Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 14.12.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR Aðgerðaráætlun: Hlutfall af lífrænt vottuðu land- búnaðarlandi verði 10% árið 2040 – Formaður framleiðenda í lífrænum búskap fagnar áætlun stjórnvalda en þykir tíminn of langur til að ná markmiðum G efin hafa verið út drög að fyrstu íslensku aðgerðaráæ tluninni til eflingar lífræ nnar matvæ la- framleiðslu. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa ekki sett sér markmið um hlutfall lífræns vottaðs lands af landbúnaðarlandi á Íslandi, en með útgefinni aðgerðaráætlun er nú stefnt að því sem meginmark- miði að hlutfallið verði tíu prósent árið 2040. Þetta hlutfall hefur á undan- förnum árum verið metið vel undir einu prósenti á Íslandi. Evrópu- sambandið hefur í tengslum við landbúnaðarstefnu sína, Farm to Fork, sett sér markmið um að hlutfall af lífrænu landbúnaðarlandi í löndum sambandsins verði komið í 25 prósent árið 203 0. Þetta hlutfall var talið vera 10 prósent árið 2021. Stuðning saðg erðir v ið framleiðendur frá 2 0 2 7 Aðgerðaráætlunin var unnin í matvælaráðuneytinu en hún byggir á tillögu U mhverfisráðgjafar Íslands sem var falið að vinna að undirbúningi áætlunarinnar í september 2022. Hún samanstendur af 14 tölusettum aðgerðum sem eru á ábyrgð matvælaráðuneytisins, auk átta annarra aðgerða sem heyra undir önnur ráðuneyti. Hún liggur nú í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. T ímarammi aðgerða sem miða að beinum stuðningi við fram- leiðendur er í flestum tilvikum frá árinu 2027, eftir að endurskoðað stuðningsfyrirkomulag við land- búnað hefur tekur gildi, með vísan til íslensku landbúnaðarstefnunnar. Ski lv irkar i aðlögu narstuðningu r y fir lengr i tíma Fyrsta aðgerðin miðar að því að endurskoða núverandi aðlögunar- stuðning í þeim tilgangi að gera hann skilvirkari og lengja tímabilið. Í stað núverandi aðlögunarstyrkja verði boðið upp á fimm til sjö ára aðlögunarstuðning. Styrkir verða einnig veittir yfir tveggja til þriggja ára tímabil til að mæta kostnaði nýrra framleiðenda vegna lögbundinnar aðlögunar að lífrænni framleiðslu undir eftirliti vottunarstofu. Meðal annarra aðgerða má nefna að kannað verður sérstaklega að lífrænum framleiðendum verði greitt sérstakt álag á almennar stuðningsgreiðslur, eftir aðlögunar- tímabil, að framleiðendum verði boðnir sérstakir fjárfestinga- og tækjastyrkir, afurðastöðvum verði boðnir sérstakir styrkir til að mæta auknum kostnaði og að tryggja verði að gerðar verði nauðsynlegar greiningar á möguleikum notkunar á lífræns efnis til áburðar- og fóðurgerðar. G ert er ráð fyrir að aðgerðar- áætlunin verði endurskoðuð eigi sjaldnar en á fimm ára fresti, í fyrsta skiptið ekki seinna en 1. janúar 2029. Í sland er eftirbát ur annarra þj óða Eygló Björk Ó lafsdóttir er formaður VOR ( Verndun og ræktun ) – félag um lífræna ræktun og framleiðslu. Hún segir það mjög ánægjulegt að búið sé að leggja fram þessi drög að fyrstu aðgerðaráætlun hér á landi sem snýr að lífrænni matvælaframleiðslu. „Þetta er þýðingarmikið skref fyrir alla. Ísland er eftirbátur annarra þjóða í umfangi lífræns vottaðs landbúnaðarlands, það hefur sýnt sig í öðrum löndum að markmið og aðgerðaráætlun stjórnvalda hefur hvað mest áhrif á vöx t og framgang á þessu sviði. VOR hefur oft bent á að það eru margir sem þurfa að koma að þessu verkefni, það þarf aðgerðir frá ýmsum hliðum. Drögin taka á helstu þáttum sem þurfa að vera til staðar, það er endurskoðun á styrkjakerfinu, markaðsstarfi, leiðbeiningar og annar stuðningur við framleiðendur, sem og fræðslumál sem reyndar heyra undir annað ráðuneyti en eru einnig mjög mikilvæg undirstaða fyrir nýliðun. Af þeim 14 aðgerðum sem þarna eru tilteknar er fjármögnun þó ekki alveg skýr sem væntanlega er í ljósi þess að nýir búvörusamningar munu líta dagsins ljós árið 2027. Margir gera þær