Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 80

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 80
80 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði þess kynngikrafts sem árið 2024 ber í skauti sér. Hæst ber þar sú geta okkar til þess að framkalla þann veruleika sem við þráum innra með okkur. Munum að við höfum – með þeim hugsunum og mætti sem töfrað geta allt – alla burði til þess að veita óskum okkar kjölfestu. T unglstaðan í ársbyrjun er minnkandi og það er ekki fyrr en þann 25. janúar sem tunglið er í fullu veldi, svokallaður úlfamáni. Veitir það þeim sem vilja, nokkurn tíma til að líta í eigin barm og hefja vegferð sína í lok hins fyrsta mánaðar með þöglum styrk úlfsins. Leysum úr læðingi þá töfra sem okkur ber og löðum að okkur þá veröld sem við viljum. Völvuspá Bændablaðsins: Kraftur komandi árs Stöðugleiki í tilfinningamálum verður sérstaklega áberandi á nýju ári. Vatnsberinn hefur ekki alltaf tekið skynsamlegustu ákvarðanirnar er kemur að ástinni og getur verið heldur fljótfær sem kemur honum illa. Hann mun leita undir yfirborðið eins og vatnsmerkjum sæmir og með vorinu finna þá manneskju sem honum er ætlað. Vatnsberinn fær ótal tækifæri til að víkka út sjóndeildarhringinn yfir árið, þá helst innra með sér, enda kemur það ferðalag sífellt á óvart. Ferðalög utan landsteinanna eru jafn mikilvæg og ferðir innan hugans og ætti vatnsberinn að nýta hvert tækifæri til að opna nýjar víddir í líf sitt. Hann þarf þó að gæta þess að halda geðheilsunni í jafnvægi og vera duglegur að leita lausna ef vandamál koma upp. Vera óhræddur við að deila sinni líðan og hafa í huga að þannig gengur best að vinna úr hlutunum. Vatnsberinn er heillandi og heiðarlegt merki að upplagi og hugljúfi sinnar nánustu. Vatnsberi Fiskarnir munu upplifa ríka þörf fyrir aukna virðingu þetta árið en þeir hafa gjarnan átt það til að upplifa að þeir tali gegn tómum eyrum þótt þeim liggi mikið á hjarta. Ó vægin sjálfsskoðun er mörgum nauðsynleg og rétt er að taka skrefið í þá áttina þó óþægileg sé. Fisknum er ráðlagt að hægja á sér og velta fyrir sér hvað skiptir hann raunverulega máli, hvað veitir honum hamingju og frelsi. Árið mun færa fisknum dýpri sjálfsþekkingu og andlegan vöx t í bland við skemmtilegar áskoranir. Nokkur skref fyrir utan þægindarammann eru jákvæð og æskilegt er að setja sér markmið sem hægt er að ná. Fjölskyldan er fisknum mikilvæg og þarf hann að rækta sambönd sín þar líkt og annars staðar þó auðvelt sé að gleyma þeim sem standa manni næst. Fjárhagslegur stöðugleiki einkennir stjörnumerki fisksins fyrstu mánuði ársins og getur hann farið vax andi með árinu ef vel er að gætt. Fiskur Árið 2024 verður ár fullt orku og frumkvæðis. Sköpunargáfan eykst til muna og því fullkomið tækifæri til að hefja ný verkefni, áhugamál eða jafnvel að hefja nám. Hrúturinn hefur tekið út tilfinningalegan þroska síðastliðið ár sem snýr að honum sjálfum og hvernig hann kýs að vinna með þau sambönd sem að honum standa. Aukið hugrekki veitir honum tækifæri til þess að styrkja tengslanetin og endurnýja kynni við gamla vini auk þess sem hrúturinn þarf að vera opnari fyrir samskiptum og takast á við þær áskoranir sem rísa, fyrr en síðar. Ferðalög eru í kortunum og ýmis verkefni, bæði andleg og annars eðlis þeim tengd. Ástin er á