Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Í DEIGLUNNI Hrossarækt: Framúrskarandi árangur verðlaunaður Hrossaræ ktarráðstefna fagráðs var haldin sunnudaginn 3 . desember í F é lagsheimili F áks í V íðidal. Þ ar var farið yfir ý mis málefni tengd hrossaræ ktinni og voru hin ý msu verðlaun veitt knöp um og ræ ktendum. Rúmlega 50 manns sóttu ráðstefnuna og fljótt litið yfir var meirihluti fólks þar að fara að taka við viðurkenningum. Elsa Albertsdóttir, ræktunarleiðtogi íslenska hestsins, byrjaði á að fara yfir hrossaræktarárið þar sem hún fór yfir framtíðarhorfur í erfðamengjaúrvali. Nanna Jónsdóttir, formaður fagráðs og búgreinadeildar hrossabænda hjá BÍ, kynnti niðurstöður SVÓ T greiningar sem framkvæmd var fyrr á árinu. Þá kynnti Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins, niðurstöður þjónustukönnunar. E ndurg reiðsla sý ning ar - g jalds óv iðunandi P allborðsumræður fóru hægt af stað en náðu ágætis flugi í lokin. Mest var rætt um sýningargjöld kynbótasýninga og endurgreiðslu á þeim. G reinilegt var að málefnið liggur þungt á hrossaræktendum og sýnendum. Skiptar skoðanir voru á því hvort gjaldið þyki of hátt eða ekki en flestir sammála því að endurgreiðsla á gjöldunum er óviðunandi eins og hún er í dag. Ky nb ótak nap ar v erðlaunaðir Eftir að pallborðsumræðum lauk voru knapar og hrossaræktendur verðlaunaðir. Þráinn frá Flagbjarnar- holti hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og ellefu hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Stóð Verona frá Árbæ efst í þeim hópi en nánari útlistun á þeim er hægt að sjá á síðu 66–67 í þessu tölublaði. Árni Björn P álsson var útnefndur kynbótaknapi ársins og er það í sjötta sinn sem hann hlýtur þann titil. Árni sýndi alls 56 hross í 58 fullnaðardómum, meðalaldur þeirra hrossa var 6,1 ár og meðaleinkunn 8,19. Efsta hrossið sem Árni sýndi er Katla frá Hemlu I I en hún var efst í elsta flokki hryssna á Heimsmeistaramótinu í sumar. Sú nýlunda var í ár að sérstök hvatningarverðlaun voru veitt ungum knapa sem þótti standa sig vel á árinu á kynbótabrautinni. Þessi verðlaun eru komin til þess að vera og verða veitt af búgreinadeild hrossabænda þegar tilefni þykir til. Fyrstur til þess að taka við þessum verðlaunum var Jón Ársæll Bergmann. Hann vakti mikla athygli í sumar á kynbótabrautinni þar sem hann sýndi á faglegan hátt mörg góð hross. Má þar að öðrum ólöstuðum nefna hina 4 vetra Seytlu frá Íbishóli sem hann sýndi í 8,44 fyrir hæfileika, Viskustein sem er fimm vetra og hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og Díönu frá Bakkakoti sem hlaut 10 fyrir stökk og 9,5 fyrir brokk. T v ö ræ k tunarb ú ársins Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það eru hrossaræktarbúið Þúfur og Fákshólar. Ræktendur í Fákshólum eru Jakob Svavar Sigurðsson og Helga U na Björnsdóttir. Sex hross voru sýnd frá búinu og var meðalaldur þeirra 5,67 ár. Efsta hrossið sýnt frá búinu var Hrönn frá Fákshólum sem stóð efst á Heimsleikum í flokki sex vetra hryssna með 8,66 í aðaleinkunn. Ræktendur á Þúfum eru þau Mette Mannseth og G ísli G íslason. T íu hross voru sýnd frá búinu og var meðalaldur þeirra 4,9 ár. Efsta hrossið sýnt frá búinu var heimsmethafinn Strengur frá Þúfum en hann setti heimsmet þegar hann hlaut 8,65 í aðaleinkunn fjögurra vetra. H æ stu eink unnir ársins Eins og venja er voru einnig veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir ársins. Elvar Þormarsson fékk eftirsótt verðlaun en þau eru hæsta hæfileikaeinkunn ársins án áverka. Hann sýndi Djáknar frá Selfossi á miðsumarssýningu á Rangárbökkum þar sem hann hlaut 8,94 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir hægt stökk og samstarfsvilja. Einnig fá aðstandendur hrossanna sem hljóta hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnina með og án skeiðs viðurkenningu. Að þessu sinni var það Hylur frá Flagbjarnarholti sem var með hæstu aldursleiðréttu aðal- einkunnina án skeiðs en sýnandi hans var Eyrún Ý r P álsdóttir. Hylur hlaut 9,09 í aðaleinkunn án skeiðs. Strengur frá Þúfum var með hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnina, 8,95, en Strengur er einungis fjögurra vetra. Sýnandi Strengs var Mette Mannseth. /hf GRÆNN KRAFTUR Bjóðum fjölbreytt úrval af háþrýstidælum frá DiBO. Sérsniðnar að þínum þörfum. Dalbrekka 15 200 Kópavogur s. 544-5588 marpol@marpol.is V erð launað ir h rossaræ k t end ur og k nap ar að lok inni h rossaræ k t arrá ð st efnu fagrá ð s. Myndir / h f J ó n Á rsæ ll Bergm ann h laut sé rst ö k h v at ningarv erð laun fyrst ur k nap a. Hótel Rangá: Besta sveitahótel í heiminum Hótel R angá hlaut ný lega viður- kenningu, sem besta sveitahótel í heiminum, sem veitt er af hótelkeðj unni S mall Lux ury Hotels of the W orld ( S LH) . Sérstaða hennar er að leggja áherslu á lítil lúx ushótel með frumlega hugsun, mikla áherslu á umhverfisvernd og persónulega þjónustu. „Ég átti ekki von á því að okkur hefði hlotnast sá heiður að verða valið og umsagnirnar voru þannig að þakklæti til starfsfólks hótelsins varð mér efst í huga þar sem frábærir starfsmenn eiga vitanlega stærstan þátt í velgengni okkar,“ segir Friðrik P álsson, hótelstjóri og eigandi, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð við viðurkenningunni. Þ ú sund aðildarumsókn ir á h v erju ári „Samtökin SLH samanstanda af yfir 500 lúx ushótelum frá 90 löndum. Á hverju ári berast þeim yfir 1.000 aðildarumsóknir en þau samþykkja einungis fimm prósent af þeim. Að fá inngöngu í samtökin er því heiður út af fyrir sig. Viðmið þeirra eru ströng og er hver eign skoðuð rækilega til að tryggja gæðakröfur. Á hverju ári fáum við „hulduheimsókn“ þar sem farið er yfir 400 atriði á lista, ekkert er undanskilið og við þurfum að standast yfir 80% af viðmiðum. Við höfum verið vel yfir 90% síðustu ár. Það að hafa verið valið besta sveitahótelið af þessum frábæru hótelum sem eru í keðjunni er alveg einstakt og mikill heiður,” segir Friðrik alsæll og stoltur. Þ akki r til bæ nda Þegar Friðrik var spurður hvort eitthvað sérstakt lægi á honum þá var hann fljótur til svars. „Ég vil þakka íslenskum bændum fyrir fórnfúst starf við erfiðar fjárhagslegar aðstæður og hæla þeim frábæru vörum sem þeir framleiða fyrir okkur og við höfum mikla ánægju af að kynna fyrir gestum okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að landsmenn allir standi vörð um íslenskan landbúnað og skilji nauðsyn þess á viðsjárverðum tímum að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt. Þar treystum við á íslenskan sjávarútveg og landbúnað.“ /MHH Hótel angá er nánast fullbókað y r j ó l og á ram ó t . F rið rik P á lsson, eigand i og h ó t elst j ó ri á H ó t el R angá . Myndir / Aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.