Bændablaðið - 14.12.2023, Side 76

Bændablaðið - 14.12.2023, Side 76
76 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 LESENDARÝNI Þ ann 9. nóvember sl. var haldinn í B erlín fundur til undirbúnings næsta ráðherrafundar um vernd skóga í E vrópu, sem haldinn verður í B onn í októberbyrjun 2024. Ísland hefur tekið þátt í því samstarfi frá upphafi árið 1990. Á fundinum í Berlín var fjallað um það sem kallast á ensku resilienc e en þýða mætti sem seiglu á íslensku. Verður það eitt meginatriða á ráðherrafundinum eftir tæpt ár. Það sem á eftir fer er samantekt á minnisblaði, svokölluðu High Level P olic y Brief, sem lagt var fyrir fundinn í Berlín. G agnlegt er fyrir Íslendinga að fylgjast með þessari umræðu ekki síður en aðra Evrópubúa. S amhengi Ö fgar í veðurfari og tíðara stórfellt rask á borð við vindfall, þurrka og skógarelda eru ógn við sjálfbærni skógræktar. Augljóst er að skógar þurfi að vera seigir til að þola aukið álag og ná sér eftir rask sem fylgir örum loftslagsbreytingum. Heilbrigði skóga og vernd skógarvistkerfa hafa alla tíð verið grunnþættir í sjálfbærni skógræktar og gert okkur kleift að viðhalda og bæta framboð á mismunandi vistkerfisþjónustu eins og skógarafurðum, líffræðilegri fjölbreytni, kolefnisbindingu og ýmsum verndarhlutverkum skóga. Aukin tíðni rasks, sem fylgir loftslagsbreytingum, krefst ræktunar skóga sem sýna góða seiglu. FOREST EU ROP E ferlið áformar að koma á fót áhættusjóði fyrir skóga ( FoRI SK) , þ.e. samevrópskum samstarfsvettvangi um áhættustjórnun og forvarnir, með það að markmiði að styðja við sjálfbærni skógræktar og aðstoða við að auka seiglu evrópskra skóga til framtíðar. S eigla: H vað er það? Hugmyndir fólks um hvað felist í seiglu skóga eru mismunandi. Algengasta skilgreiningin vísar til getu skógar til að snúa aftur til nokkurn veginn fyrra horfs í kjölfar rasks. Hins vegar verða alltaf einhverjar breytingar vegna þróunar eða tilviljanakenndra þátta. Seigla felur þannig ekki í sér að tegundasamsetning ( trjáa og annarra lífvera) í skógi í kjölfar rasks nái sömu stöðu og áður var, heldur að skógurinn nái að veita svipaða vistkerfisþjónustu og áður. Heildrænna hugtak er félags- og vistfræðileg seigla skóga. Hún tekur tillit til þarfa fólks, margs konar nýtingu þess á skógum og framleiðslu skógarafurða á sjálfbæran hátt. Skógur getur t.d. talist sýna vistfræðilega seiglu ef hann nær sér á 100 árum eftir rask. Hann sýnir þó e.t.v. ekki ásættanlega félagslega seiglu nema hann nái sér á mun skemmri tíma. H vernig er hæ gt að auka seiglu skóga? Þótt aðstæður í evrópskum skógum séu misjafnar og áherslur í meðferð og nýtingu þeirra sömuleiðis gilda svipuð grundvallaratriði víðast hvar. Þrjú dæmi um atriði sem aukið geta seiglu skóga fara hér á eftir. 1. F orvarnir Vísbendingar eru um að fjölbreyttir skógar ( t.d. fjölbreyttir m.t.t. aldurs trjáa, trjátegunda og/ eða formgerða) sýni meiri seiglu en einsleitir skógar. Því er það lykilstefna við endurnýjun skóga að breyta einrækt í fjölbreyttari skóga í þágu aukinnar seiglu. Forendurnýjun, þ.e. að gróðursetja í skógarbotninn áður en til endanlegs skógarhöggs kemur, auðveldar skjóta endurheimt skógarins og eykur tegundafjölbreytni og fjölbreytni í aldri, stærð og formgerð. 2. S amþætting við aðlögun að loftslagsbreytingum Brýnt er að nýrækt og endurnýjun skóga feli í sér aðlögun að loftslagsbreytingum ( e. prestoration) , þannig að skógarnir saman standi af tegundum sem eru hvað best aðlagaðar breyttu loftslagi framtíðarinnar og skili þeim afurðum og vistkerfisþjónustu sem þörf er á. T ré sem eru gróðursett núna þurfa að lifa vel sem ungplöntur við núverandi aðstæður en þurfa að vax a hvað best við aðstæður eins og þær verða eftir miðja öldina. U m er að ræða flókið viðfangsefni sem krefst mikilla rannsókna og þekkingarlegrar færni. 