Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 68

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Í lok síðasta árs var að mestu lokið við forritun á forystufjárhluta F járvís þar sem lokið var við útreikninga á forystufjárhlutfalli, yfirlit yfir forystufé búsins, möguleiki á skráningu á dómum á forystufé og mati bónda á forystuhæfni og yfirlitssíða í gripaupplýsingum forystufjár. Auk þessa er hægt að taka út yfirlit yfir allt lifandi forystufé á landinu, staðsetningu þess og forystu- fjárhlutfall fyrir þá sem þurfa að vinna með slíkt. Sjálfkrafa útreikningar á forystufjárhlutfalli í Fjárvís er lykillinn að því að halda utan um forystufjárstofninn til framtíðar. T il að hægt sé að reikna út forystufjárhlutfall gripa á réttan hátt þurfa upplýsingar um ætterni gripsins að vera réttar og að ekki séu göt í ættartré gripsins og að forfeður séu skráðir með rétt forystufjárhlutfall. Þar sem hingað til hefur ekki verið haldið með reglubundnum hætti utan um forystufé í gegnum skýrsluhaldið eru þau gögn sem voru inni í Fjárvís þegar útreikningarnir voru virkjaðir ekki nægjanlega góð til að hægt væri að reikna rétt forystufjárhlutfall á alla gripi í kerfinu. Ástæðan er fyrst og fremst eins og áður var nefnt, göt í ætternisfærslum þessara gripa eða að hluti af forfeðrum gripsins hafa ekki verið skilgreindir sem forystufé í skýrsluhaldinu. Með því að uppfæra skráningar á gripum sem hafa verið mikilvægir í ræktun forystufjárins í gegnum tíðina s.s. þeim forystufjárhrútum sem verið hafa í notkun á sæðingastöðvunum teljum við þó að náðst hafi utan um megnið af því forystufé sem er lifandi í dag og þar með að finna flest þau bú sem halda forystufé. Þar með er björninn þó ekki unninn því af ofangreindum ástæðum er reiknað forystufjárhlutfall þessara gripa ekki alltaf rétt og til þess að hægt sé nýta Fjárvís sem tæki til utanumhalds um íslenska forystufjárstofninn er mikilvægt að við náum að leiðrétta og uppfæra sem flesta lifandi gripi í kerfinu því það eru jú þeir sem munu leggja grunninn að næstu kynslóðum forystufjár. Þegar talað eru um forystu- fjárhlutfall erum við að tala um hversu stórt hlutfall af erfðavísum gripsins komi úr forystufjárstofninum. Þetta mat byggjum við á upplýsingum um forfeður gripsins. Lamb þar sem báðir foreldrar eru skilgreindir sem hreinræktað forystufé myndi þá reiknast með 100% forystufjárhlutfall en lamb þar sem annað foreldri er hreinræktað forystufé en hitt ekki, reiknast þá aðeins með 50% forystufjárhlutfall. Réttar ætternisfærslur og skráningar eru því lykilatriði í að ná að halda utan um forystufjárstofninn. G ripur sem er undan hreinræktaðri forystuá en hefur ekki skráðan föður reiknast því eingöngu með 50% forystufjárhlutfall, þar sem við getum gengið að því vísu að allir gripir eigi tvo foreldra en við getum ekki gengið að því vísu að báðir séu forystufé ef upplýsingar vantar. Það er því mikilvægt fyrir eigendur forystufjár að yfirfara sína gripi inn í Fjárvís þannig að hægt sé að leiðrétta og uppfæra skráningar þannig að þeir fái rétt forystufjárhlutfall. Y firlit yfir forystufé búsins er hægt að sjá í skýrslunni „Forystufé“ sem finna má undir valmyndinni „Y firlit“. Þar sést einnig hvert forystufjárhlutfall gripsins er í kerfinu. Mikilvægt er að láta vita af þeim gripum sem ekki hafa rétt forystufjárhlutfall eða ef einhverjir gripir koma alls ekki fram í yfirlitinu. Einnig er mjög mikilvægt að þeir sem af einhverjum ástæðum hafa valið að halda sínu forystufé utan skýrsluhaldsins láti skrá það inn í Fjárvís þannig að það komi inn í skrásetningu á forystufjárstofninum. Nú stendur yfir sérstakt átaks- verkefni í að ná utan