væntingar að þeir muni losa um ákveðna stífni í núverandi kerfi og endurspegli ný viðfangsefni á sviði landbúnaðar. VOR mun leggja áherslu á að aðgerðaráætlunin, þegar hún liggur fyrir endanlega, komi sem fyrst til framkvæmda,“ segir Eygló. O f rú mur tími Eygló telur að það sé heldur rúmur tími, að setja markið á að þessi tíu prósent náist ekki fyrr en árið 2040. „Evrópusambandið er í tíu prósentum í dag en okkur hefur fundist að það ætti að vera raunhæft fyrir Ísland að ná þessu markmiði á 10 árum. Það er fullt tilefni til að hefja skipulagða vinnu í þá veru að gera Ísland meira gildandi í lífrænni framleiðslu með tilheyrandi tækifærum fyrir íslenska bændur um leið og áhrif á umhverfi og lýðheilsu eru mjög jákvæð.“/ s m h E ygló Bj ö rk Ó lafsd ó t t ir. Kaupfélag Skagfirðinga: Þungur rekstur sláturhúsa Í byrj un desember tók S igurður B j arni R afnsson til starfa sem sláturhússtj óri hj á K aup fé lagi S kagfirðinga ( K S ) . U m nýja stöðu er að ræða innan KS sem varð til eftir að Ágúst Andrésson lét af störfum sem forstöðumaður kjötafurðasviðs, eftir 27 ára starfsaldur þar innanbúðar. „Ég er mjög ánægður yfir því að vera kominn aftur til Kaupfélags Skagfirðinga, þetta er eins og að koma aftur heim eftir gott sumarfrí. Það að fá tækfæri til að koma aftur til starfa við kjötafurðastöðina var vissulega áskorun sem erfitt er að segja nei við, ég var búinn að vera framleiðslustjóri hér í 18 ár og þekki nú innviðina nokkuð vel. Nú kem ég aftur ferskur til starfa og hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða,“ segir Sigurður. Sé r um dagl egan reks tur á Sauðárkr óki Sigurður segir að hann muni sjá um allt sem viðkemur daglegri stjórnun í sláturhúsinu á Sauðárkróki og svo um öll samskipti við Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, sem er í helmingseigu KS. Stórgripasláturhúsið á Hellu, sem einnig er í eigu KS, verður undir stjórn kjötvinnslunnar Esju gæðafæðis, sem er dótturfyrirtæki KS. „Með nýjum mönnum verða vissulega einhverjar breytingar og vissulega komum við til með að endurskoða með hvaða hætti það verður, en enn sem komið er hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir hvernig við ætlum að standa að þessu en stefnan er að þjónusta bændur og alla okkar viðskiptamenn eins vel og hægt er.“ M ögu leikar opn ast með v innslu og s ölu h liðarafurða Spurður um rekstrarskilyrði og -afkomu sláturhúsa í dag, segir Sigurður að þótt staðan sé ekki björt sem stendur séu möguleikar í augsýn. „Rekstrarumhverfi slátur- húsa á Íslandi er verulega þungt og við verðum að leita allra leiða til að ná að hagræða eins og hægt er. Ég er sannfærður um að með samvinnu um úrvinnslu og sölu á öllum hliðarafurðum sem fellur til í landinu þá opnist möguleikar til hagræðingar og bara það að geta selt vörurnar í stað þess að borga fyrir förgun, þar getum við gert betur í krafti stærðarinnar og með því er hugsanlega hægt að bæta rekstrarafkomu sláturhúsa. Það er því miður svo að sauðfé heldur áfram að fækka og allt útlit fyrir að því fækki enn frekar og við verðum að bregðast við því og leita leiða til að gera slátrun á eins hagkvæman hátt og ef það þýðir fækkun á sláturhúsum þá er það skylda okkar að skoða alla möguleika sem eru í boði þar en gæta þess að þjónustan við bændur og aðra viðskiptamenn verði ávallt eins góð og kostur er. Það er klárlega fullt af krefjandi verkefnum fram undan. það þarf að velta við fullt af steinum, líta í öll horn, skoða alla möguleika hvar er hægt að gera betur svo við getum skilað af okkur betri afurðum og afkomu.“ / s m h Sigurð ur Bj arni R afnsson. Sam k v æ m t að gerð ará æ t luninni á að k anna sé rst ak ar st uð ningsgreið slur, fj á rfest inga- og t æ k j ast yrk i fyrir lí fræ na fram leið end ur. nú fáanleg á netinu og í bókabúðum panta á www.saltforlag.is C.S. LEWIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.