3. S eigla skóga, framleiðslu þeirra og samfélagsins Aukin seigla skóga er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að efla sjálfbærni út fyrir sjálfa skógana. Áætlanir um aukna seiglu í framleiðslu skógarafurða gætu falið í sér þróun nýrrar tækni og vara til að bregðast við breyttum viðargæðum og úrvali svo dæmi sé nefnt. Aukin seigla samfélagsins kann að krefjast aukinnar fjölbreytni með því að skipta út hefðbundinni auðlindanýtingu fyrir virðisaukandi vörur og vistkerfisþjónustu. Þessi dæmi undirstrika að sjálfbær skógrækt þarf að þróast frekar í takt við loftslagsbreytingar og aukna hættu á raski. Hægt er að nota seiglu skóga sem viðmið til að styðja við ákvarðanatöku í þeim efnum. Þröstur E ysteinsson skógræktarstjóri. Nokkur vönduð héraðsrit eru gefin út víða um landið, svo sem B reiðfirðingur, G oðasteinn í R angárþingi, H únavaka í Austur- H únavatnssýslu og H úni í V estur- H únavatnssýslu og verður það síðastnefnda kynnt hér í stuttu máli. U ngmennasamband Vestur- Húnvetninga gefur Húna út og er ritið fáanlegt hjá því og í verslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Skemmst er frá að segja að í nýjasta Húna sem kom út á liðnu vori er fjölbreytt efni að vanda. Á blaðsíðunum 256 er einkum þjóðlegur fróðleikur svo og greinargóðar fréttir úr sveitunum og frá Hvammstanga, eins konar annálar. Þá er minnst látinna í héraðinu. Meðal annars efnis má nefna fróðlegt yfirlit um brúarsmíði, skógrækt í Húnaþingi vestra, hrossaræktarbúið á Lækjamóti og búskap fyrir tíma svo sem um göngur á Víðidalstunguheiði haustið 1955. Birt er athyglisverð fjölskyldusaga hjónanna Karls Friðrikssonar og G uðrúnar Sigurðardóttur á Hvammstanga, sagt frá mislingafaraldri um 1960 og í grein um æviferil Signýjar Hallgrímsdóttur frá Stóru- Borg, móður Ásgeirs Jónssonar frá G ottorp, eru birtar vísur hennar undir ýmsum bragarháttum. Reyndar er í ritinu töluvert af öðrum kveðskap að vanda eins og algengt er í héraðsritum. Ritnefnd Húna hefur skilað þarna góðu verki. U mbrot, leturgerð og prentvinnsla Húna er með ágætum og er ritið öllum til sóma sem að útgáfu þess standa. Ó lafur R . D ýrmundsson ( oldyrm@ gmail.c om) Seigla á fundi um skóga í Evrópu Þ rö stur E ysteinsson. Ólafur R . D ýrmundsson. Héraðsritið Húni L andbúnaður er undirorpinn duttlungum stjórnmála hvers tíma, en flest þjóðríki tryggja framleiðslu innlendra matvæla fyrir sína þegna með tollvernd og niðurgreiðslu. Ó öryggi í rekstri íslenskra búa hefur aukist verulega vegna breyttra áherslna stjórn- málamanna og um leið versnar afkoman. U ndanfarin ár hefur íslenskur landbúnaður átt undir högg að sækja og er í raun kominn á heljarþröm. Stór hluti ástæðunnar er að ráðandi stjórnmálaöfl hafa fært áhersluna frá sjálfbærni þjóðarinnar í framleiðslu matvæla yfir í að treysta öðrum þjóðum fyrir framleiðslu þeirra. Þannig hafa tollar verið felldir niður og innflutningstakmarkanir á erlendar landbúnaðarafurðir minnkaðar til að liðka fyrir auknum innflutningi. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld dregið verulega úr beinum stuðningi við landbúnað. Það hefur leitt til versnandi afkomu greinarinnar, þá hafa miklar verðhækkanir á aðföngum ásamt gífurlega háu vax tastigi aukið skaðann. Í kjölfarið hefur framleiðslan minnkað og búum í rekstri fækkað vegna viðvarandi taprekstrar. Þrátt fyrir stóraukinn innflutning og niðurfellingu tolla hefur verð til neytenda ekki lækkað að sama skapi. Hins vegar hafa innflytjendur, heildsalar og stórkaupmenn aukið hagnað sinn, en sýnt hefur verið fram á að íslenskir stórkaupmenn hagnast mun meira en kollegar þeirra bæði austan hafs og vestan. Þannig er verið að fórna innlendri matvælaframleiðslu fyrir aukinn hagnað stórfyrirtækja á Íslandi. B yggðastefna stjórnvalda Í 65. grein íslensku stjórnar- skrárinnar er kveðið á um jafnrétti landsmanna: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þrátt fyrir þessa mikilvægu grein stjórnarskrárinnar hafa stjórnvöld mismunað þegnum landsins á afar fjölbreytilegan hátt eftir búsetu. Þannig hefur til dæmis verið þrengt bæði að heimilum og fyrirtækjum í dreifbýli með hærra raforkuverði, okurverði á raforku til stórnotenda í dreifbýli ( ylræktarbænda) , eyðileggingu póstþjónustu sem veldur auknum kostnaði við að nálgast