Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Nýverið gaf M agnús J oc hum P álsson, meistaranemi í ritlist, út sína fyrstu ljóðabók sem hlaut nafnið M annakjöt. Hrífur bókin lesandann með sér á ferð um þær dökku hliðar mannkyns sem við öll könnumst við að einhverju leyti. Segir höfundur kveikjuna að bókinni kjötframleiðslu og slátrunaraðferðir, en frekari hugmyndavinna leiddi hann svo að tengslum mannslíkamans sem kjöts og þeirri neikvæðu firringu og neyslu sem frá okkur kemur. T engir eitt ljóðanna við lensku nútímans sem felur í sér að segja frá alls konar áföllum og af breyskri hegðan sinni. Segir þar frá manni, sem í almenningsvagni tekur upp á því að fletta ofan af sjálfum sér, bæði í andlegri og líkamlegri merkingu, hamfletta sig. Fer svo að fólkið sem situr með honum í vagninum er farið að þreifa á líffærum hans til þess að upplifa að fullnustu þau áföll sem maðurinn hefur orðið fyrir. Lýsir höfundur bókinni sem dystópískri framtíðarsýn þar sem allt fer til fjandans, gegnum- gangandi tengingar þar sem allt fer úr böndunum. Mannakjöt vekur lesandann til umhugsunar og málar sterka hugræna upplifun í bland við skemmtilegan leik að orðum. Var Magnús Joc hum P álsson annað tveggja skálda er hlutu Nýræktarstyrk íslenskra bókmennta nú í ár, sem veittur er til að hvetja nýhöfunda til frekari dáða. /S P M agnús J oc hum Pá lsson. Bækur: Mannakjöt fyrir jólin S amúel J ónsson, bóndi í S elár- dal, skildi eftir sig merkilega arfleifð sem var að hruni komin þegar velunnarar hófu endurreisnarstarf. Í nýrri bók um Samúel, Steyptum draumum, er fjallað um líf hans og list og ljósi varpað á hver þessi maður var „sem byggði einn síns liðs þessar sérkennilegu byggingar og listaverk á þessum afskekkta stað á hjara veraldar, byggingar sem voru eins og stokknar út úr ævintýri eða komnar um langan veg utan úr heimi ...“, eins og segir í formála Ó lafs J. Engilbertssonar, ritstjóra bókarinnar. B y g g ði k irk ju y fir altaristöfluna Samúel Jónsson var fæddur 1884 og lést 1969. Hann var bóndi á Brautarholti í Selárdal í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Á bókarkápu segir: „Hann er einn þekktasti alþýðulistamaður sem Ísland hefur alið − þó ekki hafi verið fjallað um hann að neinu ráði í bókum um myndlist. Samúel var sjálflærður í listinni, en sem ungur maður teiknaði hann talsvert og málaði með vatnslit og olíulit. Listaferill hans hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en hann hafði efni á að kaupa sement fyrir ellilífeyrinn í þeim tilgangi að reisa listasafn og höggmyndagarð og svo bættist kirkja við, með býsönskum turni sem hann byggði einn síns liðs, kominn hátt á áttræðisaldur. Þá kom vel í ljós að Samúel var mikill verkfræðingur í sér. Kirkjuna reisti Samúel þegar sóknarnefndin vildi ekki þiggja altaristöflu sem hann hafði málað fyrir Selárdalskirkju.“ M örg v erk g latast „Fjallað er um ævi og listsköpun Samúels og birtar myndir af verkum hans sem flest eru í einkaeigu, en mörg hafa glatast. Einnig eru birtar myndir sem sýna Samúel á síðustu árum hans á Brautarholti og myndir af listasafninu eftir lát hans. Jafnframt segir af endurreisnar- starfinu frá því Félag um endurreisn listasafns Samúels var stofnað 1998.“ Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til áframhaldandi endurreisnarstarfs og til verndar verkum Samúels. /sá Selárdalur: Meistari ævintýrabygginga Ólafur J . E ngilb ertsson. Veislumatur: Hunangsleginn hestshaus Í V eislumat landnáms- aldar eru margar forvitnilegar uppskriftir. Þær voru settar saman á grundvelli nútíma- þekkingar á lífi fólks á Íslandi á árabilinu 870 til 930. Bókin kom nýlega út hjá Drápu og eru höfundar hennar þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Ú lfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og Karl P etersson ljósmyndari. Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar var ekki aðeins súrmatur, soðning og bragðlaust kjöt heldur kunnu menn að elda góðar steikur og bragðgóðan fisk. Kristbjörn rannsakaði matartilvísanir í Íslendingasögunum og bar þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við. Ú lfar leitaði fanga víða og setur í bókinni fram uppskriftir að veislumat landnámsfólksins og Karl ljósmyndaði kræsingarnar. Farið er í bókinni yfir ræktun og hráefni á landnámsöld, nýtingu kornmetis, sjávarfangs og kjötmetis og gerð mjólkurmatar. Jafnframt er farið stuttlega yfir þær Íslendingasögur þar sem leitað var fanga. Meðal forvitnilegra uppskrifta er t.d. grillaður hunangshjúpaður hestshaus, rostungssúpa, sauðakjöts- súpa með sílamávseggi, grillaður geirfugl, grilluð álft og mjöður. /sá Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina J ólamatarmarkaður Íslands verður haldinn í H örpu í R eykjavík um næstu helgi. Þá koma bændur, smáfram- leiðendur matvæla og sjómenn í borgina til að kynna sínar vörur þar sem áhersla verður á uppruna matvælanna, umhyggju framleiðenda fyrir sínum afurðum og upplifun neytenda. Þær Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir hafa haldið markaðinn í anda Slow Food- hugsjónarinnar fyrir jólin ár hvert allt frá árinu 2012, fyrstu tvö árin fyrir utan verslunina Búrið í Nóatúni en síðan í Hörpu. Að sögn Eirnýjar er hugmyndin að tengja neytendur beint við framleiðendur og bjóða matvörur þar sem slagorð Slow Food hefur verið haft í hávegum við framleiðsluna, „G ood, C lean and Fair“.Við höfum það til dæmis sem reglu að framleiðandi vöru verður að vera á markaðnum til að miðla þekkingu, svara spurningum og fá tengingu við neytendur. Margir framleiðendur hafa verið með okkur frá upphafi og hafa mótað viðburðinn með okkur. En alltaf gaman að bjóða nýja framleiðendur velkomna í matarmarkaðs- fjölskylduna. Af þeim sem koma nýir á markaðinn er gaman að segja frá geitabændunum á Brúnastöðum í Fljótum sem koma í fyrsta skiptið með ostaframleiðslu sína,“ segir Eirný. Aðgangur á markaðinn er ókeypis báða dagana, laugardag 16. og sunnudag 17. desember, en opið er frá kl. 11-17. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.