Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Lars Lund og T up aarnaq B j erge M otz feldt tóku við búskap á Hallgilsstöðum í ágúst síðast- liðnum. Þ au eru bæ ði up p alin á sauðfj árbúum á S uður-G ræ nlandi. Lars kynntist héraðinu þegar hann var í verknámi í tengslum við búfræðinám sitt fyrir áratug. Þá starfaði hann sem vinnumaður á Sauðanesi í Langanesbyggð. Hann hefur haldið góðum tengslum við fólkið þar síðan þá og benti Ágúst Marinó Ágústsson, bóndinn á Sauðanesi, honum á að sækja um þegar sveitarfélagið auglýsti eftir nýjum ábúendum á Hallgilsstaði 1 í vor. G o tt tæ k ifæ ri Lars og T upaarnaq gerðu sér ekki miklar vonir um að vera valin, enda voru sex aðrir umsækjendur sem sýndu jörðinni áhuga. Þau hlutu hins vegar ábúðina í sumar og höfðu skamman tíma til að flytja frá G rænlandi. Aðspurður af hverju þau ákváðu að flytja til Íslands, segir Lars að tengdafaðir hans á G rænlandi sé enn ungur og ekki komið að ábúendaskiptum þar. Í Hallgilsstöðum hafi falist gott tækifæri sem þau ákváðu að grípa. Börnin þeirra eru þrjú, drengurinn I nuik, sex ára, stúlkan P aarma, fjögurra ára og Anguik, tveggja ára drengur. Þau eru komin í grunnskóla og leikskóla og segir Lars að þeim gangi vel að læra íslensku. Þá er Lars afar þakklátur fyrir hversu vel nærsamfélagið hefur tekið fjölskyldunni. Þ rjú h undruð k indur Nú eru liðlega þrjú hundruð kindur í fjárhúsunum. Þá eru tvær geitur, fimm hænur, fimm hestar og einn hundur á bænum. Þau keyptu sjötíu kindur frá fyrri ábúendum, en hinar hafi bæði komið frá sveitungum og bændum lengra að. Stefnan sé að stækka stofninn upp í sex hundruð ær, sem sé sá fjöldi sem fjárhúsin rúma. T upaarnaq hefur ákveðin tengsl við Ísland, en systir hennar lagði stund á búfræðinám á Hvanneyri og fór faðir hennar í verknám á Y tra-Áland. Hún hefur þó ekki dvalið á Íslandi áður, nema á ferðalögum. Nú er T upaarnaq við nám í ferðamálafræðum og vonast unga parið til að geta byggt upp ferðaþjónustu á bænum í einhverri mynd. Ú r landb ú naðarh é raði U ppeldisstöðvar unga parsins eru í nágrenni Q aq ortoq , sem er stærsti bærinn á Suður-G rænlandi. Svæðið var áður nefnt Eystribyggð af norrænum mönnum. Nokkuð er um sauðfjárbúskap í því héraði og segir Lars búskaparhættina mjög svipaða því sem hann hefur kynnst á Íslandi. Sauðfjárkynið þar sé náskylt því íslenska með smávægilegum áhrifum frá norsku fé. Í samanburði eru grænlensku kindurnar háfættari og segir Lars þær skila af sér ögn minna af kjöti. /Á L Grænlensk fjölskylda tekur við sauðfjárbúi – Hallgilsstaðir 1 í eigu Langanesbyggðar með nýja ábúendur LÍF & STARF P aarm a er k om in á leik sk ó la. L ars segir b ö rnin sí n v era farin að ná t ö k um á t ungum á linu. N ý j u á b ú end urnir á H allgilsst ö ð um . T up aarnaq Bj erge M ot z feld t og L ars L und á sam t b ö rnum sí num , I nuik sex á ra, P aarm a fj ö gurra á ra og A nguik t v eggj a á ra. N ú eru lið lega þ rj ú h und ruð k ind ur á H allgilsst ö ð um , en st efnan er að fj ö lga up p í sex h und ruð . L ars L und í fj á rh ú sunum á H allgilsst ö ð um . Í slensk a sauð fé ð æ t t i að v era nok k uð k unnuglegt , end a ná sk ylt þ v í græ nlensk a. Myndir / Aðsendar F im m h est ar eru á H allgilsst ö ð um . H é r t eym ir T up aarnaq einn m eð d ó t t urina á b ak i. T q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.