póstinn, niðurskurði á heilbrigðisþjónustu úti á landi með tilheyrandi kostnaðarauka íbúa fjarri stórum þéttbýlisstöðum, endalausum niðurskurði í viðhaldi vega í dreifbýli, lítilli uppbyggingu farsímasambands í dreifbýli sem veldur öryggisleysi, ásamt því að notkun rafrænna skilríkja er víða ekki í boði þrátt fyrir auknar áherslur ríkisvaldsins og annarra í þá átt. T rú arbrögð ráðh erra landbú naðarmál a Eftir að fyrri ráðherra landbúnaðar- mála setti landbúnaðarráðuneytið ofan í skúffu bætti arftaki hans, Svandís Svavarsdóttir, um betur og lagði ráðuneytið til hinstu hvílu. Bjó hún til nýtt ráðuneyti sem nefnt var matvælaráðuneyti, en þar virðist lítil áhersla á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölskyldubúa eða stöðu landbúnaðar almennt. Fremur virðast áherslur ráðherrans felast í því að finna leiðir til að koma í veg fyrir hefðbundinn landbúnað. Ó ljósum, órökstuddum og ósönnuðum fullyrðingum um skaðsemi íslenskrar landbúnaðar- framleiðslu er haldið á lofti og notaðar til að vinna gegn henni. Matvælaráðherra hefur verið staðinn að því að tala niður íslenska kjötframleiðslu í sjónvarpi á sama tíma og hann eyðir tugmilljónum af skattfé almennings til rannsókna á framleiðslu skordýra í dýrafóður. Þá er umræða um að almenningur leggi sér skorkvikindi til munns fremur en kjöt í nafni loftslagsmála með ólíkindum. Það væri slæmt ef íslensk stjórnvöld tækju undir slíka vitfirringu og enn verra ef þau ynnu eftir slíkri öfgahugmyndafræði. T il framtíðar Enn eru tæp tvö ár til alþingis- kosninga og mikilvægt að sem fæst mál komi frá núverandi ríkisstjórn. Þannig yrði hægt að tala um skaðaminnkandi tímabil, en mörg mál sem stjórnin hefur keyrt í gegnum þingið eru ýmist vanhugsuð, illa undirbúin eða beinlínis andstæð hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Þá yrðu Íslendingar lausir við ný óþörf mál líkt og þreföldun úrvinnslugjalds heyrúlluplasts, stórhækkun gjaldskrár Matvæla- stofnunar, gjaldtöku fyrir starfsleyfi dýralækna, innleiðingu EES reglna án umræðu á Alþingi, stóraukinn kostnað á flugsamgöngur og skipaflutninga til Íslands að skipun Evrópusambandsins, stofnun hatursstofnunar forsætisráðherra til að stjórna hugsunum og tjáningu almennings, afhendingu stjórnarskrárbundins valds til erlendra stofnana í stórum stíl og margt fleira. Nú hafa matvælaráðaherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra lagt fyrir ríkisstjórn tillögur að aðgerðum til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands. Það er óskandi að aðgerðir þessar muni til skamms tíma koma í veg fyrir gjaldþrot eða uppgjöf einhverra bænda. Hins vegar er vandinn margfalt stærri en þessar aðgerðir geta leyst. Stærsti vandinn er kannski sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar skilja ekki eðli vandans eða þeir vilja ekki vita af honum. Vandinn er ekki eingöngu „vegna núverandi efnahagsástands“, heldur vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar sem að hluta til er farið yfir fyrr í þessum skrifum. Hugsjónir sumra um takmarkalaust viðskiptafrelsi án ábyrgðar og ranghugmyndir annarra um yfirvofandi eyðingu heimsins vegna kjötframleiðslu íslenskra bænda er kjarni vanda íslenskrar matvælaframleiðslu. Þegar svo meðlimir slíkra sérstrúarsöfnuða sitja í ráðherrastólum verður vandinn stærri og alvarlegri. Staðan leysist ekki af sjálfu sér, heldur þarf nýja ríkisstjórn og nýja sýn í stjórn landsins. Sú sýn þarf að innihalda sterkan íslenskan landbúnað þar sem allir aðilar að virðiskeðju matvæla, frá framleiðslu til neytenda, fái sanngjarnan hlut sem dugi fyrir kostnaði. Það er ætíð nauðsynlegt hverri þjóð að hafa aðgang að nægum heilnæmum matvælum og þá ekki síst á viðsjárverðum tímum þegar stórtækar náttúruhamfarir og hörmuleg stríðsátök geisa víða um heim. Miðflokkurinn mun áfram líkt og hingað til standa þétt með íslenskum landbúnaði og Íslandi öllu. H ögni E lfar G ylfason, varaþingmaður Miðflokksins í N orðvesturkjördæmi. H ö gni E lfar G ylfason. Landbúnaður á krossgötum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.