 18 eins og víðast hvar, til þess að bændur gætu gengið til gegninga að lokinni messu. Bóndinn verður að ganga í sín daglegu verk hvað sem dagatalið og klukkan segir. Menn reyna þó að hagræða störfum þannig að hægt sé að njóta hátíðanna. Á jólum hefur ávallt tíðkast að gera sérstaklega vel við sig í mat og drykk. Þá var einnig hugað að því að allar skepnur fengju sem bestan viðurgerning. Mér finnst einnig að ákveðin matarlykt fylgi jólunum, áður fyrr var það sérstaklega af hangikjöti og oft vegna matreiðslu á rjúpum, nú síðar meir af hamborgarhrygg og purusteik og síðan kalkún og nautakjöt sem tengjast oft áramótunum. Hér áður fyrr var ekki mikið verið með grænmeti sem meðlæti. Eplalyktin minnir ekki lengur á jólin en „ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi“ sem fyrr og minnir okkur á jólin og gerir okkur eftirvæntingarfull. Þannig eru flestar okkar landbúnaðarvörur beint og óbeint tengdar jólunum. Ekki má gleyma rjóma og eggjum sem sérstaklega er mikið notað af á þessum tíma í t.d. kökubakstur og ísgerð. Jafnframt eru bændur í dag farnir að rækta í auknum mæli greni og furu sem jólatré sem eru síðan upplýst með íslenskri sjálfbærri orku. Varðandi eggjaframleiðslu, eða þá grein sem ég er í forsvari fyrir, er þetta helst að segja að framleiðslan gekk almennt vel á árinu og markaðurinn virðist vera í góðu jafnvægi. Heilbrigði varphænsna er gott, þökk sé hversu vel er staðið að uppeldi og ræktun stofnsins. Þá fagna ég því að eggja- framleiðendur hafa nú lokið því verkefni að hafa alla varpfulga í lausagöngu. En um var að ræða umfangsmiklar breytingar á regluverki um aðbúnað og hollustuhætti sem Matvælastofnun hefur eftirlit með. Sú framkvæmd krafðist verulegra framkvæmda og var mjög kostnaðarsöm. Eggjaframleiðsla, eins og flest allar búgreinar í landbúnaðinum, eiga nú í verulegum rekstrarerfiðleikum vegna hárra vax ta ásamt miklum hækkunum á öllum aðföngum. Vonandi ber okkar ráðamönnum gæfa til þess að skapa bændum það starfsumhverfi sem nauðsynlegt er með tollvernd og öðrum aðgerðum þannig að við getum um ókomna tíð gætt okkur á íslenskum gæðamat á jólum sem og aðra daga. Í tilefni jólaföstunnar læt ég þessa fallegu vísu fylgja með. J ólafastan bjartan ber boðskap helgra tíða fögnuð ríkan færir þér frið og alúð blíða ( I ngólfur Ó mar Á rmannsson) H alldór a Kristín H auksdót tir, formaður búgreinadeildar eggjabænda. H alldóra K ristín H auksdóttir. Landbúnaður og jól Á hugi á geitum og afurðum þeirra eykst með hverju ári. S punnin geitafiða, hágæða mjólkur- eða kjötafurðir seljast vel og eftirspurn oftast mikið meiri en framboð. Einnig hefur þróast þó nokkur ferðaþjónusta í kringum geitina. Enda geitin s k e m m t i l e g og vinaleg og verðug til að auka hróður Íslands erlendis. Aðdáunarverður er óþrjótandi áhugi framtaksmikilla einstaklinga um allt land með sínar litlu hjarðir og vinnuna að baki við alla ræktunina og afurðirnar. „G eitin er kýr fátæka mannsins“, er haft í flimtingum og líklegast rétt ef leitað er á tekjulistum en sé litið yfir ánægjuvogina má sjá geitabændur svífa hátt um á glaðlegu skýi. Ég fullyrði að allir geitabændur haldi geitur sér til skemmtunar með það að markmiði að viðhalda viðkvæmum stofninum á lífi. T ekjur og hagnaður eiga samt að fylgja með eins og í öllum öðrum búgreinum. Ef ekki væri fyrir hugsjón og þrautseigju dugandi aðila værum við ekki með íslensku geitina á lífi því margt hefur dunið á. En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal. T il að grundvöllur sé fyrir að hjarðir stækki, bændum fjölgi og hvati til meiri nýtingu afurða, verður að vera fjölþættur stuðningur í boði. Fjármagn, ráðgjöf, pláss á markaði og við umræðuborðið. G eitabændur fagna hverju nýfæddu kiði, hverjum mjólkurlítra, afurðum á markaði og framþróun en þó sérstaklega nýjum bændum. Þó þýðir það að opinberar greiðslur til þeirra minnki umtalsvert ár frá ári. G leðin lifir ekki lengi ef varnarbaráttan er endalaus og án sigra. Það er því dapurt fyrir greinina þegar umtalsverð hækkun er á nauðsynlegu stílabókinni, eftirlitsaðilinn gleymir að kíkja við eða að afurðastöðvar bjóði sláturgripum einungis upp á dagsparta til að komast að í vinnslu. Þannig virðist stundum enn þá litið niður á eða framhjá greininni og er það mjög miður og ætti að vera markmið allra aðila að breyta því til batnaðar. Við sem þjóð höfum tekið á okkur skuldbindingar við að vernda íslensku geitina sem við verðum þá einnig að standa við og þétt að baki. Því má það ekki enda að stórum hluta á ábyrgð geitabænda með sínu takmarkaða lausafé að halda lífi í geitastofninum. Stofninn er enn þá í bráðri útrýmingarhættu og ekki má mikið út af bregða svo illa fari aftur. Hjálpum bændum við ræktun og í að koma afurðum sínum á markað og virkjum þannig betur hlutverk geitarinnar sem nytjadýr í matar- og menningarflóru landsins. Vel gerðir ostar, grafinn vöðvi eða hægeldað geitalæri með ora grænum og brúnni er herramanns matur sem hentar við hvaða tilefni sem er. Því er nauðsynlegt að við stöndum saman í hvívetna þegar kemur að geitinni og sláum hvergi af. T il geitabænda segi ég, takk kærlega fyrir ykkar óeigingjarna starf við að viðhalda stofni af þrautseigju og hugsjón í erfiðu umhverfi. Höldum áfram og sýnum saman hvað í okkur býr. Með hátíðarkveðju óska ég að við sýnum geitabændum hvers kyns stuðning og hjálpumst að við að halda lífi í geitinni og sveitinni á nýju ári. B ry njar Þ ór V igfússon, formaður búgreinadeildar geitabænda B Í og formaður G eitfjárræktar- félags Íslands Gleymum ekki geitinni B rynjar Þ ór Vigfússon. baendaged.bondi.is Hugsaðu um þig - Hugsaðu um geðheilsuna þína! Geðheilsa bænda er mikilvæg. Deildu þínum hugsunum og reynslu, leitaðu ráðgjafar og stuðnings og taktu tíma fyrir þig. baendaged.bondi.is E n nú ná lgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjá lfb æra fjö lgun geita og b ænda en b etur má ef duga skal. Mynd / B Þ V Mynd / Ú r safni B æn dab laðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.