Bændablaðið - 14.12.2023, Page 22

Bændablaðið - 14.12.2023, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Lars Lund og T up aarnaq B j erge M otz feldt tóku við búskap á Hallgilsstöðum í ágúst síðast- liðnum. Þ au eru bæ ði up p alin á sauðfj árbúum á S uður-G ræ nlandi. Lars kynntist héraðinu þegar hann var í verknámi í tengslum við búfræðinám sitt fyrir áratug. Þá starfaði hann sem vinnumaður á Sauðanesi í Langanesbyggð. Hann hefur haldið góðum tengslum við fólkið þar síðan þá og benti Ágúst Marinó Ágústsson, bóndinn á Sauðanesi, honum á að sækja um þegar sveitarfélagið auglýsti eftir nýjum ábúendum á Hallgilsstaði 1 í vor. G o tt tæ k ifæ ri Lars og T upaarnaq gerðu sér ekki miklar vonir um að vera valin, enda voru sex aðrir umsækjendur sem sýndu jörðinni áhuga. Þau hlutu hins vegar ábúðina í sumar og höfðu skamman tíma til að flytja frá G rænlandi. Aðspurður af hverju þau ákváðu að flytja til Íslands, segir Lars að tengdafaðir hans á G rænlandi sé enn ungur og ekki komið að ábúendaskiptum þar. Í Hallgilsstöðum hafi falist gott tækifæri sem þau ákváðu að grípa. Börnin þeirra eru þrjú, drengurinn I nuik, sex ára, stúlkan P aarma, fjögurra ára og Anguik, tveggja ára drengur. Þau eru komin í grunnskóla og leikskóla og segir Lars að þeim gangi vel að læra íslensku. Þá er Lars afar þakklátur fyrir hversu vel nærsamfélagið hefur tekið fjölskyldunni. Þ rjú h undruð k indur Nú eru liðlega þrjú hundruð kindur í fjárhúsunum. Þá eru tvær geitur, fimm hænur, fimm hestar og einn hundur á bænum. Þau keyptu sjötíu kindur frá fyrri ábúendum, en hinar hafi bæði komið frá sveitungum og bændum lengra að. Stefnan sé að stækka stofninn upp í sex hundruð ær, sem sé sá fjöldi sem fjárhúsin rúma. T upaarnaq hefur ákveðin tengsl við Ísland, en systir hennar lagði stund á búfræðinám á Hvanneyri og fór faðir hennar í verknám á Y tra-Áland. Hún hefur þó ekki dvalið á Íslandi áður, nema á ferðalögum. Nú er T upaarnaq við nám í ferðamálafræðum og vonast unga parið til að geta byggt upp ferðaþjónustu á bænum í einhverri mynd. Ú r landb ú naðarh é raði U ppeldisstöðvar unga parsins eru í nágrenni Q aq ortoq , sem er stærsti bærinn á Suður-G rænlandi. Svæðið var áður nefnt Eystribyggð af norrænum mönnum. Nokkuð er um sauðfjárbúskap í því héraði og segir Lars búskaparhættina mjög svipaða því sem hann hefur kynnst á Íslandi. Sauðfjárkynið þar sé náskylt því íslenska með smávægilegum áhrifum frá norsku fé. Í samanburði eru grænlensku kindurnar háfættari og segir Lars þær skila af sér ögn minna af kjöti. /Á L Grænlensk fjölskylda tekur við sauðfjárbúi – Hallgilsstaðir 1 í eigu Langanesbyggðar með nýja ábúendur LÍF & STARF P aarm a er k om in á leik sk ó la. L ars segir b ö rnin sí n v era farin að ná t ö k um á t ungum á linu. N ý j u á b ú end urnir á H allgilsst ö ð um . T up aarnaq Bj erge M ot z feld t og L ars L und á sam t b ö rnum sí num , I nuik sex á ra, P aarm a fj ö gurra á ra og A nguik t v eggj a á ra. N ú eru lið lega þ rj ú h und ruð k ind ur á H allgilsst ö ð um , en st efnan er að fj ö lga up p í sex h und ruð . L ars L und í fj á rh ú sunum á H allgilsst ö ð um . Í slensk a sauð fé ð æ t t i að v era nok k uð k unnuglegt , end a ná sk ylt þ v í græ nlensk a. Myndir / Aðsendar F im m h est ar eru á H allgilsst ö ð um . H é r t eym ir T up aarnaq einn m eð d ó t t urina á b ak i. T q

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.