Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 79

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 79
79Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Miðhrauni 6, 210 Garðabæ, s. 544 8900 m@malmsteypa.is malmsteypa.is M yn d: B öð va r Le ós Rör og fittings Viðgerðarefni Þorgrímsfótur Festihulsur Ídráttarrör Topphringir Trjáristar Drenrör Brunnkarmar/lok Sandföng/ristar Rennustokkar/ristar Spindillok Kerfislok Tengistykki Húsbrunnar Kúluristar Götubrunnar Tengibrunnar A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550 L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. Í þessari grein ætla ég að fara yfir nokkur af þeim verkefnum sem hafa verið á borði stjórnar deildar nautgripabænda síðustu misseri. R e k s t r a r - ski lyrði í mjólkur- og n a u t a k j ö t s - f r a m l e i ð s l u hafa farið hratt v e r s n a n d i undanfarið. Þrátt fyrir hækkanir á afurðaverði duga þær alls ekki til. Nautgriparækt er fjármagnsfrek grein, það er mikið fjármagn bundið í jörð, húsum, tækjum, búnaði o.fl. miðað við veltu. Því til viðbótar hafa bændur byggt mikið upp undanfarið og bætt aðstöðu og aðbúnað mikið. Þetta veldur því að þær gríðar- legu vax tahækkanir sem dunið hafa á undanfarið bitna gríðalega illa á greininni. Það er verulegt áhyggjuefni að harðast bitnar þetta á fólki sem hefur nýlega hafið búskap eða hefur verið að fjárfesta til framtíðar. Það er að segja þeim sem ætlar að framleiða matvæli til framtíðar. Þessu verður að bregðast við. E ndu rskoðun búv örusamninga Endurskoðun búvörusamninga á að fara fram á árinu 2023 . Vinna við það hófst í vor með fundum með hverri búgrein fyrir sig. Í byrjun maí var komið að nautgriparæktinni. Á þessum fundi var farið yfir tillögur og áherslur frá búgreinaþingi varðandi búvörusamninga. Það kom ítrekað fram í þessum viðræðum að engir viðbótarfjármunir kæmu inn í samningana. Þann 28. september kynntu Bændasamtök Íslands fulltrúum matvæla- og fjármálaráðuneytisins í nefnd um endurskoðun búvörusamninga kröfugerð BÍ vegna endur- skoðunarinnar. Fljótlega á eftir var skipaður starfshópur þriggja ráðuneytisstjóra um fjárhagsvanda í landbúnaði og hefur verið beðið eftir hvað út úr þeirri vinnu kæmi. Nýlega voru niðurstöður hópsins kynntar. Ljóst er að hópurinn hefur farið í talsverða vinnu til að greina stöðuna og eru niðurstöðurnar í takt við það sem Bændasamtökin hafa haldið fram. Það er jákvætt að skilningur á stöðunni sé með sama hætti. Í niðurstöðunum felst viðurkenning á að staðan er óviðunandi. Það er hins vegar alveg ljóst að þær aðgerðir sem þar eru boðaðar duga alls ekki til að taka á þeim vanda sem margir kúabændur eru í. Bæði eru of litlir fjármunir til skiptanna og eins eru alltof margir sem falla utan við þá hópa sem aðgerðirnar ná til. Það þarf að fara í róttækari aðgerðir til að tryggja rekstrargrundvöll kúabænda til framtíðar svo við komumst út úr þessum endalausu plástursaðgerðum sem skila litlu til lengri tíma litið. J öfnun sæ ðingakostnaðar Jöfnun kostnaðar við kúasæðingar hefur verið lengi til umræðu. Á aðalfundum Landssambands kúa- bænda 2019 og 2020 voru sam- þykktar ályktanir um að leita skyldi leiða til að jafna kostnað bænda við kúasæðingar. Í lok árs 2020 var skipaður starfshópur um málið. Hópurinn skilaði niðurstöðum að hausti 2021. Lítið gerðist í málinu næstu misseri en síðla árs 2022 var þráðurinn tekinn upp aftur og fundað með búnaðarsamböndunum sem reka sæðingastarfsemi. Niðurstaðan var að þrír aðilar vildu sinna sæðingunum, það eru Búnaðarsamtök Vesturlands, Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Eyjafjarðar sem tæki yfir Skagafjörð og Húnavatnssýslur. Framkvæmdastjóri Bssl hefur leitt vinnu þessara aðila við að leggja mat á aðstöðumun milli svæða sem að mestu leyti er tilkominn vegna mikils munar á akstri á hverja sæðingu. Í framhaldi var óskað eftir breytingu á reglugerð til að tryggja fjármuni til að jafna þennan aðstöðumun. Og mun nýtt fyrirkomulag taka gildi um næstu áramót. Ky ngreining á sæ ði Í mars síðastliðinn kom út skýrsla um möguleika á kyngreiningu á nautasæði hér á landi. Í framhaldinu var stofnaður starfshópur skipaður fulltrúum Bændasamtakanna, Ráð- gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Nautastöðvarinnar og Fagráðs í nautgriparækt til að vinna að innleiðingu á tækninni. Hópurinn hefur verið að skoða hvernig best verði staðið að verkefninu. Nauðsynlegt er að vanda til verka bæði til að reksturinn á kyngreiningunni verði sem hagstæðastur og ekki síður til að viðunandi árangur náist sem allra fyrst. T venns konar tækni er í boði til kyngreiningar og er nú verið að meta hvor tæknin hentar okkar aðstæðum betur. Vonandi liggur það fyrir fljótlega á nýju ári og í framhaldinu komist meiri hreyfing á verkefnið. H ugum að eigin líðan Þessi misserin eru margir að kljást við erfiða skulda- og fjárhagsstöðu. Ég þekki vel af eigin raun, frá fyrri tíð, hvernig er að vera í þessum sporum. Það er lýjandi og erfitt að vera endalaust með kvíða og áhyggjur af stöðunni og hvað framtíðin beri í skauti sér. Því hvet ég ykkur sem í þessari stöðu eruð til að vera ófeimin við að leita eftir aðstoð eftir þörfum. Hvort sem er fjármálaráðgjöf til að leita að leiðum til að bæta stöðuna og ekki síður aðstoð ef andlega líðanin er ekki nægilega góð. Það er auðvelt í þessum aðstæðum að falla í vonleysi og þunglyndi. En það gerir málin enn erfiðari úrlausnar ef fólk nær ekki að vera í þokkalegu jafnvægi og halda einbeitingu á verkefnið. Að lokum vil ég óska bændum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Með von um bjartari tíma fyrir íslenskan landbúnað. Rafn B ergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda. R afn Bergsson. Helstu verkefni deildar nautgripabænda Mynd / Jón Eiríksson - úr safni Bændablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.