rólegu nótunum og ekki er gæfulegt að hrófla við neinu þar heldur njóta þess sem veitir gleði og öryggi. Áframhaldandi áhersla á heilsufarið er í forgrunni, þá helst með hreyfingu hvort sem er að takast á við andlega líðan eða líkamlega hreysti. Hrútur Árið mun bera með sér breytingar, bæði í starfi og einkalífi, en til þess að það gangi eftir þarf nautið að vera sveigjanlegt og opið fyrir nýjum tækifærum. Fjárhagslegur stöðugleiki verður lykillinn að árangri og fyrstu mánuði ársins mun nautinu bjóðast verkefni sem glæða sköpunargáfu þess og um leið auka flæði peninga. Nautið hefur staðið í flutningum og rúmruski síðastliðið ár og getur glatt sig við það að nú er tími rólegheita sem ætti að nýta til endurnýjunar á þeim hliðum sjálfs þess, hvort sem er líkama eða sálar. Rólegt hefur verið í ástarmálum nautsins, einhverjar glæður lifa í óreyndri ást og er sjálfsagt að blása í þær á næstu mánuðum. Eldri naut eru þó afar staðföst og ekki þekkt fyrir að vera með galgopahátt í ástarmálunum svo gæta þarf að seinagangur hamli ekki glæðum að verða að báli. Ferðalög eru í kortunum á fyrsta ársfjórðungi nýs árs þar sem nautið ætti að styrkja tengslanet sitt með tilliti til starfa í framtíðinni. Naut Félagsleg samskipti nýs árs verða í brennidepli hjá tvíburanum sem aldrei fyrr, auk þess sem öll tengsl munu blómstra. Ný og gömul sambönd þarf þó að rækta og leysa skyldi úr öllum þeim samskiptaörðugleikum sem hafa hlaðist upp síðastliðin misseri. T víburinn kann illa við deilumál, en slík óleyst geta lagst á taugakerfi þeirra með óskemmtilegum afleiðingum. Haldast andleg líðan og líkamleg þétt í hendur, ekki síst hjá tvíburanum sem stundum fer allan tilfinningarússíbanann á tveimur klukkutímum og því nauðsynlegt að þar séu öll mál á hreinu. Starfsvettvangurinn er jákvæður enda tvíburinn hamhleypa til verka ef svo ber undir, lausnamiðaður og vinsæll, en þessir eiginleikar gefa honum byr með ný tækifæri í sjónmáli. Að vera opinn fyrir nýjungum svo og skoðunum annarra getur opnað fyrir áhugaverða möguleika síðla sumars sem munu breyta lífssýn tvíburans sem um munar. Sveigjanleiki og listin að hlusta eru í forgrunni á árinu auk þess sem tvíburinn ætti að rækta innri ró. Tvíburi Árið 2024 verður tilfinningalega sveiflukennt og þarf krabbinn að finna jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Eitthvað verður um að sambönd gliðni og þá er að vinna í málunum og finna lausn sem hentar öllum. Þetta er þó ekki endilega neikvæð upplifun heldur gætu þarna opnast skemmtilegir möguleikar á opnara líferni. Heilsa og vellíðan verða mikilvæg og gæta þarf þess að að stoppa og anda djúpt við og við. Ástin er í kortunum og þá helst virðist sem máltækið „Lengi lifir í gömlum glæðum“ eigi vel við. Krabbar eiga að vera óhræddir við að stíga út fyrir þægindahringinn og njóta þess að upplifa allt sem þeir þrá, enda lífið stutt. Að vera opinskár um tilfinningar sínar og opinn fyrir nýjungum getur haft jákvæð áhrif á krabbann eftir áralangan doða. P ersónulegur þroski kemur í kjölfarið sem mun opna ýmsar dyr og glæða áhuga á fjölbreyttum sviðum. Starfsframinn siglir lygnan sjó og ekki verður mikið um breytingar fyrr en mögulega rétt í árslok þegar óvæntar uppákomur rugga einhverjum bátum. Krabbi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.