um forystu- fjárstofninn í landinu. Markmiðið er fyrst og fremst að ná vel utan um það forystufé sem er lifandi í dag þannig að hægt verði að nýta Fjárvís til að halda utan um forystufjárstofninn til framtíðar og að það verði einfaldlega eðlilegur hluti af góðu skýrsluhaldi. Hægt er að senda tölvupóst með athugasemdum og ósk um leiðréttingar á netfangið forystufe@ rml.is eða hafa samband í síma 5165000. Þeir starfsmenn sem fyrst og fremst munu aðstoða við leiðréttingar og skráningar á forystufé eru Árni B. Bragason, G uðfinna Harpa Árnadóttir og G uðrún Hildur G unnarsdóttir. Erfðanefnd landbúnaðarins og Fræðasetur um forystufé hafa styrkt og stutt við þetta verkefni. G unnfríður E lín H reiðarsdóttir, verkefnastjóri Þróunar og verkefnastofu hjá R ML . RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Utanumhald um forystufé í Fjárvís F orystuhrúturinn F rakki 2 0 - 8 9 5 frá H olti. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir K ynbótamat fyrir tvo nýja eigin- leika hefur nú litið dagsins ljós í skýrsluhaldskerfi nautgripa- ræktarinnar, H uppa.is, og á nautaskrá.is. Eiginleikarnir sem um ræðir kallast „lifun kálfa“ og „gangur burðar“ og er matið þróað af Agli G autasyni, lektor hjá LbhÍ. Við vonumst til að birting þessa kynbótamats geti hjálpað okkur í baráttunni gegn allt of miklum kálfadauða í íslenska kúastofninum. Mat fyrir lifun kálfa ( L K ) byggir á gögnum sem ná aftur til 2004 og flokkast mælingar í tvo flokka; dauðfæddir kálfar og kálfar sem fæðast lifandi. Í mati fyrir gang burðar ( G B ) eru til gögn frá árinu 2018 þegar byrjað var að safna upplýsingum um burðarerfiðleika í burðarskráningum gripa í Huppu og skiptist burðarerfiðleikaskráningin í fjóra flokka. Mat fyrir LK og G B skiptist í einkunnir fyrir 1 ) burð hjá 1 . kálfs kvígum og 2) burði hjá eldri kúm. Að auki skiptist matið í einkunnir fyrir mæðraáhrif og feðraáhrif/bein áhrif. Ástæða þess er sú að við hvern burð fá tveir einstaklingar mælingu: Móðir kálfsins og kálfurinn sjálfur. Mæðraáhrif eru áhrif móður á burðinn en feðraáhrif/ bein áhrif eru áhrif kálfsins á eigin fæðingu. Mat fyrir LK og G B skipist því í átta undireinkunnir: LK 1 feðraáhrif, LK 2 feðraáhrif, LK 1 mæðraáhrif, LK 2 mæðraáhrif, G B 1 feðraáhrif, G B 2 feðraáhrif, G B 1 mæðraáhrif og G B 2 mæðraáhrif. T il þess að gera matið skýrara í framsetningu, meðal annars, eru auk þess birtar tvær samsettar einkunnir: B urður feðraáhrif ( B F A) og burður mæðraáhrif ( B M A) ( sjá mynd 1) . Samsettu einkunnirnar eru birtar á nautaskra.is en í Huppu má sjá allar einkunnir með því að velja grip, flipann kynbótamat og svo allar einkunnir. Ef litið er til þessara einkunna hjá sæðinganautum lýsir B F A getu afkvæma nautanna til að fæðast lifandi og auðveldlega. Því hærri einkunn, því meiri líkur á að kálfar undan viðkomandi nauti fæðist vandkvæðalaust og lifandi. Ef horft er á þessar einkunnir hjá kúm gildir í raun það sama, hærri einkunn þýðir meiri líkur á að kálfar sem kýrin eignast fæðist lifandi og án átaka vegna áhrifa kálfsins á eigin burð. Einkunn fyrir B M A lýsir getu dætra nautanna til að eignast lifandi kálfa á auðveldan hátt. Því hærri einkunn, því meiri líkur á að dætur viðkomandi nauts muni bera lifandi kálfum án vandkvæða. Ef verið er að horfa á þessa einkunn hjá kúm þýðir hærri einkunn meiri líkur á að kýrin beri lifandi kálfum vandkvæðalaust vegna eigin áhrifa á burðinn. Mikilvægt er að hafa í huga að mat fyrir þessa eiginleika er spá fyrir gripi sem ekki hafa reynslu, eins og er raunin með allt kynbótamat ungra gripa. Hátt mat þýðir ekki að allir kálfar fæðist lifandi né heldur að lágt mat segi til um að allir kálfar fæðist dauðir. Matið segir til um ákveðnar líkur og lág einkunn þýðir þá meiri líkur á dauðfæddum kálfum og hátt mat minni líkur. Nýju einkunnirnar eru ekki hluti af heildarkynbótaeinkunn gripa. N ýting við bú stjórn Kynbótamat þessara eiginleika er hægt að hagnýta sér sem bústjórnartæki. Naut sem fá lágt mat fyrir B F A ætti sem dæmi að forðast að nota á kvígur og nota þau frekar á eldri kýr sem hafa borið einu sinni eða oftar. Á sama hátt er hægt að horfa á matið fyrir B M A á þann hátt að dætur nauta með hátt mat fyrir þann eiginleika eiga auðvelt með að fæða lifandi kálfa. Þannig er hægt að vega og meta eiginleikana saman til þess að minnka líkur á dauðfæddum kálfum. Kynbótamatið á því að geta hjálpað okkur til þess að draga úr tíðni dauðfæddra kálfa. K á lfadauði á Íslandi Of mikill kálfadauði, sér í lagi hjá 1. kálfs kvígum, hefur verið viðvarandi vandamál í íslenska kúastofninum. Í gagnaskrá kynbótamatsins, sem nú spannar 20 ára tímabil aftur í tímann, fæðast eingöngu 74% kálfa undan 1. kálfs kvígum lifandi. Í tilfelli kálfa sem fæðast við annan og þriðja burð er hlutfallið 91% . Engin ein skýring er á þessu vandamáli en ýmis umhverfisáhrif, s.s. bústjórn, virðast eiga stóran þátt. Árið 2021 birti RML skýrslu um þessi mál: „Kálfadauði hjá fyrsta kálfs kvígum“ en hana má finna á þessari vefsíðu https:/ / w w w .rml. is/ is/ kynbotastarf/ nautgriparaekt/ fagrad-i-nautgriparaekt/ verkefni. Einhver hluti virðist þó vera erfðatengdur en arfgengi fyrir „lifun kálfa“ hjá 1. kálfs kvígum ( LK 1) er 7-9% . Þá er erfðaþróun LK 1 feðraáhrif neikvæð sem þýðir að aukning á kálfadauða er ekki einungis vegna umhverfisáhrifa heldur einnig erfðaþátta. Vegna þessa vega LK 1 feðraáhrif og LK 1 mæðraáhrif 70% í samsettum einkunnum fyrir burð feðraáhrif ( BFA) og burð mæðraáhrif ( BMA) . D æ mi um naut með reynslu Í meðfylgjandi töflu má sjá nokkur naut með reynslu og einkunnir þeirra fyrir samsettu einkunnirnar, B F A og B M A. Bolti 09021 og Dropi 10077 fá lágar einkunnir fyrir B F A en hlutfall lifandi fæddra kálfa undan þeim og 1. kálfs kvígum er undir meðallagi. Loki 12071, Ý mir 13 051, Risi 15014 og Jötunn 17026 fá hins vegar góðar einkunnir fyrir B F A þar sem hlutfall lifandi kálfa undan þeim og 1. kálfs kvígum er yfir meðaltali. Ef litið er á einkunn fyrir B M A fá Bolti 09021, Loki 12071 og Ý mir 13 051 lágar einkunnir enda er hlutfall dætra þeirra sem eignast lifandi kálf við fyrsta burð undir meðaltali. Í tilviki Dropa 10077, Risa 15014 og Jötuns 17026 snýst dæmið við og hærra hlutfall dætra þeirra eignast lifandi kálfa við 1. burð. Einkunnir þeirra eru því hærri. Þórdís Þórarinsdóttir og G uðmundur Jóh annesson, ráðunautar á búfjárræktar- og þjónustusviði. Kynbótamat fyrir „lifun kálfa“ og „gang burðar“ M ynd 1 . K ynb ótamatið fyrir „l ifun ká lfa“ og „g ang b urðar“ skiptist í á tta undireinkunnir. Ú tb únar hafa verið tvær samsettar einkunnir úr undireinkunnunum: B urður feðraá hrif og b urður mæðraá hrif. Þ órdís Þ órarinsdóttir. G uðmundur J óhannesson. Þú finnur Bændablaðið á www.bbl.is, Facebook & Instagram Bolti 9021 72 69% 77 62% Dropi 10077 84 69% 127 78% Loki 12071 117 87% 82 70% Ýmir 13051 127 82% 88 71% Risi 15014 110 79% 121 81% Jötunn 17026 120 78% 113 83% * Hlutfall lifandi fæddra kálfa undan nautunum þar sem mæður eru fyrsta kálfs kvígur ** Hlutfall lifandi fæddra kálfa undan dætrum nautanna við þeirra fyrsta burð Burður feðra- áhrif (BFA) Hlutfall lifandi fæddra kálfa undan kvígum * Burður mæðra- áhrif (BMA) Hlutfall lifandi fæddra kálfa undan dætrum við fyrsta burð **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.